Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1986, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 02.10.1986, Blaðsíða 14
ENDI RMINNINGAR OG ÆYISÖGUR A. H. RASMUSSEN: SÖNGUR HAFSINS Fáir menn í Noregi - ef þá nokkrir - hafa lifað slík ævintýri sem höf. þessarar bókar, Rasmussen. Hann hefur farið mörgum sinnum umhverfis hnöttinn og búið árum saman í Kína. Pessi bók er ekki endurminningar höf- undar í venjulegri merkingu þeirra orða og heldur ekki skáldsaga, heldur blátt áfram saga um skip, sögð af skipinu sjálfu. Hún er í senn raunsæ og dramatísk og alltaf spennandi. Þannig getur sá einn skrifað, sem elskar haf og skip umfram allt annað. Þetta er því tilvalin bók handa öllum, sem unna hafinu eins og Rasmussen og hafa gaman af svaðilförum og sjóferðum. Bókin er 222 bls. og í henni er fjöldi skemmtilegra teikninga, sem Ulf Aas hefur gert. Bók 255 HEB-verð kr. 250,00 BIRGIT TENGROTH: ÉG VIL LIFA Á NÝ Hin kunna sænska leikkona og rithöfundur, Birgit Tengroth, hefur skrifað 10 skáldsögur, sem vakið hafa athygli fyrir djarfa efnismeð- ferð. Hún giftist Jens Otto Kragh fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og hjónaband þeirra, sem varð nokkuð stormasamt, var til- valið efni í óteljandi slúðursögur. Hér rekur hún endurminningar sínar frá þessu tímabili og henni hefur verið borið það á brýn í dönsk- um blöðum, að myndin sem hún dregur upp af fyrrverandi eiginmanni sínum sé heiftúðug, bókin sé einhliða varnarskjal. En bókin er tví- mælalaust glæsilega skrifuð og hrífur lesand- ann. Hún sýnir okkur að kona getur elskað mann, jafnvel þótt henni finnist hann hafa eyðilagt líf sitt. Bók 382 HEB-verð kr. 250,00 GENE FOWLER: MÁLSVARINN MIKLI Bók þessi er ævisaga Williams J. Fallons, sem var einn fyrsti lögfræðingur í Bandaríkjunum, er frægur varð fyrir það sérstaklega að verja sakamál og ef til vill frægastur þeirra allra. Sú var tíð, að ,,Fallon“ merkti það sama og „bragðarefur". En höf. bókarinnar, Gene Fowler, segir okkur aðra sögu - sögu af dreng, sem að vísu var brellinn og hrekkjalómur, en sem helst fannst það eiga fyrir sér að liggja að verða kaþólskur prestur. En Fallon var barn síns tíma, barn peningaflóðsins og lög- leysunnar eftir heimsstyrjöldina fyrri. Saga hans er glöggt dæmi þess, hvernig velgengni og glæsilegar gáfur geta orðið mönnum að falli. En fyrst og fremst er hún saga um óvenju skemmtilegan mann og því afar skemmtileg aflestrar. Agæta þýðingu gerði Skúli Bjarkan. Bók 279 HEB-verð kr. 250,00 CLARA VON TSCHUDI: SONUR NAPÓLEONS Höfundur þessarar bókar, Clara von Tschudi, hefur skrifað margar bækur, einkum ævisögur, sem þýddar hafa verið á margar tungur og not- ið mikilla vinsælda víða um heim. Þetta er saga einkasonar Napóleons hins mikla, arnar- ungans, von Bonaparteættarinnar. Allir, sem áhuga hafa á sögulegum fróðleik, ættu að lesa þessa ágætu bók, sem einnig er prýdd fjölda mynda. Bók 140 HEB-verð kr. 250,00 OCTAVE AUBRY: EUGENÍA KEISARADROTTNING Hér segir frá ævintýralegri ævi Eugeníu drottningar Napóleons III. Hrífandi frásögn. Bók 141 HEB-verð kr. 250,00 LOBSANG RAMPA: ÞRIÐJA AUGAÐ Sigvaldi Hjálmarsson þýddi. Þessi bók hefur þótt afar forvitnileg á Vestur- löndum. Hún varpar Ijósi á fjölmargt í lífshátt- um Tíbetbúa, sem löngum hafa verið hjúpaðir mikilli dul. Myndskreytt. 230 bls. Bók 259 HEB-verð kr. 250,00 PAUL-EMIL VICTOR: UPP Á LÍF OG DAUÐA Hinn heimsfrægi franski landkönnuður og rit- höfundur segir hér sanna og ævintýralega sögu. Bók 282 HEB-verð kr. 250,00 GREVILLE WYNNE: MAÐURINN FRÁ MOSKVU Hér er, í fyrsta sinn, sagt frá einhverju furðu- legasta njósnamáli, sem um getur. Hersteinn Pálsson þýddi bókina, er hefur verið metsölu- bók austan hafs og vestan. 254 bls. Bók 268 HEB-verð kr. 250,00 G. J. WHITFIELD. HÁLFA ÖLD Á HÖFUM ÚTI Ein besta sjóferðasaga frá eldri og yngri tímum. Sigurður Björgólfsson íslenskaði. Bók 144 HEB-verð kr. 200,00 ELY CULBERTSON: ENDURMINNINGAR I-II Höfundur segir frá ævintýralegum æviferli sín- um frá því að hann var að alast upp í Rúss- landi og þar til hann er sestur við spilaborðið í Ameríku. Frásögnin er spennandi. Tvö bindi í fallegu geitarskinnsbandi. Brynjólfur Sveins- son fyrrv. menntaskólakennari þýddi. 670 bls. Bók 162 HEB-verð kr. 500,00 14 Bókaskrá

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.