Heima er bezt - 01.12.1986, Blaðsíða 33
koma Lofti gamla inn hjá þér,“ áréttaði Björn og leitaði
lags, til að fá Bjössa að ræða um Þorbjörn.
„O, sveit því!“ Og hélt síðan áfram eftir nokkra þögn:
„En kerlingarbjálfinn gleypti agnið. Hún vildi endilega
þóknast Hvammsbóndanum, því það er eins og guð tali
þegar Þorbjörn segir eitthvað, eða þið þessir stóru.“
„Þú segir nokkuð, nafni minn,“ sagði Björn og bætti
síðan við: „Sitt sýnist hverjum.“
„Ojá, og ekki alltaf til heilla," ansaði Bjössi.
Björn sá að óhætt var að ýta meira undir Bjössa til þess
að fá hann til að tala út og segja það sem hann var að leita
eftir, hvað satt væri í því, sem hann hafði heyrt eftir honum
um Þorbjörn og Sigríði konu sína, og hélt því áfram og
sagði: „Þorbjörn hefur þó oft hlaupið undir bagga með þér,
eða réttara sagt heimili þínu, þótt stundum hafi það verið
meir til að sýnast, heldur en það hefur verið í raun. Annars
hefur það ef til vill komið meira í hlut konu þinnar, einkum
í veikindum þínum.“ Björn sagði þetta meira i spurnartón,
án þess þó að láta bera á því, að hann beið óþreyjufullur
eftir svari.
„Svei því,“ sagði Bjössi, um leið og hann spýtti út úr sér
tóbaksleginum. „Afskiptasemina vantar ekki eða að hann
þykist vita öllum betur um hlutina,“ hélt Bjössi áfram og
hélt að Birni líkaði vel ef hann gerði lítið úr Þorbirni.
„Varla getur þú þó neitað þvi, að talsvert hefur þú á hans
vegum verið, eða réttara sagt Tóftaheimilið, eftir því, sem
ég hefi heyrt.“
„O, það var ekki fyrir mín orð eða gerðir,“ sagði Bjössi,
„heldur kerlingarinnar, að svo hefur verið. Hann er alltaf
eins og guð hjá henni.“
„Svo þú segir það, kunningi,“ tautaði Björn eins og við
sjálfan sig, nokkurn veginn orðinn viss um, að hann hafi
reiknað rétt, þegar hann boðaði Bjössa til sín. En er nokkuð
eigandi undir slíkri manntegund og þeirri er hann nú hafði
fyrir framan sig? Björn velti spurningunni fram og aftur i
hugskoti sínu. Hann vissi það svo sem vel sjálfur, að Þor-
björn hafði haldið þessu heimili uppi um langt bil í veik-
indum þessa fólks og hlotið traust og vinsældir fyrir, en
hann fann nú að þessi skjólstæðingur hans gat verið bitbein
þeirra beggja, og því þá ekki að nota hann gegn velgjörð-
armanni sínum? Að vísu er Bjössi ekki heimskur, hugsaði
Björn, en illkvittnina hefur hann til að bera og tvöfeldnin er
ótakmörkuð. Stórbóndinn í Skógum velti þessum hugsun-
um fyrir sér. En hvað um það. Hann ætlaði ekki að fara að
gera neitt góðverk eða miskunna sig yfir Tóftarheimilið,
sem væri allt á Þorbjörns snærum, heldur aðeins nota
Bjössa til að koma af stað óhróðri.
Björn í Skógum bar í brjósti mikla óvild til Þorbjörns í
Hvammi og til að lækka risið á honum í tiltrú sveitunganna
til hans, þá var enginn heppilegri en Bjössi, bæði vegna
þeirrar umhyggju, sem Þorbjörn hefur sýnt heimili hans og
svo hins, að Bjössi var maður auðtrúa, málugur og níð-
skældinn.
