Heima er bezt - 01.03.1988, Blaðsíða 23
r
'Kjfineí^r
blettur átti sína sögu, hver laut sitt
fallega nafn, kannski blómanafn eins
og Blágresislautin og Brönugrasa-
bollinn, en því miður eru þessi nöfn
að hverfa, örnefnin í sveitinni, þegar
jarðirnar fara í eyði.
Sumarið 1906 skeði merkilegur
áfangi í sögu sveitarinnar og dalsins.
Þá var lagður talsími frá Sauðárkróki
til Blönduóss. Við símalagninguna
unnu margir menn. En aðeins voru
þrír Islendingar af þeim, hinir voru
Norðmenn og yfirmaðurinn var úr
þeirra hópi, hann hét Óli Fossberg.
Símalínan var lögð sunnanmegin í
dalnum stutt frá ánni. Og þar tjöld-
uðu þeir líka í stórri grænni lautu.
Eftir að þeir tóku tjöldin upp og fóru
þaðan var lautin kölluð Tjaldabæli.
Að leggja þennan síma hefur verið
bæði seinlegt og erfitt verk. Sérstak-
lega að koma símastaurunum yfir
fjöllin, sem eru tvö Þverárfjall og
Kolugafjall nær Sauðárkrók. Senni-
lega hefur staurunum verið ekið á ís
að vetrinum upp Norðurá sem renn-
ur eftir Norðurárdal. Ég hef heyrt frá
áreiðanlegum heimildum að það hafi
staðið mikill styr um þessa símalagn-
ingu.
Mér er ókunnugt um matseld hjá
Norðmönnunum, en þeir höfðu
matreiðslumann í tjöldunum, og
mjólk og skyr keyptu þeir hjá for-
eldrum mínum og þá var mjólkur-
potturinn seldur á 12 aura. Alltaf
kom norskur piltur eftir nýmjólk-
inni, hann hét Jörgen Foss og var að-
eins 18 ára. Foreldrar mínir fóru
stundum með kaffi til símamann-
anna, komu þeir þá yfir ána, og var
sest niður á túninu til að drekka.
Norðmennirnir kunnu vel að meta
kaffið og gestrisni foreldra minna.
Enda urðu þeir góðir kunningjar
þeirra á meðan þeir dvöldu við síma-
lagninguna í dalnum.
Oft höfðu þeir talað um að mjólk-
in væri góð og eftir að þeir fluttu
tjöldin úr dalnum og niður í sveitina,
kom Jörgen stundum og sótti mjólk
á brúsa til foreldra minna. Þegar
símamennirnir voru búnir að leggja
símann eftir dalnum, þá höfðu þeir
erfiðasta hjallann að baki, þeir voru
búnir að leggja símalínuna yfir tvo
erfiða fjallvegi og svo Norðurárdal-
inn, en eftir það var frekar stutt og
greiðfær leið til Blönduóss enda var
þá sumarið næstum liðið.
En Jörgen Foss átti eftir að koma
aftur í dalinn, því um haustið varð
hann eftir á Blönduósi og tók að sér
að passa símann um veturinn. En
það var að ganga með símalínunni
og gera við ef eitthvað bilaði sem oft
kom fyrir í vondum veðrum um vet-
urinn. En á þeim ferðum kom hann
alltaf að Neðstabæ til að hvíla sig og
fá kaffi. Eins gisti hann ævinlega ef
eitthvað var að veðri t.d. hríð. Þá
kom einnig með honum annar norsk-
ur maður sem hét Jón Nýmann.
Hann hélt til á Sauðárkróki og tók
að sér að fara með símalínunni vestur
yfir Kolugafjall og Þverárfjall til
Norðurárdals á móti Jörgen Foss.
Þessir tveir norsku menn voru iðu-
,,Sumarið 1906
skeði merkilegur
áfangi í sögu
sveitarinnar og
dalsins. Þá var
lagður talsími frá
Sauðárkróki til
Blönduóss“
lega báðir næturgestir í litlu baðstof-
unni á Neðstabæ fyrir 80 árum. Þetta
voru kátir og elskulegir piltar en
meira veit ég ekki um þá. Vonandi
hefur hamingjan fylgt þeim aftur
heim til Noregs.
Næsta vetur tóku menn frá
Blönduósi við að ganga með síman-
um á veturna og voru það röskir og
duglegir menn sem tóku það að sér.
Þeir voru einnig marga nótt á
Neðstabæ - en það er önnur saga.
Heima er bezl 95