Heima er bezt - 01.04.1983, Side 4

Heima er bezt - 01.04.1983, Side 4
Landslag Ólafur H. Torfason ræðir við Elsu G. Vilmundardóttur, jarðfræðing er eins og fó — hefur misjafnan persónulei Elsa er elsti kven-jarðfrœðingur íslands og hefur starfað að undirbúningi og rannsóknum vegna vatnsaflsvirkjana . á Þjórsár- og Tungnaársvœðinu mestan sinn feril. Hún þekkir hálendið á þeim slóðum betur en flestir aðrir, því nú starfar hún við jarðfrœðikortagerð á vatnsorkudeild Orkustofnunar og dvelst hluta ársins í óbyggðum. A — Hver er uppruniþinn, Elsa? — Ég er fædd í Vestmannaeyjum 27. nóvember 1932. Foreldrar mínir voru Guðrún Björnsdóttir frá Fagurhóli í Austur-Landeyjum og Vilmundur Guðmundsson frá Hafranesi við Reyðarfjörð, þannig að ég á ættir mínar að rekja til Rangárþings og Austfjarða. Faðir minn var sjó- maður og drukknaði í róðri þegar ég var tæpra tveggja ára. Foreldrar mínir voru nýfluttir til Siglufjarðar, þegar þetta gerðist. Báturinn sem hann var á fórst í aftakaveðri í októ- ber 1934. Þá fór ég í fóstur til móðurforeldra minna, Björns Einarssonar og Kristínar Þórðardóttur, sem bjuggu að Fagurhóli í Austur-Landeyjum og var ég hjá þeim þar til þau dóu, þegar ég var á níunda árinu. Þá flutti ég mig um set, i Fljótshlíðina og var næstu fjögur árin hjá móðursystur minni, Þorbjörgu og manni hennar Ragnari Jónssyni. Þau búa í Bollakoti og það hefur verið mitt annað heimili alla tíð síðan. Ég hafði mjög lítið af móður minni að segja frá tveggja til tólf ára. Við vorum að jaffnaðf safhanj í sdma^fríinu hennar, í 2 vikur á ári, en við skrifuðumst á og samband okkar var náið þrátt fyrir aðskilnaðinn þessi ár. Ég flutti til mömmu, sem bjó í Reykjavík, þegar ég var á þrettánda árinu. Hún giftist ekki aftur og vann við saumaskap meðan heilsan entist. Hún saumaði karlmannaföt, einkum einkennisbún- inga. Ég held að flestir lögregluþjónar, flugmenn, dyra- verðir o.s.frv. hafi gengið í fötum úr hennar höndum á árunum milli 1950 og 1970. Ég var eina barn foreldra minna sem lifði. Þau misstu frumburð sinn, nýfæddan. Það var drengur sem var skírður Kristbjörn, skemmri skírn. — Hvaðan er nafnið Elsa? — Þegar faðir minn fæddist dó móðir hans, Vilborg Árnadóttir, af barnsfarasótt og afi, Guðmundur Gunnars- son, stóð þá einn uppi með þrjú ung börn. Ljósmóðirin sem tók á móti pabba kom honum í fóstur til góðra hjóna, Níelsar Finnssonar og Guðbjargar Guðmundsdóttur. Þau bjuggu að Hafranesi við Reyðarfjörð og voru bamlaus en Vilmundur Guðmundsson, faðir Elsu, um tvítugt. Myndina tók S. Guðnason, Eskifirði. En Elsa er frumherji á fleiri slóðum, því hún hefur kannað ritverk og feril dr. Helga Pjeturss, jarðfrœðings og heim- spekings, betur en flestir aðrir. Hann er „huldumaðurinn“ í íslensku menningarlífi og hefur sennilega enn þann dag í dag meiri áhrif en nokkurn grunar. En það er með hann eins og jarðlögin, að margt er hulið og erfitt að skýra í fljótu bragði. Elsa hefur byrjað að rekja sig rétta leið. ákaflega barnelsk og ólu upp fjölda barna. Pabbi kom til þeirra níu daga gamall og var hjá þeim fram á fullorðinsár. Þegar ég fæddist voru mér gefin nöfn þessara heiðurshjóna, Elsa fyrir Níels, og Guðbjörg heiti ég einnig. Guðbjörg dó áður en ég fæddist, en Níelsi afa kynntist ég þegar ég flutti til Reykjavíkur. Þá kynntist ég líka Guðmundi afa. Ég á margar góðar minningar um afana mína þrjá þá Björn, Guðmund og Níels. Ég er sannfærð um að ást þeirra og umhyggja hefur bætt mér föðurmissinn að einhverju leyti. — Varðstu Reykjavíkurbam þegar þú fluttir til borgar- innar 12 ára að aldri, eða náði sveitin að móta þig? — Sveitin og landið hafa alltaf átt mjög sterk ítök í mér og ég tel mig vera Rangæing. Ég mótaðist mikið af afa og ömmu í Fagurhól, einkum afa. Hann var sjötugur og ég tveggja ára þegar funduih okkar bar saman. Hann var þá farinn að heilsu og ekki lengur fær um erfiðisvinnu, en sinnti mér þeim mun meira. Hann stjórnaði búskapnum og ég fylgdi honum alltaf fast eftin Þá opnaðist hugur minn V a Guðrún Björnsdóttir, móðir Elsu, 25 ára. Myndina tók Kj. Guðmundsson, Vestmannaeyjum. ákaflega mikið til alls sem var úti, en mér var minna sýnt um það sem var innanbæjar. — Þú hefur þá ekki legið í bókum? — Jú, reyndar gerði ég það líka. Ég var fljótt læs og las kannske meira af kappi en forsjá. Bókakostur var lítill og úrval takmarkað svo ég las það sem ég náði í, sama hvað það var, tyrfnar guðsorðabækur og stjórnmálagreinar hvað þá annað. — Hvernig var trúarlífið á œskuheimiliþínu? — Við fórum oft til kirkju á sunnudögum. Krosskirkja í Austur-Landeyjum var sóknarkirkjan okkar. Þar hef ég oftast verið við messu. Núna fer ég aldrei í kirkju nema við jarðarfarir, brúðkaup eða einhverjar sérstakar athafnir. Svo fóru ýmsar trúariðkanir fram á heimilinu. Afi las hús- lestra daglega nema yfir sumartímann og á föstunni voru Passíusálmarnir lesnir að auki. Mér var kennt að lesa bænir kvölds og morgna og það var skylda að sitja hljóð og stillt undir húslestrunum. Það gat verið býsna erfitt stundum. Að öðru leyti var ekkert verið að rekast í mér í sambandi við trúmálin. Þetta var ákveðið munstur sem féll að lífi fólks og það var ekkert mas eða tilfinningasemi í kringum það verð ég að segja. Þetta var okkur eins eðlilegt og að draga andann. Alltaf var talað meira við Guð hjá okkur heldur en Jesú. Það má segja að við höfum haft beint samband við hann. 112 Heima er bezt Heimaerbezt 113

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.