Heima er bezt - 02.10.1986, Blaðsíða 12
ENDURMINNINGAR OG ÆYISÖGUR
PÁLL H. JÓNSSON:
ÚR DJÚPADAL AÐ
ARNARHÓLI
Sagan um Hallgrím Kristinsson.
Hallgrímur Kristinsson, fyrsti forstjóri Sam-
bandsins, ólst upp í fátækt í inndölum Eyja-
fjarðar, en ruddi sér braut til frægðar og frama
með einstæðum dugnaði, viljaþreki og atorku.
Um það leyti sem hann var að stofna eigið
heimili og hefja sjálfstæðan búskap, var hann
ráðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirð-
inga. Páli H. Jónssyni hefur tekist að gera
Hallgrím Kristinsson ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum lesandans. Bókin er í senn fjör-
lega skrifuð og stórfróðleg, prýdd mörgum
myndum auk nafnaskrár.
Bók 966 HEB-verð kr. 350,00
SÆMUNDUR DÚASON:
EINU SINNI VAR (I)
Sæmundur segir sögu sína frá bernsku til efri
ára á látlausan og hreinskilinn hátt.
Bók 228 HEB-verð kr. 250,00
SÆMUNDUR DÚASON:
EINU SINNI VAR (II)
I þessu öðru bindi endurminninga Sæmundar
Dúasonar breytir höfundur um svið. Hann
hefur lokið við að segja sína eigin ævisögu,
en ritar nú sérstaka sagnaþætti af ýmsum
mönnum, sem hann var samtíða.
Bók 243 HEB-verð kr. 250,00
SÆMUNDUR DÚASON:
EINU SINNI VAR (III)
I þessu bindi bregður Sæmundur upp skýrum
myndum af lífi og starfi aldamótakynslóðar-
innar.
Bók 297 HEB-verð kr. 250,00
STEFÁN JÓNSSON
á Höskuldsstöðum:
RITSAFN I
DJÚPDÆLA SAGA.
Sögufélag Skagfirðinga hefur nú byrjað útgáfu
á ritsafni hins merka fræðimanns og ættfræð-
ings Stefáns Jónssonar á Höskuldsstöðum,
sem lést árið 1980, 88 ára að aldri. Hafði hann
þá í meira en 7 áratugi stundað ritstörf og
fræðimennsku, en mjög lítið birt á prenti.
Stefán lét eftir sig fjölda frágenginna þátta um
menn og málefni í Skagafirði frá fyrri tíð.
Stærsta verk hans er Djúpdæla saga, sem nú
birtist í fyrsta bindi ritsafns hans. í Djúpdæla
sögu er bæði greint frá stórtíðindum og ýmsu
smálegu. Segir þar mest frá Eiríki Bjarnasyni
(Mera-Eiríki) og afkomendum hans, en fjöldi
manna er viðriðinn atburði sögunnar, margir
þeirra landskunnir. Bókin er 263 bls., prýdd
fjölda mynda og fylgir nafnaskrá. Kristmund-
ur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg samdi
inngangsritgerð um Stefán á Höskuldsstöðum
en útgáfuna önnuðust Hjalti Pálsson, Sölvi
Sveinsson og Pórdís Magnúsdóttir.
Bók 913 HEB-verð kr. 800,00
STEFÁN JÓNSSON, Höskuldsstöðum:
RITSAFN, II. BINDI
SAGNAÞÆTTIR.
Þetta er annað bindi í ritsafni Stefáns Jóns-
sonar fræðimanns frá Höskuldsstöðum í
Blönduhlíð. í því eru níu sjálfstæðir sagna-
þættir, og koma þar við sögu ýmsir þekktir
menn og kynlegir kvistir frá fyrri tíð. Bókin
er um 220 bls. að stærð með mörgum myndum
og nafnaskrá.
Bók 917 HEB-verð kr. 950,00
GUÐMUNDUR FRÍMANN:
ÞANNIG ER ÉG
VILJIRÐU VITA ÞAÐ
,, . . . þegar ég neitaði öllum játningum gerði
Mundi Björns sig líklegan til að fremja þennan
voðaverknað. tók mig fangbrögðum og dró
mig að einni beljunni. En heiður minn var í
húfi. Hefði nafna mínum frá Veðramóti tekist
þessi ómannúðlega aðför í Skarðsfjósinu hefði
það sennilega verið í fyrsta og eina skipti sem
upprennandi skáld á íslandi var hengt í kýr-
hala.“ Þannig er ég er saga full af gáska og
fjöri Þar segir frá m.a. leik og lærdómi, frá
öskutrogsbrúðkaupi, frá kynjakvistum og
kvæðamönnum.
Bók 973 HEB-verð kr. 250,00
BOLLI GÚSTAVSSON:
FJÖGUR SKÁLD
í FÖR MEÐ PRESTI
í þessari samtalsbók leggja saman fimm lista-
menn og þar af leiðandi verður árangurinn
góður. Prestinum, séra Bolla, hefur greinilega
tekist vel að fá skáldin til að leysa frá skjóð-
unni.
Bók 867 HF.B-verð kr. 270,00
PORMÓÐUR SVEINSSON:
MINNINGAR ÚR
GOÐDÖLUM
OG MISLEITIR ÞÆTTIR.
Þessar minningar Þormóðs eru ríkar af þjóð-
lífslýsingum, og er bókin í senn fróðleg og
skemmtileg. 277 bls.
Bók 242 HEB-verð kr. 250,00
Stefán Jónsson
Höskuldsstöðum
DJÚPDÆLA
SAGA
12 Bókaskrá