Eftir nokkrar vangaveltur og umþenkingar, segir Björn
eins og við sjálfan sig: „Jæja, nú jæja, — það er nú svo og
svo er nú það,“ snýr sér að Bjössa þar sem hann glingraði
við glasið og segir, nokkuð fast og ákveðið: „Eitt verðum
við að viðurkenna, nafni, hvað sem öllu öðru líður, að
kotið, sem þú býrð á, er ekki feitt og væri ekki á allra færi að
bjargast svo áfram á því, sem þú hefir gert til þessa með
allan þinn barnahóp.“
„Satt segir þú um það, nafni, kotið mitt er ekki stórt í
augunum á ykkur þessum ríku, en það hefur samt lánast
mér.“
„Víst er um það,“ tók Björn bóndi undir og segir: „Því
segi ég og hefi áður sagt, að mikill munur væri að rétta þeim
hjálparhönd, sem vilja bjarga sér sjálfir.“
„Vel er það mælt, nafni, og manna vísastur værir þú til
þess, ef eitthvað kæmi upp á, því svo þekki ég þig og
heimilið hér í Skógum.“
Eftir stundarumhugsun, heldur Björn áfram og segir:
„Ég hefi verið að hugsa um, ef ég gæti létt eitthvað undir
með þér, svo þú gætir betur komið fyrir þig fótunum og
verið öðrum óháður.“
„Þú ert að meina hann Þorbjörn," greip Bjössi frammí.
„Ég segi ekki meira um það,“ sagði Björn. „En það vil ég
taka fram, þó ég rétti þér hjálparhönd, þá ætlast ég ekki til
neins í staðinn og engra afskipta af þínu heimili. En svo þú
sjáir, að það er aðeins meira en orðin tóm, þá vil ég segja
þér, að hér fyrir utan túnið á ég gráa hryssu undan þeirri
brúnu, sem ég fékk frá þér um árið. Hún er nú með jörpum
hesti, sem hún kastaði stuttu eftir veðurbreytinguna í vor,
svo hann hefur dafnað nokkuð vel. Þessi mæðgin hefi ég
hugsað mér, að féllu í þinn hlut með vordögunum, en yfir
veturinn ætla ég að láta hirða um þau, þar sem þú ert ekki
vel heyjaður eins og er. Og ef þig vanhagar nú um eitthvert
lítilræði, þá getur þú, þegar þú ferð, haft með þér kornlúku
úr skemmunni, ef þig kynni að vanta útálát."
Bjössi tuggði tóbakið i ákafa og spýtti, án þess að láta sér
bregða. Björn bóndi varð órór við þögnina hjá Bjössa.
Skyldi honum hafa mistekist? Hafði hann reiknað Bjössa
skakkt? Trompið, sem hann hafði slegið út, mundi það
snúast gegn honum sjálfum?
Allt í einu, var eins og rynni af Bjössa víman. Hann reigði
sig og sagði með nokkrum þjósti:
„Ég hefði búist við öðru af þér, þótt ríkur sért, eftir að þú
settist í Skógaauðinn, að þú færir að gera grín að mér. En
það get ég sagt þér, að enginn skal geta sagt það um Bjössa
í Tóftum, að hann betli sér brauð, þó kannske sé ég ekki
mikill í augunum á ykkur, sem sitjið ofaná þeim sem þið
getið haft gott af.“
„Ég held þú misskiljir mig, nafni sæll,“ greip Björn
frammí.
„O, nei, sei, sei, nei, heldur skal ég steindrepast og allt
mitt hyski fara norður og niður en að ég fari að lifa á
sníkjum."
Björn bóndi seildist aftur fyrir sig eftir fleyg, er hann dró
nú tappann úr um leið og hann sagði: „Það var alls ekki
meiningin, að ég ætlaði að gefa þér neina ölmusu, nei, síður
en svo.“ Hann hellti í staupið hjá Bjössa og sagði: „Skál.“
Bjössi lyfti glasi sínu og tók út úr staupi sínu í einum teig,
um leið og hann sagði, ör af víninu: „Ég er ræfill og verð
alltaf ræfill.“
Björn bóndi var athugull og fylgdist vel með öllum
Heima er bezt 445