Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.12.1986, Blaðsíða 10
íslenskrar myndlistar gerir Björn Th. Björnsson mjög gagnorða og lifandi grein fyrir myndlistarmanninum, Magnúsi Jónssyni. Þar segir hann, að um annað byggi málverk hans á expressionisku viðhorfi, „þar sem jarðar- litir skipa oft drjúgan sess og myndefnið er skynjað sem huglifun ekki síður en sjónar. Færni Magnúsar er oft undraverð, eða „sniðugheit“ hans og „klókindi“ eins og hann kallaði sjálfur. Hvort sem hann málar skýjaslæður í hjamhlíðum Snæfellsjökuls eða græna geira í skriðum Kistufells, tekst honum furðu oft það, sem hann ætlar.“ Síðan beitir Björn Th. list Magnúsar harðari gagnrýni og að sumra dómi nokkuð óvæginni. En þess ber að gæta, að listfræðingurinn gerir miklar kröfur til Magnúsar. Að hans áliti er hann annað og meira en frístundamálari eða „al- þýðumálari“. Björn segir hann fullkomið dæmi um mann, sjálflærðan í list sinni, en að öðru leyti hámenntaðan. Þótt stétt hans væri látin lönd og leið, væri nefningin „alþýðu- málari“ samt markleysa þar sem hann á í hlut. Og því segir Bjöm hug sinn á þessa leið: „Það sem á skortir er hins vegar frumleikinn; hann sér með augum venju, sem aðrir hafa skapað, stefnir að túlkun sem hann er ekki sjálfur höfundur að. Og aldrei hvarflar að honum, þrátt fyrir þrek hans og kjark, að stíga skrefi út fyrir þann hring. Ef til vill ræður hér ekki mestu um, að listin var honum ígripaverk, heldur miklu fremur hitt, að lífsviðhorf hans var bundið kerfi, sem hann unir vel við. Hví þá að slíta vébönd þess og gera uppreisn? Ríkasti þátturinn mun þó hafa verið náttúru- hrifning hans og lotning fyrir því sem vel er gert. Því gat hann, svo sem hann sjálfur segir, „setið mitt í hringiðu viðburðanna og verið að hugsa um, hvernig megi láta jökulvatn renna í sínum farvegi, eða hvernig ná megi bláma fjalls án þess eiginlega að mála hann.“ Það er með þeim hætti sem þessi fjölgáfaði umsvifamaður fellir eitt ævibrot sitt að íslenskri myndlist tímabilsins. Hvað myndi, ef hann hefði verið þar allur?“ Það er von, að Björn Th. Björnsson beri fram þá spurn- ingu. Magnús Jónsson var óvenjulega litríkur persónuleiki, áræðinn og fágætlega fjölhæfur. Á fyrri hluta þessarar aldar og nokkuð lengur kom hann víða við í íslensku þjóðlífi og sannarlega var eftir honum tekið. Magnús fæddist þann 26. nóvember 1887 í Hvammi í Norðurárdal. Foreldrar hans voru hjónin, frú Steinunn Þorsteinsdóttir og séra Jón 0. Magnússon lengst prestur á Mælifelli í Skagafirði. Frá séra Jóni er sagt í þáttum eftir Bjöm Egilsson, sem birtust á þessu ári í september- og októberheftum Heima er bezt. Þau prestshjónin í Hvammi eignuðust tvo syni og var sá eldri, Þorsteinn, þjóðkunnur rithöfundur, sem skrifaði undir skáldheitinu Þórir Bergs- son. Hann var tveimur árum eldri en Magnús. Þeir bræður ólust upp á fjölmennu menningarheimili þar sem þeim var snemma haldið til bókar. Séra Jón þótti mjög góður kenn- ari, enda tók hann að sér að búa pilta undir skóla. Segist Magnúsi svo frá í þætti, sem hann skráði um föður sinn: „í uppvextinum og raunar allt fram til stúdentsprófs lifði ég í andlegu andrúmslofti föður míns, og ég ætti því að þekkja það. Þar var hinn klassiski heimur allt umhverfis, gríska og rómverska menningin og svo sagan, ekki svo mjög Islands, heldur hin almenna saga. Skáldin voru Hómer og Virgill og Óvíd og Hóraz og svo Shakespeare og Goethe og allur sá flokkur. Þá voru íslensku skáldin, sem lauk með þeim Steingrími og Matthíasi, því að þótt Einar Benediktsson og Þorsteinn Erlingsson væru góðir, þá áttu þeir ekki sæti á sama bekk, en að flestu nýrra þótti lítið bragð. Ég fann í raun og veru fyrst, hver þessi andlega veröld var, þegar ég kom til Kaupmannahafnar veturinn eftir stúdentspróf (1907-’08) og bjó þar innan um samtímans stúdenta, svo sem Sigurð Nordal, Jón frá Kaldaðarnesi, Guðjón Baldvinsson og fleiri, og heyrði þeirra ræður. Annað eins hrun allra verðmæta og innrás nýrra skoðana hfði ég hvorki fyrr eða síðar á æfinni. ... Þegar ég kom heim frá Kaupmannahöfn vorið 1908 þótti föður mínum heldur en ekki breyting á orðin um lífsskoðun mína og viðhorf við flestu á himni og jörðu, og einkum á jörðunni, þvi að um trú mína er það sannast að segja, að hún reis ein til viðnáms gegn áhrifunum nýju. En allt hitt var meira og minna af göflum gengið.“ Þetta vor 1908, lauk Magnús cand. phil.-prófi frá Hafn- arháskóla. Og eins og hann vék að, þá hafði trú hans þó staðist innrás nýrra skoðana. Því hóf hann nám í Presta- skólanum um haustið og þann 20. júní 1911 lauk hann guðfræðiprófi þaðan með fyrstu ágætiseinkunn. Faðir hans var þá hættur prestskap fyrir sjö árum, en hafði gerst bóndi á Snæfellsnesi, fyrst á Fróðá 1 Fróðárhreppi, en síðar í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á árunum 1905 til 1911. í fórum mínum á ég vatnslitamynd vestan frá Breiða- firði, sem Magnús gerði á prestaskólaárum sínum. Hann hafði þá um nokkuð langt skeið fengist við myndlist, en ekki ennþá náð umtalsverðum árangri. Á fyrsta vetri í Latínuskólanum, er Magnús var á fimmtánda ári, hófst myndlistarferill hans. Hann var þá til húsa hjá dr. Jóni dósent Helgasyni, síðar biskupi Islands. Fékk hann þá vatnsliti í jólagjöf og var fordæmis og fyrirmynda ekki langt að leita, því Jón Helgason var mikilvirkur myndlistarmað- ur, svo sem kunnugt er, og liggur eftir hann fjöldi verka, teikninga, vatnslitamynda og olíumynda. Var Jón með af- brigðum vandvirkur og eru verk hans um fram allt ná- kvæmar heimildarmyndir um byggingar í Reykjavík og viðar hér á landi við upphaf þessarar aldar. Kvaðst Magnús 8) 422 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.