Heima er bezt - 01.04.1983, Side 33

Heima er bezt - 01.04.1983, Side 33
Sambýlið á Jöðrum? Stekkum 7. apríl 1983 Kæra Heima er bezt! Eg þakka allt fróðlegt og skemmtilegt efni sem blaðið flytur. Nú langar mig að biðja um hjálp. Svo er mál með vexti að í æsku lærði ég byrjun á kvæði og nú vantar mig að vita meira. Kvæðið heitir ef ég man rétt, „Sambýlið á Jöðrum“. Fyrsta vísa kvæðisinsersvona: I kargaþýfinu kofi stóð. Þeir kölluðu hreysið bæinn, sem langa-langafi Högna hlóð, og hissa var á þvígjörvöll þjóð að datthann ei einhvern daginn Ég kann að mestu fjögur fyrstu erindin. Svo var það kvæði sem Asta Herbjörnsdóttir í Breiðdal veitti upplýsingar um á bls. 69 í febrúarblaðinu. Fyrsta erindið lærði ég á annan veg, eða þannig: — Tvær myndir ... Framhald af bls. 110 því að eyddir skógar yxu að nýju, er nýskógur sá, sem vaxið hefir á barmi Garðsárgils og í Vaglaskógi á Þelamörk, jafnskjótt og þau svæði voru friðuð. En þó að land hafi ekki blásið má hvarvetna sjá merki þess að gróður ofbeitts lands er lakari en efni standa til, þar sem plönturnar njóta friðunar. Vöxtur þeirra er minni og rótakerfi miklu umfangsminna og um leið fær það ekki aflað þeirrar næringar, sem plöntunni er þörf. Sauðféð og annar búpeningur velja úr þær tegundir sem því þykja lostætastar, og hverfa þær brátt úr gróðurbreiðunni að mestu leyti, en um leið er beitilandið orðið rýrara, ávöxtur þess minni, og afurðir fjárins lakari. Að því ógleymdu, að lamaður gróður með litlu rótakerfi, fær illa varist upp- blæstrinum, þegar vindarnir herja. Mörgum, sem til Hornstranda koma miklast að sjá hina miklu grósku, sem þar er hvarvetna síðan byggðin eyddist og ágangi búfjár létti þar. En þess er engin þörf að leggja byggð í eyði til að vér fáum betri beitilönd en nú er, bæði afkastameiri og auðugri að hinum nytsömustu beitar- plöntum. Allur galdurinn er að nytja þau með þeim hætti að getu þeirra og gróðri sé ekki ofboðið. Vér eigum enn mikinn auð í afréttum og úthögum, og það væri fásinna að láta hann ónotaðan. Nákvæmlega jafnmikill og þær stað- hæfingar að leggja allan búskap niður í landinu. En vér verðum að forðast rányrkju. Fjölda beitarfénaðar verður að stilla í hóf, eftir þoli landsins. En til þess að svo megi verða, þarf fullkomna friðun landsins um skeið, meðan það er að ná sinni fyrri frjósemi. Síðan verður að hólfa beiti- löndin og nýta þau skipulagsbundið, þannig, að ætíð séu nokkur svæði hvíld, og þess gætt, að hinum sé ekki ofboðið. Með þeim aðgerðum einum mætti fá meiri afurðir af færra fé en nú er, og er ljóst hvílíkar hagsbætur væru að því. En samtímis þessu ber að vinna af kappi að skógrækt og landgræðslu, en með því einu móti fáum vér forðað fram- haldandi landeyðingu og grætt að nýju gömlu sárin. Og víst er um það, ef vér höfum í huga það sem nú hefir verið rætt um og fylgjum því, mun samtíð vor skila betra landi til framtíðarinnar. St. Std. Þegar sólin á vormorgni heillandi hlær, afhúmsvefni vaknað er engi og bær. Þá ég held upp tilfjalla í hressandi blæ og horfi yfir landið og lognsléttan sœ. Ekki man ég hver söng, ég hef leitað í gömlum danslaga- textum, en ekki fundið. Kær kveðja, Anna Valdimarsdóttir, Stekkum, Sandvíkurheppi, Arnessýslu. Svar: Sambýlið á Jöðrum er eftir Jakob Thorarensen og fyrst prentað í ljóðabók hans Snæljós. — St. Std. Leiðrétting og upplýsingar Steindór Steindórsson frá Hlöðum og Þórður Tómasson, safn- vörður að Skógum undir Eyjafjöllum, telja báðir óyggjandi að sr. Matthías Jochumsson hafi átt við Albert Thorvaldsen, mynd- höggvara í bréfi sínu til Einars Jónssonar, (sjá bls. 88, 11. línu að ofan, athugasemd 4). Þórður hefur ennfremur upplýst að kvæðið sem Klara spyr um á bls. 104 sé eftir Álf Magnússon. Sama sinnis er Sigríður Eyjólfsdóttir, Ásbyrgi, Borgarfirði, sem hefur meira að segja sent okkur langan kafla úr kvæðinu og mun hann birtast í næsta blaði. Hannes Sigurðsson á Akureyri telur jafnvel að þetta sé úr kvæðinu „Komdu og skoðaðu í kistuna mína“, sem sé mun lengra en almenningur álíti. Gott væri ef lesendur létu heyra í sér um það efni. ÓHT. Heima erbezt 141

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.