Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1986, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 02.10.1986, Blaðsíða 30
pórarinn Mio®n^r frá t PÍrhöfn Þórarinn Elís Jónsson: Minningar frá Leirhöfti Höfundur þessarar bókar réðst sem smali að stórbýlinu Leirhöfn á Sléttu árið 1915, til Helgu Sæmundsdóttur húsfreyju sem þar bjó ásamt sonum sínum. Hann ólst þar upp á þroskaárum sínum og tók miklu ástfóstri við heimilisfólkið, enda er bókin tileinkuð Helgu Sæ- mundsdóttur og sonum hennar. Höfundur rekur hér minningar sínar frá þessum árum, enda hefur honum orðið þetta tímabil ævi sinnar ógleymanlegt. Þar varð hann fyrir lífsreynslu sem gjörbreytti lífsferli hans. Fjöldi fólks kemur við sögu og frásögnin er gædd nærfærni og hlýju. Bók 968 HEB-verð kr. 780,00 Skagfirzkar æviskrár 1850-1890, IV. bindi Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum Ritsafn bindi Sögufélag Skagfirðinga vinnur nú að samningu og útgáfu á æviskrám skagfirzkra búenda frá tímabilinu 1850-1890. í þessu bindi eru 180 þættir um bændur og húsfreyjur, þar sem raktar eru ættir þeirra og getið barna. Auk þess er tal- inn æviferill, búseta, efnahagur og fjölmargar aðrar upplýsingar, eftir því sem heimildir greina. Bókin er 412 bls. með ítarlegri nafna- og heim- ildaskrá. Sagnaþættir II I þriðja bindi ritsafns Stefáns á Höskuldsstöðum birtast þrír alllangir sagnaþættir. Sögusviðið er Blönduhlíð, Austurdalur og Tungusveit. Þetta er fróðleg bók fyrir þá sem unna þjóð- legum fræðum og persónusögu. Bókin er nokkuð á þriðja hundrað blaðsíður, með nafnaskrá og prýdd fjölda mynda. Bók 920 HEB-verð kr. 1.800,00 Bók 918 HEB-verð kr. 1.200,00 Vegamót Ný ljóðabók eftir Valtý Guðmundsson á Sandi I þessari nýju ljóðabók eru 82 ljóð í hefðbundnum stíl. Bókin hefst á ljóðinu Vegamót Bók 969 HEB-verð kr. 780,00 Á vegamótum veit eg ekki lengur hvað við mun taka næsta æfidag, en tíminn áfram sína götu gengur og getur eflaust komið þessu í lag, því stefnu rétta reyni eg að taka — Þó röksemdirnar hvarfli til og frá — og neikvæð öfl samt beri allt til baka sem betri vitund reynir oss að tjá. Fylgjur hausts í förumanna klæðum feta hring um sérhvert jarðarbarn, líkt og hafi gömlum skinnaskræðum skapanornir varpað út á hjarn. Greina má þar lífsins sögu sanna í sorg og gleði yrkja þagnarljóð meðan laufblöð fjúka milli fanna föl og visin, þreytt og göngumóð. 30 Bókaskrá

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.