Heima er bezt - 01.09.1983, Page 12

Heima er bezt - 01.09.1983, Page 12
varð rafvirki 1980 og hefur reist sér íbúðarhús á jörðinni. Hann tekur nú fullan þátt í starfsemi föður síns og er mjög áhugasamur um frekari framkvæmdir. Og yngsti sonurinn Arngrímur hyggst stunda járnsmíðanám, enda leikur allt slíkt í höndum hans eins og annarra á þessum bæ. Þeir bræður hafa líka starfað að stórfelldum jarðabótum með samveitum uppi í hlíðunum, lóngerð og síðast en ekki síst sprengingum og vatnslögnum úr gljúfrinu sem glöggt sést á myndunum. Jón við rennibekkinn sinn stóra á verkstœðinu. Hv verjar eru trúarskoðanir Jóns Sig- urgeirssonár? „Ég held að ég hafi nú verið trúlaus hérna áður fyrr“, segir hann, núna læt ég þetta liggja milli hluta. Ég er nokkuð kirkjurækinn, en bíð bara og sé til hvað tekur við, þegar þar að kemur. Ég hef ekki „séð yfir um“, sem kallað er, þótt ég hafi misst meðvitund vegna veikinda og lent i því ástandi sem margir telja nánd dauðans. En það er hinsvegar ekki hending, að ég verð var við hugsanaflutn- ing. Hann er örugglega staðreynd". Það er aldimmt að kvöldi þegar ég kveð í Árteigi. íbúðarhúsin 5 eru upplýst og sterk útiljós víðs vegar gefa Granastaðatorfunni dálítinn borgarsvip. Inni er allt fullt af rafmagnstækjum til heimilishalds og atvinnurekstrar. Gnýrinn í súgþurrkuninni er eins og bergmál þess krafts sem í hlíðunum býr. Ég hrífst af allri þessari birtu, þessum yl og þessum krafti sem andagift eins manns hefur áorkað. Ævistarf hans blasir betur við en flestra annarra manna.# Kristbjörg og Haukur með Hildi og Val. Kristín og Sigurgeir, foreldrar Jóns. Karitas og Eiður, foreldrar Hildar. 280 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.