Heima er bezt - 01.03.1988, Síða 5
Guð
Jón Dan stendur á stéttinni framan við Stóragerði 13, þegar
ég hef þrætt götuna á hægri ferð og lesið á númeraplötur.
Hann hafði fylgst með ferðum sveitamannsins þar uppi í
ásnum og gengið út fyrir til þess að auðvelda honum leit-
ina. Þarna stendur hann beinvaxinn, grannur og fíngerður
maður og lyftir hendinni brosandi. Vetrarsólin skín á hél-
aða jörð, svo stirnir á silfur. Þetta er fagur dagur á þorra og
mér kemur ósjálfrátt í huga heimsókn, sem Jón hefur lýst í
ljóði, og vona, að samtal okkar verði með öðrum hætti, en
það, sem þar er frá greint:
Vinur minn segir sérðu þetta land,
eymd þess og fátækt, það á sér engin gæði,
— engin aldin á trjánum,
ekkert sólskin á sumrin,
engar perlur í sænum,
enga góðmálma í jörð,
ekkert gull, ekkert silfur,
hvorki demant né safír,
bara auðnir og illviðrin hörð.
Vinur minn kveður, komið fast að óttu,
hvíldinni feginn sæki ég bók að lesa,
opna og fletti — heyri klið í lofti,
— heyri söngþyt í trjánum,
heyri perlurnar niða,
er sem sólskinið flæði
svo að stirnir á silfur,
leiftra safir og demant,
glóir skirasta gull.
Landið mitt góða, hérna er þitt full.
I
„Höfundur sem vekur traust“
Ég er hingað kominn til þess að ræða við skáldið um líf
þess og list. Jón Dan hefur í nær fjóra áratugi lagt sitt af
mörkum til þess að bæta á og krydda það full. sem vand-
látir lesendur kneyfa og njóta, og við nefnum bókmenntir.
Hann var þó kominn yfir fertugt, þegar fyrsta bók hans,
Þytur um nótt, kom út árið 1956, en hafði þá um alllangt
skeið glímt við bókmenntaleg viðfangsefni og náð öruggum
tökum á vandmeðförnu formi smásögunnar, svo athygli
vakti. Árið 1951 hlaut hann þriðju verðlaun í fjölmennustu
smásagnasamkeppni, sem efnt hafði verið til hér á landi. á
vegum Samvinnunnar. Árið 1955 varð hann fremstur í
Jón Dan rithöfundur
76 Heimaerbezt
þarf á
liðsauka
að halda
keppni hjá sama tímariti, og samtímis hlaut hann fyrstu
verðlaun fyrir smásögu hjá Helgafelli. Þær tvær sögur, sem
fengu fyrstu verðlaun eru Jörð í festum og Kaupverð gœf-
unnar. Þær birtust ásamt átta öðrum smásögum í fyrr-
greindri bók. Gagnrýnendum duldist ekki að fram var
kominn athyglisverður höfundur, sem mikils var af að
vænta, og m.a. ritaði Bjarni Benediktsson frá Hofteigi af
skörpum skilningi um smásögurnar í Þjóðviljann undir
fyrirsögninni „Höfundur, sem vekur traust“. Sú einkunn
hefur aldrei fallið úr gildi. Bjarni vakti athygli á því, að Jón
Dan væri ekki raunsætt skáld „í venjulegri merkingu þeirra
orða: ádeila ellegar boðskapur liggur honum fjarri, per-
sónur hans rísa ekki af þjóðfélagslegum bakgrunni — þær
eru annað hvort fullvaldar af sjálfum sér eða umkomu-
lausar fyrir innri rök. Jón Dan lætur sig meira varða
rökkvaða launstigu hjartans en lýstar breiðgötur umhverfis
og samfélags“. Þarna tel ég, að Bjarni háfi einmitt skynjað
rétt afstöðu Jóns og tilgang, sem að ýmsu leyti er í anda
heimspekingsins Baruchs Spinoza, sem hæst bar á sautj-
ándu öld, en lífsviðhorf hans hefur átt miklu fylgi að fagna
á vorum tímum. Af mörgum er hann talinn hið mikla ljós
heimspekinnar, sem komist hafi sanni næst um tilveruna.
Og hinn virti danski guðfræðingur, N.H. Soe, kemst svo að
orði, að það sæti engri furðu, þótt hámenntaðir hugsuðir
hafi getað sagt, að spinozisminn myndi verða trúarbrögð
framtíðarinnar. Spinoza leggur áherslu á fallvelti þeirra
stundlegu gæða, sem hann greinir í þrennt: nautnir, ríki-
dæmi og mannvirðingar. Hann leiðir glögg rök að því, að
maðurinn finni aldrei fullnægju í þeim, er til lengdar láti.
Oftast verða þau þeim að falli, sem hafa tök á þeim, en
alltaf þeim, sem þau fá tökin á. Að áliti Spinoza er það hin
skapandi náttúra, er kemur skipulagi á heiminn og allt, sem
í honum er, og veldur því, að allt sem fyrir kemur, er háð
ákveðnum, órjúfanlegnm lögmálum. Að skilja Guð og
öðlast þekkingu á honum, er því sama og að kynnast lögum
náttúrunnar og semja sig að þeim og jafnframt að komast
til viðurkenningar á sannleikanum og sætta sig við allt það,
sem hann kennir okkur.
Það kemur fram í minningabókum tveggja skáldbræðra
Jóns Dan, þeirra Jóns Óskars og Hannesar Sigfússonar, að
hann hafi dáð mjög heimspekinginn Spinoza og kynnt sér
verk hans af kostgæfni. Það kemur því ekki á óvart, að
hann velur fyrstu bók sinni einkunnarorð úr þeim verkum,
er þannig hljóða: ,,Anauð kalla ég vanmátt mannsins til að
stjórna tilfinningum sínum eða halda þeim í skefjum. Því sá,
sem er á valdi tUfinninga sinna, er ekki sjálfum sér ráð-
andi... “ Þetta ber þeim að hafa í huga, sem kryfja verk
þessa agaða höfundar til mergjar. Ég tel einsýnt, að það
muni þykja verðugt viðfangsefni. Og hver, sem á þess kost
að sitja með Jóni Dan og ræða við hann, kemst fljótt að
sóttur heim á þorra
Heima er bezt 77