Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Síða 16

Heima er bezt - 01.03.1988, Síða 16
Þess utan virtist hegðun hinna undarlegu hjúa eðlileg. Þau komu til Dakóta með flóttamannahóp, sem þrátt fyrir andmæli Kanadastjórnar tók sig upp úr flugnagerinu í fenjunum í Manitóba sem þeim hafði áður verið úthlutað. Karlmennirnir ferðuðust fótgangandi en konur þeirra á uxavögnum og þannig fluttust þau búferlum á frjósama sléttuna handan landamæranna. Þau voru sístarfandi, plógförin lengdust ár frá ári og hvorki engisprettufaraldur, æðisgenginn stormurinn né gripdeild úlfanna höfðu dregið úr trú þeirra á landið. Það var raunar þessi ákafa trú, sem deilt var yfir léttu glasi af toddí, sem hafði sannfært minn hrifnæma föður um að næst mætti komast himnasælunni með því að stunda sauðfjárbúskap í Dakóta. Til þess að ná þessum leigusamningi við alsæluna var fórnað litlu íbúð- arhúsi og matjurtagarði sem girtur var hvítri rimlagirðingu. Það var gert á móti vilja og sannfæringu móður minnar. Á stórbýlinu bauðst aftur á móti bjálkahús, sem móðir mín taldi að ástæðulausu vera ömurlegasta húsnæði sem mannskepnunni væri bjóðandi. Einnig fylgdu ótaldar ekr- ur óræktaðrar sléttunnar sem falin var lágvöxnu kjarri. tólf kindur, ein kýr. En nú var ævintýrinu lokið. Enn einu sinni vorum við á ferðalagi, peningalaus, og höfðum ekkert annað í fartesk- inu en sængurföt, fötin okkar og fáeina húsmuni. Næsti áfangastaður var kofinn með torfþakinu, bústaður hinna gestrisnu en þó undarlegu Ericsonhjóna. Þessi heimsókn hefur greypst i huga mér sem fyrstu minningar ótengdra atburða sem í sjálfu sér voru lítilfjör- legir, en höfðu þó hver og einn varanleg og flókin áhrif á viðhorf mín og viðbrögð gagnvart lífinu síðar meir. Að ég skuli muna svo margt frá þessari heimsókn nú, næstum fjörutíu og fjórum árum síðar, er í sjálfu sér ekki svo merkilegt. Tilfinningalegt rót skilur eftir sig varanleg áhrif. Og það má nú segja að þetta hafi verið nótt grátbroslegra öfga. Eins og tveir dvergar, lotnir i herðum, biðu Ericson- hjónin okkar við opnar dyrnar og gægðust óþreyjufull út í myrkrið. Þau voru næstum búin að gefa upp alla von um að við kæmum um kvöldið og voru að halda í háttinn er þau heyrðu í hestunum. Þau glöddust eins og börn er þau sluppu við að fara í rúmið og drifu okkur inn í húsið af slíkum ákafa að við urðum feimin. Þau voru lágvaxin. dökk yfirlitum og húðin þykk sem leður. Séð með barnsaugum mínum gat ég ekki greint á þeim nokkurn mun nema hvað herra Ericson var með hárbrúsk á hökunni og klæddist víðum vaðmálsbuxum en hárbrúskurinn á frú Ericson var undir nefinu á henni og hún klæddist viðu pilsi úr sama efni. Þeim lá hátt rómur og voru skrækróma eins og þau hefðu reynt raddböndin til hins ítrasta við að kallast á yfir vind- blásna sléttuna. Og þegar annað hvort þeirra sagði eitthvað var því varpað yfir til hins í formi spurningar: „Ha, hvað heldur þú Rúna?“ „Ha, segir þú satt Nonni?