Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Side 17

Heima er bezt - 01.03.1988, Side 17
I uppfinningu. Það var reiðarslag. Fullorðið fólk var litlu skárra en tröll. Líktust þeim raunar mjög. í sögunum sem mamma las fyrir mig veltust trölikarlar og tröllkerlingar sífellt um af hlátri þegar síst skyldi. Pabbi hefði að minnsta kosti átt að muna að hann sagði mér sjálfur sorglegu sög- una af litla prinsinum gullinhærða, sem var breytt í bjarn- dýr og varð að ferðast öskrandi um dimma furuskógana að eilífu — sem auðvitað merkti þar til litla dóttir skógar- höggsmannsins lagði ást á hann þrátt fyrir öll öskrin og leysti hann úr álögum. Ég dró mig ráðvillt en sannfærð inn í auðmýkingu þagnarinnar. Leyndardómurinn var enn hulinn. Litli, guli vesalingurinn var hamslaus af því að enginn skildi hann, sama hve mikið hann talaði. Hann skalf, starði ásökunar- augum fram á við og huldi stundum litla andlitið sitt í undursmáum, skringilegum loppunum og hristist svo aumkunarverður. Hann gat ekki verið hamingjusamur. Eftir kvöldverðinn sannfærðist ég æ betur í þeirri skelfi- legu vissu að hér væri ekki mannabústaður, að hin hræði- lega sískvaldrandi frú Ericson með bláa skeggið væri galdrakerling en alls ekki mennsk kona. Það þurfti heldur ekki lengi að leita sannana. Komið var að húsi hennar eins og annarra galdrakerlinga eftir þeysireið í nóttinni. Hún beið þín á dyrahellunni. Við hlið hennar var boginn karl og að baki hennar skein bjart ljós sem blindaði augun. I húsi hennar var svo heitt að maður gat hæglega sofnað án þess að vita af og eiga þá á hættu að verða breytt í guð má vita hvers konar skepnu. Og til að taka af öll tvímæli, kraumaði og sauð i ógnarstórum, svörtum potti á eldavélinni hennar. Ringulreiðin í huga mér og þreytan jukust jafnt og þétt og var ef til vill ekki að undra þó hegðun mín ylli móður minni skapraun. Ekki einasta neitaði ég að borða egg sem hafði verið stráð sykri, en ýtti einnig af stökum dónaskap frá mér súpunni. Nei. Ég neitaði með ástríðuhita að borða hana. Nei. Nei. Nei. Ég hvorki gat né þorði að útskýra hverslags seið væri að finna í svörtum potti sem þessum. Ég gat aðeins ýtt frá mér disknum með smánarlegri ókurteisi. Pabbi leysti mig frá vandanum með því að taka mig á hné sér og leyfa mér að dífa kleinu í kaffið sitt. Kleinan sefaði ógeðfelldan nagandi verkinn undir bringspölunum og hlýr handarkriki pabba dró úr sársaukanum í bakinu. Ef ég hefði bara mátt sofna þar hefði ég komist hjá því hneyksl- anlega atviki sem á eftir varð. En ég var hrifin úr þessu þægilega skjóli. Það var kominn tími til að hátta. Á morgun ætluðum við að aka til Crystal og þaðan bæri lestin okkur áfram til Winnipeg. í huga mínum merkti það ekkert annað en að ég gerði ráð fyrir að mömmu líkaði sá staður betur en sauðfjárbýlið, en pabba fyndist það aftur á móti fyrirkvíðanlegt. Því óljóst var ég farin að verða vör við þau átök sem áttu sér stað milli foreldra minna um hugmyndaheima þeirra. Þessi ævarandi átök sem stóðu í vegi fyrir öruggu og fullnægjandi heimil- islífi á hinn hefðbundna hátt. Ég man ekki nákvæmlega hvernig var umhorfs í svefn- herberginu sem móðir mín leiddi mig til. En árum saman endurlifði ég í martröð þann hræðilega stað. Inni var stórt rúm þakið þessum algengu dýnum og bútasaumsábreiðum, en þegar móðir mín dró ábreiðurnar af rúminu rak ég augun í nokkuð undir heydýnunni sem fékk blóðið til að frjósa i æðum mér. Það var rauð húð! Raunar kýrhúð sem strekkt var yfir brugðna reipisdýnu — í huga mínum var það hamur, galdrahúð, sem beið þess að gleypa krílið mig. Og nú minntist ég með hryllingi atburðar sem gerst hafði fyrir nokkrum dögum, og kom enn meiri ringulreið á huga minn. Ég hafði lagt mér til þann illa þokkaða sið að borða pappír. Þrátt fyrir endalausar skammir varð ég ekki læknuð af þeim ljóta sið. En einn morgun, er ég hafði fylgt móður minni út í bíslagið, sá ég hvar blóðstokkin húð hafði verið strekkt á vegginn. Hún var af litlum kálfi sem daginn áður hafði hoppað og skoppað í garðinum aftan við húsið. „Mamma!“ hafði ég hljóðað upp yfir mig, um leið og ég benti á húðina, „þetta er litli kálfurinn okkar útflattur!“ „Ójá, ég veit það,“ svaraði mamma af alvöruþunga og hristi höfuðið. „Sjáðu til, ræfillinn litli át pappír." Jæja, ég hafði ekki borðað pappír síðan, en nú virtust syndirnar vera að elta mig uppi. Kálfsskinnið var ógnun. Kálfur sem át pappír, litla skepnan sem líktist barni, en var ekki barn, gamla skeggjaða kerlingin og kraumandi svartur potturinn, allt lagðist þetta á eitt við að skapa ógnarhræðslu í mínum þreytta barnshuga. Þegar mamma mín blessuð reyndi örvilnuð að taka mig á hné sér til að hátta mig, öskraði ég og barðist um eins og grenjandi ljón. Hún var ekki vön slíku háttarlagi hjá börnum sínum. Ég var löðr- unguð og dustuð duglega til, en án árangurs. Við geðs- hræringuna óx mér ásmegin, kraftur og grimmd villikatt- arins tóku völdin. Ég barðist um og klóraði og spriklaði og engdist, jafn ákveðin að fara ekki upp í rúmið og móðir mín var í að koma mér þangað. Að lokum var það hún sem gafst upp eftir að hafa hent mér árangurslaust aftur og aftur á dýnuna. En ég fleygði mér jafnharðan aftur fram á gólf. Uppgefin og óánægð skildi hún mig eftir á gólfinu og lét mér eftir að gráta úr mér óþekktina, og henni var fullkomlega hulið hvað breytt hafði friðsælu og pattaralegu barninu hennar í öskrandi djöful. Þarna lá ég alla nóttina á valdi hins illa og sofnaði ekki fyrr en grá morgunskíman, sem smaug inn um lítinn byrgðan glugga, strauk miskunnsömum fingrum um mitt kalda, smáa andlit. Heimaerbezt 89

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.