Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1986, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 02.10.1986, Blaðsíða 11
ENDIRMINMNGAR OG ÆVISÖGUR ERLINGUR DAVIÐSSON, ritstjóri: NÓI BÁTASMIÐUR Kristján Nói Kristjánsson var í daglegu tali nefndur Nói bátasmiður. Nói bátasmiður hef- ur smíðað fleytur af mörgum stærðum og gerðum, allt frá jullum og skektum, árabátum, trillum og mótorbátum, upp í 140 tonna fiski- skip. Þessir bátar og skip bera höfundi sín- um það vitni, að hann sé dverghagur smiður, og að honum sé sú gáfa gefin við smíði báta, sem hvorki verður að fullu kennd né heldur lærð, en listagyðjan ein gefur eftirlætisbörnum sínum í vöggugjöf. Erlingi Davíðssyni, rit- stjóra, hefur tekist einkar vel að skrá sögu þessa sérkennilega manns, og gerir hana Ijós- lifandi fyrir hugskotssjónum lesandans. Bók 397 HEB-verð kr. 300,00 ERLINGUR DAVÍÐSSON: MIÐILSHENDUR EINARS Á EINARSSTÖÐUM Um 30 manns segja frá reynslu sinni. Einar Jónsson helgar sig miðilsstörfum end- urgjaldslaust. Bókin um hann er verulegt framlag til dulvísinda þeirra sem fjalla um miðla og andlegar lækningar. M.a. ritar sr. Sig- urður Haukur Guðjónsson stórmerka grein um Einar og störf hans. Þessi þingeyski bóndi er orðinn þjóðsagnapersóna og í bókinni Mið- ilshendur eru nokkrar þær sögur um Einar sem gengið hafa frá manni til manns. Bók 846 HEB-verð kr. 270,00 ÁRNI JAKOBSSONfráVíðaseli: Á VÖLTUM FÓTUM Sjálfsævisaga. Þetta er sjálfsævisaga fatlaðs, fátæks alþýðu- manns, hetjusaga, sögð af karlmennskuró og yfirlætisleysi. Kjarkurinn bilaði aldrei. Bók 186 HEB-verð kr. 250,00 JÓNAS JÓNASSON frá Hofdölum: HOFDALA-JÓNAS Kristmundur Bjarnason og Hannes Pétursson bjuggu undir prentun. Sjálfsævisaga Jónasar Jónassonar frá Hof- dölum er frábærlega vel skráð, og má hiklaust telja með því besta af því tagi sem ritað hefur verið á íslenska tungu til þessa, enda fékk hún mjög góða dóma gagnrýnenda þegar hún kom út. Þetta er sérlega glæsileg bók, hátt á fimmta hundrað blaðsíður, prýdd fjölda mynda og í bókarlok er ítarleg nafnaskrá. Bókin skiptist í þrjá aðalhluta: Sjálfsævisögu, frásagnaþætti og bundið mál. Ein veglegasta bókin sem við bjóðum upp á. Bók 409 HEB-verð kr. 500,00 JÓN GÍSLI HÖGNASON: VINIR í VARPA Gísli á Læk, eins og hann er jafnan nefndur af samferðamönnum sínum, er roskinn bóndi úr Árnessýslu. I þessari gagnmerku og skemmtilegu bók rekur hann endurminningar sínar frá æsku og uppvexti á fyrstu áratugum þessarar aldar. Ljóslifandi er Iýsing hans á búskaparháttum þess tíma, samskiptum við menn og málleysingja í blíðu og stríðu. Það gneistar af minningaeldi hins greinda bónda og frásögnin öll hefur ótvírætt menningarsögu- legt gildi. Bókina prýða margar ljósmyndir og í bókarlok er ítarleg nafnaskrá. Bók 414 HEB-verð kr. 400,00 JÓN GÍSLI HÖGNASON: YSJUR OG AUSTRÆNA I Sagnaþættir mjólkurbílstjóra á Suðurlandi. Gísli skráir sagnaþætti eftir bílstjórunum sjálfum. Þeir voru meira en mjólkurflutninga- menn, þeir útréttuðu fyrir bændur og voru sannkallaðir bjargvættir. I ritverkinu er sagt frá bernskuárum Kaupfélags Árnesinga og Mjólkurbús Flóamanna. Ysjur og austræna er sérstætt framlag til sunnlenskrar sagnaritunar og fjallar um einstakt tímabil í atvinnusögu þjóðarinnar. Bók 430 HEB-verð kr. 550,00 JÓN GÍSLI HÖGNASON: YSJUR OG AUSTRÆNA II í síðara bindinu koma enn fleiri frásagnarm- enn til sögunnar og fylla myndina af þessari ,,Heimsbyltingu í Flóanum", eins og Björn Þorsteinsson sagnfræðiprófessor við Háskóla íslands kallaði tímabilið í lofsamlegum ritdómi sínum um fyrra bindið. Bók 438 HEB-verð kr. 1.100,00 JÓN GÍSLI HÖGNASON: GENGNAR LEIÐIR I Fólkið kemur sjálft til dyranna eins og það er klætt og leiftrar af minningabrotunum. Sviðið er vítt, en merkastar munu þykja frá- sagnirnar af atvinnu- og búsetuþróun á Suður- landi. Bók 433 HEB-verð kr. 630,00 JÓN GÍSLI HÖGNASON: GENGNAR LEIÐIR II Þetta er sjötta bók höfundarins, sem hefur getið sér orð fyrir viðtöl og frásagnir. I bókinni eru sagnir 7 viðmælenda. Bókin er 197 bls. með mörgum myndum og ítarlegri nafnaskrá. Bók 460 HEB-verð kr. 780,00 Bókaskrá 11

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.