Heima er bezt - 01.03.1988, Page 22
Auðbjörg Albertsdóttir
frá Neðstabæ
• •
Omefni
í dalnurn
og gestir
í lága torfbænum
,,.Einn fagran
sumardag koma
fjórir menn ríð-
andi neðan
dalinn, með
marga lausa hesta
sem renna veginn
á undan fylgdar-
manninum“
Eftir nýár fóru aftur að koma gestir,
strax annan janúar. Það voru skóla-
piltar frá Hólum í Hjaltadal. Þeir
höfðu farið vestur í sýslu heim til sín
í jólaleyfinu en voru nú aftur að fara
norður að loknu jólafríi. Skólapiltar
voru alltaf gangandi. Þeir komu við
á Neðstabæ að hvíla sig og fá hress-
ingu; þeir komu vanalega við í báð-
um leiðum. Þá voru það skólastúlkur
frá Kvennaskólanum á Blönduósi.
Stúlkurnar voru úr Skagafirði og
höfðu einnig farið heim í jólafríi. Oft
voru þær fluttar á hestum ef færi var
gott. Margir Skagfirðingar þekktu
foreldra mína og þeir komu alltaf við
til að hvíla hestana og fá kaffi.
Allt þóttu þetta aufúsugestir og
ekki nema sjálfsagt að taka vel á
móti þessu skólafólki og fylgdar-
mönnum þess. Þetta var ungt og kátt
æskufólk og flutti með sér hressandi
blæ inn í baðstofuna á Neðstabæ.
Þetta var nokkurs konar skemmti-
legur endir á jólunum.
Svo voru það alþingismennirnir
sem komu alltaf í byrjun febrúar á
leið suður á þing. Þá ferðuðust allir
á hestum og þeir voru oft með marga
hesta. Alltaf kom Jón Sigurðsson al-
þingismaður á Reynistað. Jón var
fríður og glæsilegur maður og hann
var líka bóndi og bjó stórbúi á
Reynistað. Hann korn alltaf við á
Neðstabæ, bæði þegar hann fór á
þing eða kom af þingi á vorin í maí.
Stefán Stefánsson bóndi og alþingis-
maður í Fagraskógi kom líka, þeir
Jón voru oft samferða og höfðu
stundum fylgdarmann.
Einu sinni komu þeir í stórhríð og
settust upp og gistu með marga
hesta. Þá þurfti að losa hesthúsið til
þess að geta hýst aðkomuhestana og
gefið þeim. Það var mikil umferð á
þessum árum bæði af ríðandi og
gangandi ferðamönnum, og ekkert
síður yfir sumarmánuðina, þá var
mikil umferð um dalinn. Oft voru
það hópar ríðandi fólks með marga
hesta eða kannske aðeins einn eða
tveir saman. Þetta var alfaraleið milli
Blönduóss og Sauðárkróks áður en
bílvegurinn yfir Vatnsskarð kom.
Einn fagran sumardag koma fjórir
menn ríðandi neðan dalinn, með
marga lausa hesta sem renna veginn
á undan fylgdarmanninum. En þar
sem vegurinn beygir ofanað ánni við
túngirðinguna á neðsta bænum í
dalnum þá blasir iðgrænt bæjarnesið
við, grasið og árniðurinn freistar
hestanna og þeir snarbeygja ofanfyr-
ir veginn og dreifa sér um nesið, áður
en meðreiðarsveinninn og ferða-
mennirnir átta sig. En mennirnir sjá
strax að þarna er gott að æja hestun-
um, svo þeir fara af baki og spretta
af reiðhestunum sem strax velta sér
í næsta moldarflagi en mennirnir
labba undir brekkuna og setjast þar
niður. Þarna var á ferð fyrsti ráð-
herra íslands, Hannes Hafstein.
Hann var bæði fríður og föngulegur
og ástsælt skáld Islendinga og hann
vakti athygli hvar sem hann kom. En
þegar hann nú situr þarna vígir hann
brekkuna fallegu örnefni með nær-
veru sinni, því eftir þennan dag var
brekkan aldrei kölluð annað en Ráð-
herrabrekkan af fólkinu í dalnum.
Það voru æði margir ferðamenn sem
áðu undir Ráðherrabrekku vor og
sumar meðan þeir ennþá voru á ferð
á hestum. Þannig urðu örnefnin til,
þau tengdust frægum mönnum, fall-
egu landslagi eða atvinnuháttum og
vinnu fólksins t.d. Torfmýrin, þar
sem torfið var rist á heyin, Mómelur-
inn þar sem mórinn var þurrkaður
í eldinn, Taðlautin o.s.frv. Hver
94 Heima er bezt