Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Page 3

Heima er bezt - 01.03.1988, Page 3
HEIMA ER BEZT 3. tbl. 38. árg. MARS 1988 Kr. 200 Steindór Steindórsson frá Hlöðum Þjóðminjasafnið 125 ára Leiðari 74 Bolli Gústavsson í Laufási Guð þarf á liðsauka að halda Rætt við Jón Dan rithöfund 76 Hinrik A. Þórðarson frá Utverkum Barnakennsla og kuldaskór 83 Margrét Björgvinsdóttir Kynning á kanadísku skáldkonunni, Lauru Salverson, og bók hennar Játningar landnemadóttur Sögulegar Ijósmyndir VIII Tveir torfbæir í Reykjadal 90 Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi ,,Gamla heyið“ (Bernskuminning) 91 Auðbjörg Albertsdóttir frá Neðstabæ Örnefni í dalnum og gestir í lága torfbænum 94 Einar Friðriksson frá Hafranesi Dýrasögur Síðari hluti 96 Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Eyvindarstöðum Kynlegur kvistur 99 Magnús Guðmundsson frá Reyðarfirði Af Forystu-Gránu og afkomendum hennar 101 Soffía Jóhannesdóttir Ast og undirferli Framhaldssaga 7. hluti 103 Steindór Steindórsson frá Hlöðum Bókahilla 107 Forsíðumyndin er af Jóni Dan rithöfundi. Ljósm.: Árni Sæberg. erfðafjandi íslensks gróðurlendis, hefir afhjúpað sitthvað, sem engan grunaði, og síðast en ekki síst hafa skipulegar fornleifarannsóknir síðustu ára og áratuga leitt svo margt í ljós, að það vekur bæði undrun vora og aðdáun. Má þar benda á uppgröftinn í Skál- holti og nú síðast á Bessastöðum og í Viðey. Og mun þó fjarri fara, að þar séu öll kurl komin til grafar. En það er ekki einungis moldin á höfuðbólun- um, sem geymir fornar minjar. ,,Hver einn bær á sína sögu“, sagði síra Matthías. Hvarvetna um land eru vallgrónar rústir, eða aðrar horfnar í sand bæði á byggðun bólum og eyði- býlum. Margt kynni þar að vera, sem varpað gæti nýju ljósi á sögu vora og menningu. Fornleifarannsóknir hafa fram að þessu að langmestu leyti verið undir yfirstjórn og umsjá Þjóðminjasafns, og svo verður vonandi framvegis. Því tengjast sérfræðingarnir, sem kunna með slíka hluti að fara af þeirri nær- færni og kunnáttu, sem nauðsynlegt er, og þar á að vera fullkomnasti geymslustaðurinn fyrir slíka hluti. En til þess svo megi verða þarf að hlynna betur að því og láta því meiri fjármuni í té. Þar væri æskileg samvinna ríkis og einstaklinga. Eg gat þess fyrr að í Þjóðminjasafn- inu sé geymd saga vor í munum og minjum. Því fleira, sem safnað verður því fullkomnari verður sagan, og vegna framtíðarinnar má ekki snið- ganga þá hluti, sem setja svip á störf samtiðarinnar. Margt er rætt um þjóðmenningu vora verndun hennar og viðhald. Til þess að svo megi verða þarf meira en orðin tóm, framkvæmdir verða að fylgja. Þjóðminjasafnið er ein af varð- stöðvum islenskrar þjóðmenningar við hlið fornra handrita og skráðra heim- ilda. Það er eign alþjóðar og ætti að vera óskabarn hennar um leið. Nýfengin er heim til landsins forláta kirkjuklukka, sem lengi hafði verið í útlegð. Margir munu hafa lagt fram skerf til þess hún mætti endurheimt- ast. Þar er fordæmið fengið. Ánægju- legt væri ef þetta afmælisár yrði upp- haf almenns áhuga og stuðnings við könnun og söfnun þjóðminja gamalla og nýrra, og um leið til stuðnings og styrktar afmælisbarninu 125 ára gamla. St. Std. Heima er bezt. Þjóðlegt heimilisrit. Stofnað árið 1951. Kemur út mánaðarlega. Útgefandi: Bókaforlag Odds Björnssonar. Ritstjóri: Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Ábyrgðarmaður: Geir S. Björnsson. Fulltrúi ritstjórnar: Bolli Gústavsson í Laufási. Heimilisfang: Tryggvabraut 18-20, pósthólf 558, 602 Akureyri. Sími 96-22500. Áskriftargjald kr. 1.370.00. í Ameríku USD 40.00. Verð stakra hefta kr. 200.00. Prentverk Odds Björnssonar hf. Heima er bezt 75

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.