Heima er bezt - 01.04.1983, Qupperneq 10
viðbótarrannsóknum. Eg á von á því að þetta starf verði
arðbært á þann hátt, að það auki rekstraröryggi þeirra
virkjana, sem þegar hafa verið reistar og tryggi að hag-
kvæmustu leiðir verði valdar í þeim framkvæmdum sem
verður ráðist í framvegis.
Skilningur manna vex á því ár frá ári, hversu almennar
náttúrufarsrannsóknir eru mikilvægur liður í virkjanaund-
irbúningi og að rannsóknir þurfa að ná til stórra svæða,
helst alls vatnasviðs virkjananna. Nú er ekki lengur talið
nægjanlegt að rannsaka aðeins virkjanastaðinn sjálfan.
Nú vilja menn vita meira um svæði sem heild. Þetta er
ekki hvað síst nauðsynlegt þegar svæði eins og Þjórsár-
Tungnársvæðið á í hlut, sem er svo nátengt eystra gosbelt-
inu.
— Eru þetta þínir heimahagar núorðið?
— Ja, það má kalla þetta sveitina mína. Ég fer þangað er
snjóa leysir og klaki fer úr jörð og er þar meira og minna allt
sumarið og hverf heim þegar vetur leggst að. Ég hef verið
þarna í öllum veðrum og við hinar margvíslegustu að-
stæður og alltaf liðið vel.
— Rœðið þið „útilegumenn nútímans“, eins og jarðfrœð-
ingar og vísindamenn, nokkurn tíma um eignarrétt eða af-
notarétt á Þjórsársvœðinu eða hálendinu og afréttum yfir-
leitt?
— Ekki get ég sagt að ég verði vör við það, en hvað
varðar landnytjar eins og sauðfjárbeit, þá sárnar mér
óskaplega að sjá hvað menn eru óprúttnir í viðskiptum
sínum við þær fáu og viðkvæmu gróðurvinjar sem fyrir-
finnast á Tungnáröræfum. Gróður á mjög erfitt uppdráttar
einkum vegna sandfoks og vegna þess hve þurr og gljúpur
sandurinn er.
Einu staðirnir sem beitandi er á eru Þóristungur og
Blautukvíslarbotnar, en síðan Tungná var brúuð hefur
verið ekið með heilu bílfarmana af sauðfé í Veiðivötn. Og
við Hvanná fyrir norðan Þórisvatn þar sem nokkrir linda-
lækir falla undan hraunum og raki er í jörð, sem nægir til að
smá gróðurteygingar myndast í annars örfoka og gróður-
vana landi, hef ég undanfarin sumur séð ær á beit og
,, . . . víð Hvanná fyrir norðan Þórisvatn þar sem nokkrir
lindalœkir falla undan hraunum og raki er í jörð, sem nœgir
til að smá gróðurteygingar myndast í annars örfoka og
gróðurvana landi, hef ég undanfarin sumur séð ær á beit og
hvönnin sem áin dregur nafn sitt afer á hröðu undanhaldi. “
hvönnin sem áin dregur nafn sitt af er á hröðu undanhaldi.
— Hverjar eru þínar helstu sjálfstæðu uppgötvanir?
— Þær eru nú á svo þröngu sviði og nánast einkamál,
segir Elsa og hlær. Það er helst um það að segja að ég hef
fundið nokkur hraun og aldursákvarðað þau með því að
kanna afstöðu þeirra til þekktra gjóskulaga. Annars hef ég
lítillega lagt fram minn skerf til þess að unnt sé að skilja
betur eldvirknisögu eystra gosbeltisins.
Á veggnum fyrir aftan Elsu á skrifstofu hennar eru ýmis
konar myndir og áletranir. Margar myndir teiknaðar af
börnum, einnig póstkort og ljósmyndir. Mér verður star-
sýnt á gulan miða.
-— Hvað er þetta?
— Þetta er fylgiskjal með „orðu“, sem ég fékk frá
Tófuvinafélaginu. Ég er einlægur tófuvinur. Hún er ein af
frumbyggjum landsins. Á okkar tímum vofir útrýmingar-
hætta yfir fjölmörgum tegundum villtra dýra og jurta. Það
er hræðilegt, hvernig athafnir okkar mannanna raska
jafnvægi náttúrunnar. Ég er eins stemmd gagnvart hvöl-
unum og tófunni. Ég styð hvalveiðibannið.
— Safnarðu steinum?
— Ég safna ekki skrautsteinum, en ég safna sýnum af
því sem ég er að rannsaka, aðallega úr hraunum og
gjóskulögum. Þau geta svosem verið býsna skrautleg og
falleg.
Elsa snýr sér að krukkusafni á borðinu við hliðina á
henni.
— Hér í þessum krukkum eru sýni af nokkrum gjósku-
lögum, sem fallið hafa á landið á síðastliðnum 10 þúsund
árum. Þau skipta hundruðum og hér eru nokkur þau helstu
sem að mestu gagni komu við aldursákvarðanir á hraun-
unum sem ég er að fást við.
— Um hvað ertu að hugsa þegar þú horfir á landslagið í
kringum þig á ferðalögum?
— Ég er alltaf, hvar sem ég fer, að hugsa um það sem er
hulið, það sem býr undir, forsöguna. Ég er sífellt að spá í
landið, það sem var, er og verður og njóta áhrifanna frá
landinu. Landslag er eins og fólk. Það hefur misjafnan
persónuleika og manni líður misvel í návist þess.
— Hefurþú verið virk ífélagsmálum?
— Þau hafa verið þriðji póllinn í lífi mínu fyrir utan
heimilið og starfið. Meðan ég var heimavinnandi flæktist
ég inn í ýmislegt, en eftir að ég fór að vinna fulla vinnu
hefur dregið mjög úr því. Um þessar mundir starfa ég
aðallega í alþjóðlegum kvennasamtökum, sem nefnast
Soroptimistar. Þar hef ég kynnst mjög heilbrigðu og
þroskandi félagsstarfi í klúbbformi. Ég starfa í Soropti-
mistaklúbbi Kópavogs. Við höfum starfað að málefnum
aldraðra.
Ég kynntist kjörum aldraðra og sjúkra talsvert náið árin
sem mamma var veik og komst að því eins og fleiri, að þau
voru ekki í neinu samræmi við velferðarþjóðfélagið sem við
teljum okkur búa í. Við klúbbsysturnar áttum frumkvæði
að því að boða til fundar um þetta málefni í Kópavogi 1978
og voru það upptök þess að 9 félög og klúbbar í Kópavogi
stofnuðu samtök um að byggja Hjúkrunarheimili aldraðra
í Kópavogi. Þetta hefur verið sannkallað félagslegt ævintýri
118 Heima er bezt