Heima er bezt - 01.09.1983, Side 32
Magnús Árnason
MINNISBLÖÐ
UM HRAKNING
OG ILLA MEÐFERÐ
3 VESTUR-ÍSLENSKIR SKÓGARHÖGGSMENN 1911-1912
SÍÐARI
En nú kom kvíðinn því það hlaut að koma að því að upp
um okkur kæmist, hverjir amlóðar við værum í þessari iðn.
Þá kemur verkstjórinn með tvíblaðaða exi og segir okkur að
fara að kanta stærðar timbur með þessu verkfæri. En við
höfðum ekki hugmynd um hvernig við gætum gert það, og
þá komst fljótt upp að við vorum ekki þeir menn sem við
sögðum þeim þarna i Winnipeg að við værum. Verkstjór-
inn horfir á okkur og tekur blöð upp úr vasa sínum og spyr
um nöfn okkar. Já, allt stóð heima. Þetta voru blöð sem við
skrifuðum undir á skrifstofunni í Winnipeg.
„Þið eruð hér ráðnir sem númer eitt skógarhöggsmenn,
en ég sé að þið kunnið ekki neitt til þessarar vinnu. Með
öðrum orðum, — engir skógarhöggsmenn.“
Við gátum ekki annað en þagað við þessu og skammast
okkar. Hann snýr sér við og kallar í mann, stóran dreka, og
segir honum að kanta tréð. Og þá sáum við hvaða börn við
vorum hjá þessum snillingi, sem sýndist veitast þetta svo
létt að það var unun að horfa á hann vinna.
HLUTI
Svo snýr verkstjórinn sér að okkur og segir: „Þið hafið nú
séð að þið eruð engir skógarhöggsmenn, en samt góðir
verkmenn, og ég hef annað verk fyrir ykkur að gera og það
breytir ekki kaupi ykkar.“ Þetta þótti okkur býsna gott að
heyra. Bræðurna setti hann í brúarsmíðið, en mér fékk
hann hesta til að draga timbrið út úr skóginum.
„Nú verður þú að tala ensku við hestana, og passa sjálfan
þig að verða ekki fyrir þeim trjám sem þeir mölva þegar
þeir ryðjast út úr skóginum.“ Það voru engar línur, bara
tangir sem voru kræktar á timbrið. Þetta voru eflings
skepnur, höfðu mannsvit og gerðu strax það sem þeim var
sagt að gjöra.
Ég hafði aldrei keyrt svona stóra hesta og var hálf
smeykur við þá. Ég sagði þó ekki neitt, en hugsaði að ég
skyldi verða vinur þeirra og reyna að skilja þá, því þeir
kunnu verkið ef þeir voru rétt höndlaðir. Og þvílík heljar-
tök! Allt ruddust þeir í gegnum með þessi stóru tré á eftir
sér, og þá var nú betra að vera ekki fyrir þeim.
300 Heima er bezt