Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.12.1986, Blaðsíða 19
Garðsöspin í Fnjóskadal Árið 1914 birti Stefán Stefánsson, skólameistari grein í 25 ára afmælisriti Hins íslenzka Náttúru- fræðifélags, hét hún Öspin í Fnjóskadalnum. Skýrði hann þar frá því, að sér hefðu borist kvist- ir af smávöxnum runna, er yxi í grennd við bæ- inn Garð í Fnjóskadal. Stefán Kristjánsson, skóg- arvörður á Vöglum færði nafna sínum kvistina, en finnandinn var Páll G. Jónsson bóndi í Garði. Hann hafði fundið runnann 1905, er hann var nýfluttur í Garð. Páll hafði dvalist einn vetur í Möðruvallaskóla og fengið þá áhuga á að skoða plöntur, og fór því oft um landareign sína til þess að líta eftir gróðri að sögn Ásrúnar dóttur hans. Sá hann þegar í hendi sér, að runnar þessir voru alls ólíkir þeim, er hann hafði áður séð. Stefán skólameistari sá þegar að hér var um blæösp (Populus tremula) að ræða, að vísu allólíka espi- trjám, er hann þekkti erlendis frá. Sama var og niðurstaða Kofoed-Hansens skógræktarstjóra, en honum sýndi Stefán skógarvörður runnann samsumars. Skrifaði Kofoed-Hansen um fund þenna í danskt skógræktarrit, en ekki hefi ég séð þá ritgerð. En því var þetta gert að umtalsefni, að það var í fyrsta sinn, sem blæösp fannst á íslandi. Stefán skólameistari fór á staðinn 1913, og eftir þá heimsókn skrifaði hann greinargerð þá, er fyrr var getið. En áður en það væri eða 1912 hafði Stefán skógarvörður látið girða espilundinn að ósk Páls í Garði, sem gaf Skógrækt ríkisins spild- una. Stefán Stefánsson taldi að hinn afgirti blettur væri um 2000 m2. Segir hann öspina vaxa í all- bröttu „melhalli í belti, er sé 20 m breitt upp og ofan og um 70 m langt frá austri til vesturs nálega algróið öspinni og henni nær einvörð- ungu, voru runnarnir þéttir með köflum, og mældi ég þar á nokkrum stöðum allt að 1 m eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum Heimaerbezt 431

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.