Heima er bezt - 01.09.1983, Side 10
stöðva sem Jón smíðar. Jón fer ekki dult með aðdáun sína á
Birni sem verkmanni og hugvitsmanni, enda er hann sonur
smíðakennarans góða á Laugum, Þórhalls Björnssonar,
sem kenndi þar í áratugi og ól upp hagleiksmenn.
„Þótt við viljum ekki vera á naflastreng samveitnanna
ætlum við ekki að keppa við RARIK eða aðra raforkuselj-
endur, en það er grátlegt að sjá, ef ekki er virkjað þar sem
það liggur beint við“, segir Jón, „ég forðast samt að hvetja
menn, þeir eiga að vera sjálfráðir og eru fullfærir um að
átta sig á möguleikunum, þegar ég hef bent á þá. Ég veiti
þeim hinsvegar alla tæknilega ráðgjöf, ef þeir sækjast eftir
henni. Síðan sjáum við Björn oft um viðhald þessara tækja
þegar fram í sækir.“
Almennt eru 20 kW nægileg orka fyrir venjuleg sveita-
býli, mest raforkan fer í súgþurrkunina. En margir hafa
ráðist í stærri virkjanir i samráði við Jón, t.d. má nefna
virkjunina að Fossvöllum á Jökuldal, sem komst í fréttir á
sínum tíma, 45 kW að stærð. Hún var sett upp 1969. Þar
hafði ekki verið rafmagn af nokkru tagi áður, heldur notast
við kerti, gas, kol og koks til ljósa og eldunar. Segir Jón það
vera mestu breytingu sem hann hafi orðið vitni að í einu
vetfangi, þegar fólkið þar fékk rafmagnið sitt. Það vakti
líka talsverða athygli þegar Jón Sigurgeirsson og Björn
Þórhallsson settu niður 50 kW stöð við Eyvindarstaði í
Sölvadal, Eyjafirði, haustið 1980.
Þeir feðgar í Árteigi smíðuðu túrbínuna fyrir Eyvindar-
staði að mestu leyti á verkstæði sínu og virkjunin stóra í
Húsafelli, stærsta vatnsvél sem hefur verið smíðuð hér-
lendis, afkastar 150—160 kW. Þess ber að geta að rafstöðin
hjá Jóni sjálfum afkastar svipaðri orku núna, en með þeim
aðveituframkvæmdum sem nú standa yfir eru möguleikar
á allt að 250 kW stöð þarna hjá þeim í Árteigi.
Enda eru engar venjulegar framkvæmdir hér á ferðinni.
Eins og fram kemur á myndunum hafa þeir feðgar látið
stóra jarðýtu ýta upp kömbum í hlíðinni og myndað stórt
uppistöðulón. Slík lón eru ekki einsdæmi, t.d. er eitt slíkt
hjá Lambeyri í Tálknafirði og annað hjá Hnjóti í Örlygs-
höfn. Lónin tryggja stöðugt vatnsmagn og hindra krapa-
rhyndun og tímabundnar reksturstafir af þeirra völdum að
vetrarlagi.
Góð dœmi um það, að hverjum
aðstæðum hentar sín túrbínugerð.
Þessi er fyrir rafstöðina í Fossi í
Arnarfirði. Túrbínan sjálf er aðeins
um 20 cm í þvermál og sést laus til
vinstri. Vatnið fer inn um leiðiskófl-
urnar en út milli skáblaðanna á
hœgri hliðinni.
Myndir: Matthías Gestsson.
AS neðan: Sigurgeir og Eiður með skófluhjólið í nýju
rafstöðina í Arteigi. Þetta eru 32 skóflur úr pressuðu
stáli, frœsaðar og síðan soðnar saman.
Uppistöðulónið í hlíðinni er um 500 m á lengd. Það á að duga Granastaðatorfunni í sólarhring, ef vatn krapar og rennsli
truflast ífyrstu snjóum eða aföðrum orsökum. íbaksýn er Skjálfandafljót og séstyfir á Lundey og til Húsavíkur.