Heima er bezt - 01.04.1983, Page 9

Heima er bezt - 01.04.1983, Page 9
starfi. Ein meginástæðan var sú að ég kynntist kjörum mömmu og fleiri einstæðra mæðra í uppvextinum. Ég vildi ekki setja allt mitt traust á fyrirvinnuna þótt góð mætti teljast. Ég varð þó að láta undan síga á árunum 1972 til 1975. Þá voru börnin með mjög óreglulegan vinnudag í skólanum eins og tíðkast hjá barnaskólanemum og flestir foreldrar þekkja. Á þessum árum bjó mamma lika hjá okkur, útslitin og búin að missa heilsuna og þarfnaðist umönnunar. Tíminn leið, börnin þroskuðust, og mamma dó og það losnaði um mig heima. Ég fékk aftur vinnu á Orkustofnun hálfan daginn og hvarf til fyrri starfa við virkjanarannsóknir og um tíma var ég við rannsóknir á sandi úr ósum sunnlenskra jökuláa. — í hvaða formi birtist svo úrvinnslan úr þínum rann- sóknum þegar upp er staðið? — í alls konar skýrslum og greinargerðum, sem gefnar eru út hér á Orkustofnun og mjög oft er um samstarf tveggja eða fleiri einstaklinga að ræða. Ég hef ekki skrifað mikið í tímarit þótt það hafi borið við, t.d. Jökul, svo hef ég skrifað nokkrar tækifærisgreinar um hitt og þetta að gamni mínu. — Fœr fólk sem vinnur að undirbúningi stórvirkjana ein- hvern tíma á tilfinninguna að það geti hugsanlega verið út- sendarar einhverra óhollra afla? — Þetta er spælandi spurning og ég vil svara henni ját- andi. Ég veit ekki hvernig það er með aðra. Ég get aðeins svarað fyrir sjálfa mig. Ég verð að segja að ég er oft hrædd við þann asa sem er á mönnum í sambandi við virkjana- framkvæmdir. Menn virkja eins og þeir eigi lífið að leysa, oft undir áhrifum utanaðkomandi afla, sem stundum eru óholl. Svo það má segja að við sem vinnum þessi störf séum útsendarar þeirra. Þó eru ekki allir því sammála. En það hafa samt gerst mjög ánægjulegir hlutir í sam- bandi við undirbúningsrannsóknir og hönnun virkjana á síðari árum. Fyrr á árum, t.d. við undirbúning og virkjun við Búrfeli og Sigöldu, þurfti erlenda sérfræðinga og verk- taka til að hafa umsjón með rannsóknum, hönnun og framkvæmdum. Nú búum við yfir þekkingu og tækni sem til þarf að vinna þetta sjálf. Þetta er ekki ómerkari þáttur í að efla íslenskt sjálfstæði og þjóðarvitund en hver annar og er kannske ekki nógu mikið haldið fram. — í hverju er starf þitt fólgið? — Það hefur nokkuð breyst með árunum. Fyrst var ég aðallega við umsjón með rannsóknaborunum, t.d. við Búrfell, Sigöldu, Vatnsfell og Hrauneyjar og úrvinnslu og skýrslugerð sem af því leiddi. En sl. þrjú ár hef ég starfað meira við jarðfræðikortlagningu. Vinnustaður minn yfir sumartímann er ofan byggða í Landssveit og Þjórsárdal en sunnan jökla. Ég hef mest lagt mig eftir kortlagningu á hraunum, sem urmull er af á þessu svæði. Vissirðu að þú getur farið frá suðurströndinni, t.d. Stokkseyri og inn að Hágöngum við vestanverðan Vatna- jökul, án þess nokkurn tíma að fara út af hrauni? Syðsti hluti þessarar miklu hraunabreiðu er best þekktur og gengur undir samheitinu Tungnárhraun. Mörg þeirra hafa náð mjög mikilli útbreiðslu, og það má rekja þau frá suð- urströndinni að Hófsvaði við Tungnaá við Svartakrók. Þar hverfa þau undir yngri gosmyndanir. Hraunin eru 10 talsins og hafa verið tiltölulega vel rannsökuð, enda eru 3 stærstu virkjanir okkar, við Sigöldu, Hrauneyjar og Búrfell, byggðar að hluta til á þeim. Fyrsta verk mitt sem jarðfræðinemi var að rannsaka borkjarna úr hraununum og ég hef haldið tryggð við þau síðan. Ég skrifaði skýrslu um þau, sem Orkustofnun gaf út árið 1977. Þar er safnað saman þeim upplýsingum sem til voru um þau, en þeirra hefur aðallega verið aflað i sambandi við virkjanarannsóknir. — Þetta er þykk skýrsla og í hávegum höfð veit ég. Varstu að gera grein fyrir einhverju sérstöku, sem ekki var vitað áður? — Nei, eiginlega ekki, Svo til allar upplýsingar sem þar er að finna höfðu áður komið fram, en í fjölmörgum skýrslum, eitt atriði hér, annað þar. Þarna var þeim öllum safnað á einn stað og reynt að gefa heildarmynd. Ég þarf varla að taka það fram að þessi skýrsla er um margt orðin úrelt og þyrfti að skrifa nýja. Margvísleg viðbótarvitneskja hefur fengist um hraunin á sl. 5 árum við áframhaldandi rannsóknir, sem gerir myndina skýrari og nákvæmari. — Hvað ertu að gera núna? — Að beiðni Landsvirkjunar er ég ásamt fleiri jarð- fræðingum að vinna að heildaryfirliti yfir jarðfræði og vatnafar á vatnasviði Þjórsár ofan Búrfells. Starfið er m.a. að fella saman rannsóknir frá virkjanastöðunum, líkt og áður var gert með Tungnárhraunin, ásamt nauðsynlegum Þjórsár-Tungnársvæðið. ,,Það má kalla þetta sveitina mína. Ég fer þangað er snjóa leysir leggstað“: Tungná austan Veiðivatna. . og hverf heim þegar vetur Heima er bezt 117

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.