Heima er bezt - 01.03.1988, Page 14
að móðirin, Borga, hafi ekki viljað yfirgefa ísland. Hún
var stolt kona, ströng og vönd að virðingu sinni. Laura
bar mikla virðingu fyrir móður sinni og mat hana mikils.
Borga hélt fast við allar íslenskar siðvenjur og mun
trúlega aldrei hafa sætt sig við neitt það sem enskt var.
Lars Goodman er aftur á móti dreginn nokkuð öðrum
dráttum. Hann var mikill bókmenntaunnandi og fékkst
lítillega við skriftir eftir að hann kom vestur til Ameríku,
en brauðstritið varð þó hlutskipti hans og lítill tími af-
lögu til að stunda ritstörf. Hann gekk heldur ekki heill til
skógar og mun heilsuleysið hafa verið honum fjötur um
fót. Rómantískur var hann og hefur því líklega verið
auðveld bráð þeim agentum sem reyndu að lokka ís-
lendinga úr fátæktinni á íslandi til Norður Ameríku á
síðari hluta aldarinnar sem leið.
Goodmanfjölskyldan fluttist fyrst til Winnipeg. Þar
beið hennar þó aðeins meiri fátækt. Lars starfaði á
verkstæði þar sem laun voru léleg, vinnudagur langur
og aðstæðurfyrir neðan allar hellur. Hann vildi ekki una
þessum lífsskilyrðum og átti fjölskyldan eftir að flytjast
frá einum stað í annan í leit að betri afkomu. Og árið
1912 hafði fjclskyldan búið víðs vegar um Bandaríkin,
m.a. í Norður Dakóta, Minnesota og Missisippi, auk
þess sem þau höfðu flutt sig um set innan Kanada. En
árið 1912 eru þau komin aftur til Winnipeg og settust þá
loksins þar að fyrir fullt og fast. Ferðalögum Salverson
var þó ekki lokið því eftir að hún giftist manni sínum
George Salverson, varð hann vegna starfs síns hjá
járnbrautinni að flytja oft milli borga. Flutningar þeirra
Salversonhjónanna voru þó af öðrum toga en þeirra
Lars og Borgu, sem voru beinlínis að berjast fyrir lífi
sínu og barna sinna.
í bókinni leiðir Salverson oft hugann að þjóðfélags-
stöðu innflytjenda í Kanada og Bandaríkjunum. Og þá
ekki einungis þeirra íslensku heldur allra innflytjenda.
Hún gerir sér Ijósa grein fyrir því að ýmsir þeirra engil-
saxnesku íbúa sem fyrir voru litu innflytjendurna horn-
auga, og þá sérstaklega þá sem ekki töluðu ensku.
Aðlögun innflytjenda að háttum og venjum íbúanna
sem fyrir voru var miserfið. Sumir vildu gerast gjald-
gengir kanadískir eða bandarískir þegnar í þjóðfélag-
inu og fórnuðu í því skyni menningu sinnar eigin þjóð-
ar. Því sjónarmiði hafnar Laura Goodman Salverson.
Kvenréttindi voru henni einnig ofarlega í huga, og
taldi hún að staða kvenna innan þjóðfélagsins væri á
margan hátt svipuð stöðu innflytjandans og rakti það í
þáðum tilvikum til hins sama — fordóma og efnis-
hyggju.
En við skulum gefa Laura Goodman Salverson orðið.
1. kafli
Fyrsti sjóndeildarhringur
Dakótasléttan var sveipuð hyldjúpu myrkri. Yfir hana
brunaði vagninn eftir götuslóðanum og hristist án afláts.
Litla stúlkubarninu sem hnipraði sig saman á gólfinu við
hné föður síns, virtist sem myrkrið og ferðin ættu sér engan
endi. Upphafsins var að leita í óslitinni ringulreið atburða,
sem höfðu splundrað því umhverfi sem hún þekkti. For-
tíðin var hulin óljósri og leyndardómsfullri mósku. Þannig
hafði þessu haldið áfram og áfram, leyndardómurinn orðið
æ dýpri og skuggarnir lengst. Allt sem hún gat séð voru
lendarnar á hestunum og töglin, sem slógust af og til í
hlífðarskerminn sem hvein í og ekkert heyrðist nema
hófaskellirnir og brakið í vagnhjólunum. Allt annað var
svart sem auðnin og hulið svo djúpri þögn að hún þorði
ekki að sofna. Allt var svo dularfullt. Þennan morgun, sem
nú virtist í órafjarlægð, hafði ríkt fullkomin ringulreið á
heimilinu. Rúmið sem foreldrar hennar sváfu í og stóð
gegnt litla bekknum hennar var nú komið í sundur, dýnur
og koddar lágu í bing á gólfinu. Eldhúsið var fullt af köss-
um. Oftast hafði hún baslað við að koma sér í litlu flíkurnar
sínar við hliðina á stórri eldavél meðan snarkaði þægilega í
eldinum og suðaði í koparkatlinum. Nú var þessi sama
eldavél auð og köld. Ungabarnið var bundið niður í svörtu
vögguna og volaði þar og vældi án þess að því væri sinnt,
því mamma mátti ekki vera að því að hugsa um neitt annað
en leirtauið, sem hún bjó um í hasti í balanum. Og pabbi,
sem var líka upptekinn, var að skrúfa fæturna undan
borðinu. Jafnvel bróðir hennar, sem annars hefði mátt trúa
til að kasta á hana skondinni kveðju, var úti í bíslaginu —
of upptekinn við að troða ullarlögðum ofan í strigapoka.
Enginn veitti henni minnstu athygli fyrr en búið var að
pakka diskunum — en þá kallaði mamma hranalega:
„Klæddu þig barn. Stattu ekki þarna eins og þvara.“
Þegar mamma talaði í þessum tón hlýddir þú orðalaust.
Hún hafði klætt sig og skömmu síðar borðað kalt egg með
fullkomnu ógeði, og drukkið úr mjólkurglasi af einskærri
hlýðni, sem var lítið betra. Egg, mjólk og bænirnar sem hún
mátti lesa á hverju kvöldi voru þrautaþrenna sem hún
komst ekki undan.
Eggin skildu eftir sig vont bragð í munninum og bæn-
irnar hræddu hana með öllum sínum óræðu vísbendingum
um eilift líf. Eitt var þó til huggunar með mjólkina. Þegar
mamma sá ekki til mátti alltaf fá köttinn til að klára úr
bollanum.
Ó, en það var verst af öllu. Blessaður grái kötturinn var
horfinn eins og allt sem hún þekkti og mátti treysta. Bara ef
Tabbý væri malandi upp við brjóst hennar, þá yrðu þögnin
og myrkrið að engu. Alltaf þegar eitthvað fór úrskeiðis í
hennar litlu veröld rakti hún sorgir sínar fyrir Tabbv og á
þann hátt sem honum einum var lagið, hafði þetta mjúka,
litla dýr létt sorgir hennar og huggað hjarta hennar.
Barnið færði sig enn nær fótum föður síns og barðist við
86 Heima er bezt