Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Page 6

Heima er bezt - 01.03.1988, Page 6
Þetta er líkan af bernskuheimili Jóns Dan, að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Þar fæddist Jón þann 10. mars 1915. For- eldrar hans voru hjónin Jón Einarsson útvegsbóndi og Margrét Pétursdóttir. Líkanið af Brunnastöðum gerði Eggert Guðmunds- son listmálari. raun um, að þessi afstaða hans er engin tilgerð. Maðurinn er heill og agaður — hógvær og skarpskyggn. Afstaða hans til lífsins og höfundar þess kemur í ljós, þegar við höfum setið góða stund í vistlegri stofu þeirra hjóna, Halldóru Elíasdóttur og Jóns. Þá höfðum við vikið tali að síðustu skáldsögu hans, „1919 Árið eftir spönsku veikinasem út kom á liðnu ári. Fæstum mun dyljast, að sú saga er byggð á bernskureynslu Jóns á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Þar greinir frá merkilegri konu, Valgerði, sem tók að sér heimili ekkjumanns, þ.e. föður Jóns, en fimm ungir drengir eru á heimilinu, og faðirinn deyr síðan frá öllum hópnum á vordögum eftir langa vist á sjúkrahúsi. Sagan greinir fyrst og fremst frá starfi og hugarheimi Valgerðar, auk þess sem hún lýsir heimilinu og nágrönnunum. Og ég vík talinu að þessari sérstæðu konu, sem var um margt eins og trúr lærisveinn heimspekingsins hógværa, en þó óvitandi um tilvist hans. II Trúir þú á Guð? Valgerður minnist nokkrum sinnum á trúmál. Og bænir. Það gerir Einar líka. Er Valgerður strangtrúuð? Já. Hún leyfir sér ekki að biðja Guð að gera henni greiða, hvorki í smáu né stóru. Allt verður að fara að guðsvilja. „Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ Ég held að eina hjálpin sem hún getur þegið af Guði sé sú að hann gefi henni hið daglega brauð, fyrirgefi henni syndirnar og leiði hana ekki í freistni. Vegni henni vel hefur það verið guðs- vilji, um slíkt var aldrei beðið. Þetta hefur henni verið innrætt í barnæsku og út af því getur hún ekki brugðið. En þegar hún verður þess vör að Einar biður Guð að láta Jóhanni batna, þá hvetur hún hann. Hún grípur í það hálmstrá að Einar sé barn og geti þess vegna leyft sér að koma á framfæri við Guð sinn bænakvaki sem ekki sé alveg í samræmi við trúarlærdóminn. Að óska og vona, það er svo annað mál. Já. En hvað um höfundinn? Einföld spurning: Trúir þú á Guð? Einfalt svar: Já. En Guð minn er ef til vill ekki Guð þinn eða nokkurs annars manns. Hann er algóður og kannski alvitur. En ekki almáttugur. Þess vegna þarf hann á liðs- auka að halda. Að trúa á Guð, það er aðferð mín til að leggja hinu góða lið. Viltu útskýra þetta. Já. Ég held við getum verið sammála um að hið góða eigi heldur erfitt uppdráttar í heiminum. Guð er i'mynd hins góða. Hann á því í stöðugri baráttu við illskuna. Hann þarf á hjálp okkar að halda. Hann þarf fleiri liðsmenn. Sérhver maður sem reynir að auka veg hinna góðu afla og koma í veg fyrir útbreiðslu þess sem er illt, hann leggur Guði lið. Kemur þetta fram í bókum þínum? Jón Dan á yngri árum. 78 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.