Heima er bezt - 01.09.1983, Blaðsíða 37
Umsagnir um bækur
Móðurminningin
hugstæðust
Torfi Þorsteinsson, Haga:
LÍFSMÖRK í SPORI.
Akureyri 1982, Skjaldborg.
Höfundur er landsmönnum að góðu
kunnur af mörgum útvarpsþáttum, og
ekki mun þessi bók draga úr vinsældum
hans. Hér segir hann frá æskuminningum
sínum og dregur upp hugljúfa mynd af
móður sinni, sem í senn andar frá sér
ástúð og virðingu, og lesandinn finnur
ósjálfrátt, að myndin er sönn. Þær voru
margar íslensku mæðurnar, sem áttu skil-
ið einkunnina: „Enginn kenndi mér eins
og þú“, og er þá ekki eingöngu um að
ræða hinn bóklega fróðleik, heldur miklu
fremur fordæmið í fórnfýsi og öðrum
dyggðum, sem hvern mann mega prýða.
Föður sínum og frændum ýmsum gerir
hann einnig góð skil, þótt móðurminn-
ingin sé honum hugstæðust. Þá er minnst
margra samtíðarmanna og atburða, og er
fengur að því öllu til að fylla út í myndina
af menningarsögu aldar vorrar. Nafna-
skrá fylgir bókinni, og er það til fyrir-
myndar, sem fleiri ættu að taka eftir, sem
skrifa bækur af líkum toga.
Að þekkja stafróf
þeirrar sögu ...
David John og Richard Moody:
ÞRÓUN LÍFSINS.
Rvík 1983. örn og örlygur.
Þetta er önnur bókin í flokknum „Heimur
þekkingar“, sem Bókaklúbbur Arnar og
Örlygs gefur út. Eru bækur þær með sama
sniði, prýddar fjölda mynda, bæði lit-
mynda og svarthvítar, og neðanmáls á
hverri síðu er orðasafn, þar sem gerð er
grein einstakra orða, hugtaka, manna sem
við málið koma og annars, sem ekki
verður fellt inn í megintextann en er
nauðsynlegt til skýringar honum og fyll-
ingar. Verða neðanmálsgreinarnar eins-
konar alfræðaorðabók, nauðsynleg til að
njóta textans til fulls og auk þess almenn
fróðleikssyrpa. Eins og nafnið bendir til
fjallar bók þessi um þróun lífsins á jörð
vorri allt frá þeim tíma, er fyrstu lífver-
urnar, sem minjar hafa fundist um, urðu
til fyrir meira en 3.000 milljónum ára til
nútímans. Um leið er getið helstu tilgátna
um upphaf lífsins á jörðunni. Þessi saga er
allt í senn menntandi, stórbrotin og heill-
andi. Það hlýtur að vera undarlega gerður
maður, sem hrífst ekki af því að lesa um
hvernig lífverumar þróast stig af stigi,
stöðugt til meiri fjölbreytni og fuilkomn-
unar. Það er stærsta æfintýri jarðar vorrar
og einnig hið fegursta. Og að þekkja staf-
róf þeirrar sögu hlýtur að verða eitt helsta
einkenni menntaðs manns. Bókin er í
tveimur meginþáttum, annars vegar er
rakin þróun plantna og dýra, þar sem lýst
er þeim breytingum, sem orðið hafa í
aldanna rás, en í því sambandi eru raktar
helstu kenningar um þróunina, og hvemig
hún mátti verða og verður, og þá einkum
talin verk þeirra Darwins og Mendels, og
arftaka þeirra og lærisveina í vísindunum,
jafnframt því, sem rakin eru meginatriði
erfðafræðinnar. Er það harla fróðlegt og
skemmtilegt um leið að fylgjast með,
hvemig breytingarnar hafa orðið og ný
form komið fram um leið og hinar fyrri
tegundir hverfa í skuggann. Er þetta allt
sagt bæði í máli og myndum, og skal hér
tekið fram, að síst af öllu mega menn
hlaupa yfir myndirnar, ef þeir vilja hafa
full not bókarinnar. Síðari hlutinn, er
nefnist Aldahvörf í lífrflcjunum, segir frá
lífríkjunum, þ.e. ríkjum plantna og dýra
sem heilda, og hvemig þau hafa tekið
breytingum á liðnum jarðöldum og tíma-
bilum, sem hvert um sig hefir einkennst af
sérstökum formum sem mörg hafa síðan
horfið úr sögunni um leið og nýtt ríki reis
á legg. Við lestur þessa hluta er nauðsyn
að hafa fyrri hlutann sífellt í huga. Mjög
fátt hefir verið ritað um þessi efni á is-
lensku, og það svo mjög, að nærri lætur að
þorri manna trúi þeim áróðri að þróunin
sé eitthvert hugsmíði, sem ekkert eigi skylt
við veruleikann, og í raun réttri hrein
villutrú. Bók þessi er því hin þarfasta til að
ryðja brott fordómum og opna mönnum
sýn inn í heim raunvísindanna á þessu
sviði. Og hvað fær í senn vakið meiri for-
vitni og aðdáun á dásemd lífsins, en saga
þess frá upphafi. Annað mál er svo, að
þetta efni er svo víðfeðmt, að lesandanum
hlýtur oft að þykja of fljótt yfir sögu farið,
og lesturinn af því örðugri. I stuttu máli
sagt er þetta stórfróðleg bók og mennt-
andi, og í sjálfu sér meira spennandi en
nokkur skáldsaga. Þýðandinn er Ólafur
Halldórsson, hefir honum vel tekist að
koma torveldu efni í íslenskan búning,
þótt vitanlega mætti eitthvað sejja út á, ef
farið væri í sparðatíning.
Fyrir útlendinga
og leiðsögumenn
Áskell Löve:
FLORA OF ICELAND.
Rvík 1983. Almenna bókafélagið.
Oft hefi ég á liðnum árum verið spurður
um, hvort ekki væri fáanleg íslensk flóra á
erlendu máli. Hafa spyrjendur verið
ferðamenn, sem áhuga hafa haft á plönt-
um og gróðri. Svar mitt hefir hlotið að
vera neitandi, því að eina bókin í því efni,
flóra þeirra Dananna Gröntveds og
Ostenfelds er löngu uppseld, og ætíð tor-
fengin hér heima. Nú hafa Áskell Löve og
Almenna bókafélagið bætt úr þessu með
því að Áskell hefir snarað sinni íslensku
ferðaflóru á enska tungu. Er þýðingin að
litlu breytt frá íslensku frumútgáfunni.
Lýsingar og greiningarlyklar hinir sömu
og einnig myndir Dagny Tande Lid. En
myndirnar létta byrjendum mjög notkun
bókarinnar, ef þeim skyldi reynast les-
málið of erfitt. Eins og höfundur segir í
formála er tilgangur bókarinnar bæði vís-
indalegur og fræðandi. Vísindamaður
hefir hennar full not, og áhugamaðurinn
um þessi fræði fær einnig svalað forvitni
sinni, en þeir eru oft margir í hópi ferða-
langa þeirra, sem hingað koma. Og ekki
síst kemur hún sér vel fyrir leiðsögumenn,
sem oft verða að svara spurningum um
gróður og grasafræði. Frágangur er hinn
sami og á íslensku útgáfunni, snotur og
íburðarlaus.
Töfralönd hins
hrakyrta Hamsuns
Knut Hamsun:
AÐ HAUSTNÓTTUM.
Rvík 1983. Almenna bókafélagið.
Nýlega kom þessi gamla saga Hamsuns út
í Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins, og
Heima er bezl 305