Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.03.1988, Qupperneq 12
í skólahúsinu var ræðustóll. nýttur líka sem kennarapúlt. Það húsgagn notaði kennarinn lítið. Þá voru þrjú skólaborð með sætum, hvert fyrir tvo nemendur. Eitt nokkuð stórt, venjulegt borð stóð í horni. Gátu setið við það þrír og aðrir þrír staðið. Stólar fyrirfundust ekki í því húsi. Aðeins tré- bekkir tveir, langir vel. stóðu með tveim veggjum. Gátu 9 börn setið við borð. Hin röðuðu sér á bekkina, því oft mættu milli tuttugu og þrjátíu, sérstaklega þegar dag fór að lengja og veður var gott. Námsgreinar voru 8 og prófað í þeim öllum. Þær voru: Lestur. skrift, reikningur, íslenska. barnabiblía, íslands- saga, náttúrufræði og landafræði. Búinn er ég að gleyma hvemig stundaskrá vikunnar leit út. Kenndar voru fimm námsgreinar á dag. Reikningur á hverjum degi. Aðrar greinar annan hvern dag til skiptis. Lestur og skrift tilheyrði sama tíma. Börnin komu 10 ára í skóla og þá nokkuð læs. Þau, sem á annað borð gátu lært að lesa. Öll höfðu eitthvað lært að skrifa. Skrifbækur fengust með forskrift. Það var kölluð Mortens skrift, sem hana höfðu til leiðsagnar. Bömin skiptust í tvo hópa við lestur, eftir kunnáttu. Þau stirðlæsari lásu í einhverjum léttum lestrarbókum, en hin, sem betur kunnu, lásu í íslendingasögum, útgáfu Sigurðar Kristjánssonar. Þótti það mikil upphefð að vera færður frá barnabókum til fornsagna. Sumir áttu fyrst svolítið örðugt með stafsetninguna, en það lærðist fljótt. Ég held, að flestir hafi haft meira gaman af fornsögunum en öðru lesmáli. Málfræði var ekki kennd. Engin handavinna, eða íþróttir. Lítið eða ekki sungið. Ein bók, sem hét Skólaljóð, var af sumum mikið lærð. Frímínútur milli námsgreina voru 10-15 mínútur. Fóru þá börnin út, ef gott var veðurog þurrt um. Enginn var leikvöllur nema túnin, og þau lítið slétt. Ekki þótti bændum neitt gott að láta krakkana sparka þau út. Fyrir kom, að fjóshaugur var borinn á bletti, sem helst voru til leiks hafðir. Varð þá að skipta um, færa sig til. Helstu leikir úti voru risaleikir og pottleikur. Kom fyrir að hlaupið var í skarðið. Þegar útileikir þóttu ekki tiltækir vegna veðurs eða bleytu, var forstofan þrautalendingin. Þar var glímt. Bændaglíma þótti ágæt. í henni tóku flestir þátt, því allir kunnu eitthvað að glíma. Enginn hafði glímubelti. Þess lags lúxus þekktist ekki. Bara buxnatök. Margir voru í vaðmálsbuxum, sem þoldu allvel átökin. Þó kom fyrir, að eitthvað rifnaði. Þótti það alltaf heldur lakara að koma rifinn heim úr skólanum. Þegar börnin voru úti að leik, milli kennslustunda, kom kennarinn útí dyrnar og hringdi þar bjöllu í ákafa til að kalla þau í næstu kennslustund. Brugðu þau þá strax við og hljóp hver sem betur gat. Sérstaklega var alltaf mikið kapp, þegar tímar í íslensku voru framundan. Nemendur höfðu ekki nein ákveðin sæti. Svo þeir sem fljótastir urðu inn. tóku sér bestu sætin við borð. Þeir seinni urðu að liggja á hnjánum við bekkina og skrifa þar sína stíla. Sama var með skrift eftir forskrift. Svona var þetta. og það hefur víst þótt fullgott, annars hefði verið breytt til. Þegar þrjái eða stundum fjórar kennslustundir voru búnar, var matarhlé. Öll börnin höfðu með sér einhvern bita. Brauðsneið, köku