“ Það var heitt í húsinu og ilmur af soðnu kindakjöti því okkar hafði verið beðið lengi og enn kraumaði í súpupott- inum á eldavélinni. Á veggnum hékk lampi og að baki hans hlífðarskjöldur úr tini. Af honum fékk ég glýju í augun og datt í hug grimmdarlegur engillinn í sögubókinni sem stóð við Edens hlið og brá króksverði. Á borðinu stóðu diskar með kleinum, lifrarpylsu, brauði og smjöri og svo fjárans eggin, sem alls staðar voru nálæg. Kommóða með marmaraplötu og brotnum spegli skipaði heiðurssess milli litlu glugganna tveggja og þar ljómaði í öllu sínu veldi eiturgrænt plussalbúm með alvöru látúns- sylgjum. Þar með lauk uppgötvunum mínum. Eitthvað kvikt og lipurt stökk undan borðinu þar sem það hafði áður verið falið bak við dúkinn og létt eins og fuglinn, settist það á bakið á eldhússtól, aðeins fáein skref frá mér. Ég féll á samri stundu fyrir þessari yndislegu skepnu. Augun voru svört og skínandi eins og nýjar spennur á skóm og þau störðu á mig fram úr pínulitlu gulu andliti sem var ekki stærra en epli, en samt svo undarlega mennskt. Hún hoppaði gáskafull um á stólbakinu og gaf frá sér skemmti- leg þvaðurshljóð, sem minntu mig á hagl sem féll á gluggarúðu og svolítið á mömmu þegar hún var í mjög vondu skapi. Ég stóð sem negld niður í sívaxandi aðdáun. Þegar frú Ericson kom til að hjálpa mér, eftir að hafa komið mömmu og barninu vel fyrir við eldinn, lét ég hana færa mig úr litlu, þröngu kápunni án þess að heyra orð af því sem hún sagði eða muna eftir að rétta kurteislega fram handlegginn. Jafnvel rödd mömmu, sem kallaði til mín frá ofninum, og var nú orðin mild og full umhyggju, hafði engin áhrif. Ég gat ekki tekið augun af þessari forvitnilegu gulu veru. Ég var enn sem í draumi þegar mér var komið fyrir á mjaltastól. Þá var mér gefinn sykurmoli og sagt að sitja nú og bíða kvöldmatar eins og prúð stúlka. Sykrinum laumaði ég í lítinn vasa á kjólnum mínum því þó ég hefði í barnæsku minni mestu óbeit á sætindum, bjó ég yfir samskonar eðlishvöt og íkorninn og faldi slíkt góðgæti. En hvorki kvöldmatur né sætindi fengu rúm í mínum furðu lostna huga. Með þeirri skynsemi sem ég réði yfir, reyndi ég að komast til botns í undrinu sem var fyrir framan mig. Hvernig gat nokkuð sem líktist svona mikið ungbarni verið kafloðið? Ef það var ekki einhver undarleg gerð af barni. yfir hverju var það þá að skammast? Hverskonar vera gretti sig eins og strákur, vaggaði hausnum eins og gömul kona og klóraði sér á gulum maganum með agnarlitlum löppum með bleikum lófum? Þetta var hvorki köttur né hundur. Og vitanlega var ekkert ungbarn nógu snjallt til að tylla sér á stólbak, að ég nú ekki tali um að skjótast upp og niður og berja út hand- leggjunum. Ég gat ekki ímyndað mér hvað hér var á ferð- inni. En þegar veran vafði allt í einu löngu skottinu um stólbakið, hoppaði niður á gólf og svo upp aftur, svo hratt að varla varð auga á fest, kom mér í hug töfrandi lausn. Nú gleymdi ég alveg að kurteisar, litlar stúlkur voru til sýnis en áttu ekki að tala og æpti himinlifandi: „Pabbi, pabbi. Hann er konungssonur í kattarskinni. Og ég ætla að elska hann að eilífu.“ Vei hinum nýja spámanni. Rosalegar og miskunnar- lausar hlátursrokur voru viðbrögðin við minni hetjulegu 88 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.