Heima er bezt - 01.04.1983, Síða 6

Heima er bezt - 01.04.1983, Síða 6
,,Ég mótaðist mikið af afa og ömmu í Fagurhóli" Til vinstri: Kristín Þórðardóttir og Björn Einarsson, Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Ljósmyndari S. Guðnason, Eskifirði. Vilborg Árnadóttir og Guðmundur Gunnarsson. Ljósmyndari ókunnur. — Þú ert þarna í alveg öruggu umhverfi eins og það er kallað núna? — Það er satt. Þau voru afskaplega örugg og góð árin mín í Fagurhól. Ég vil kalla þau kjölfestu lífs míns. Svo kom ég til Reykjavíkur 1944, í stríðslokin. Það voru geysileg viðbrigði að koma á mölina og hefja nám í framhaldsskóla. — Hvaða skóla fórstu í? — Ég fór í Kvennaskólann og var þar í þrjú ár. Við vorum síðan þrjár, sem tókum fyrstar landspróf úr Kvennaskólanum. Auk mín voru það Guðrún Jónsdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík og Svandis Jónsdóttir leikkona, sem býr í London. Við fórum svo allar í Menntaskólann í Reykjavík og tókum þar stúdentspróf 1953. — En Elsa, ekki er þetta það sem manni dytti fyrst í hug. Móðir þín er nú sennilega ekki nein efnakona á þessum árum... — Aldrei var hún efnuð, hvorki þá né síðar. — ... enþú ferð í Kvennaskólann, sem var nú frekar fyrir heldri manna dœtur eða hvað? — Já, það bar nú öðruvísi að en algengast var. Móður- systir mín, Katrín, hafði tekið að sér húsvarðarstarf í Kvennaskólanum og þar héldu hún og mamma heimili saman. Þær voru báðar einstæðar mæður. Svo veiktist Katrín af lömunarveiki og varð frá að hverfa, en mamma bætti á sig húsvarðarstarfinu með fullri vinnu á sauma- stofunni til þess að hafa samastað fyrir okkur. Við bjuggum í einu herbergi uppi í risi og gamla heimavistareldhúsinu niðri í kjallara og voru tvær hæðir á milli. Þar voru skóla- stofurnar. Við hjálpuðumst að og þegar skólanum lauk fór ég að skúra skólastofurnar sem ég sat í sem nemandi á daginn. Við bjuggum í Kvennaskólanum í 8 ár eða þar til ég hafði lokið stúdentsprófi. Mömmu langaði til að læra þegar hún var ung, en átti þess engan kost. Hún skildi vel náms- löngun mína og lagði á sig allt þetta erfiði mín vegna. Hún var heilsuhraust fram eftir ævi og dugleg og kraftmikil. en andstreymi lífsins gekk nærri henni og hún lést árið 1975 á 72. aldursári eftir erfið og langvinn veikindi. — Attirðu frœndfólk í Reykjavík á uppvaxtarárum þín- um? — Já, og það var fátækt fólk eins og við, enda var það svo um allan fjölda fólks á þessum árum. — Nú er það svo, Elsa, að oft hefur verið rœtt um, að þeir menntamenn sem ekki eiga frœndsemistengsl eða hags- munatengsl við embœttisfólk, valdafólk eða annað mennta- fólk eigi erfiðara uppdráttar þegar þeir eru að hasla sér völl. Þegar þar við bœtist að þú ert kona, er freistandi að spyrja, hvort þú átt við mótlœti af þessu tagi að etja? — Það er áreiðanlega eitthvað til í þessu sem þú nefnir um kosti þess að eiga máttarstólpa í þjóðfélaginu að, en ég er ekki viss um að það hefði orðið mér svo mjög til fram- dráttar. Sennilega hefðu slíkir áhrifamenn viljað stjórna lífi mínu um leið og þeir liðsinntu mér og það hefði ég þolað illa, því að ég hafði ekki áhuga á hefðbundnum leiðum. Það fór nú svo að áhugamál mín leiddu mig óvart inn í dæmigert „karlastarf“. Ég hef fundið fyrir ýmsum for- 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.