með smjöri eða samloku, og borð- uðu það standandi í forstofunni. Þar var ekkert sæti. I skólastofunni voru börnin aldrei nema í kennslustundum. Skólanum lauk oftast um kl. 3, og áttu börnin eftir að ganga heim. Svo kom lestur námsbóka á kvöldin. Með desember lagðist skóli niður á Húsatóftum, og stóð svo fram til febrúar. Höfuð orsök þeirrar ráðabreytni mun verið hafa sú, að eigi þótti forsvaranleg heimanganga barna í svartasta skammdegi. Ekki lagðist þó kennsla niður með öllu þennan tíma, heldur færðist til. í Ólafsvallahverfi voru sex býli og margt barna. Þar var skóli settur niður einn mánuð. Sóttu hann börn úr hverfinu og tveim öðrum bæj- um. En húsakostur var i fátæklegra lagi. Geymsla hafði verið byggð þar útúr bæjardyrum. Var hún afþiljuð en mjó og löng. Bekkur var látinn með öðrum hliðveggnum. og langborði slegið upp fyrir framan. Á bekknum sátu börnin og höfðu borðið svo nærri sér, að þegar sest var niður. þurfti sá fyrsti að vera innstur, og fór hann þá síðastur út. því enginn kostur var á að komast framhjá vegna þrengsla. Kennarinn stóð hinum megin við borðið og átti erfitt með hreyfingar, því rýmið var lítið. Allt fór þetta fram áfalla- laust, því — þröngt mega sáttir sitja. — Annan mánuð var svo skóli í Fjalli. Aðstaða öll betri þar. Nægur húsakostur og færri nemendur. Kennsla var í þess- um stöðum báðum lík og í aðalskólanum á Húsatóftum, enda sami kennarinn og sömu námsgreinar. Minna um leiki, nema skautaferðir, þegar svell voru. En þar hagaði vel til í Ólafsvallahverfi, því grunn tjörn eða dæld var milli túnanna, sem lagði í fyrstu frostum. En flestir áttu skauta og kunnu á þá. Þeir voru heimasmíðaðir, með tré fyrir skóinn. Bundnir á fótinn með snæri eða spenntir með ól. Var það dálítið losaralegt, en þótti gott, því annað þekktist ekki. Þegar kom fram í febrúar og fór að lengja dag, hófst aftur skóli á Húsatóftum. Er leið á vetur og tíðarfar var gott, fjölgaði mjög í skólanum, sérstaklega á blíðviðrisdögum. Stundum lágu líka við á Húsatóftum, um tíma, þeir sem lengst áttu að sækja í skóla. Kennsla var sú sama og fyrr er lýst. Mest áhersla lögð á reikning. Ekki voru dæmin reikn- uð á blöðum. Til þess voru höfð steinspjöld í umgerð, sem skrifað var á með stíl úr steini, sem hét griffill. Komu þá fram ljósir stafir á dökku spjaldinu. Þegar reikningsdæmið hafði verið reiknað og sýnt kennaranum, var það þurrkað út af spjaldinu með handarjaðrinum. Hreinkaði það ekki hendina, en það var ekkert til að tala um. Síðari hluta vetrar varð meira um útiveru í frímínútum, þegar þurrt var um. en útaf því vildi bregða, þegar frostlítið var og sól skein í heiði. Allir voru á heimagerðum skinn- skóm. En það mun vera sá lélegasti skóbúnaður, sem nokkur þjóð hefur látið á fætur sér. Voru þeir oft óhrjálegir. Bæði blautir og skítugir. Á þeim var verið úti og inni, hvernig sem þeir voru verkaðir. Ekki þekktist að skipta um skó frá útiveru í kennslustund. Eitt sinn kom strákur í hnéháum gúmmístígvélum. Þau voru þá mjög sjaldséð. Hann var í þeim inni í kennslustofunni, og þótti fínt. Lík- legt er. að eitthvað af blessaðri fósturjörðinni hafi loðað við hrjúfan sólann. Framhald á bls. 93. 84 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.