Heima er bezt - 01.03.1988, Qupperneq 24
V
Ég átti einu sinni kú sem hét Bílda. Hún var hvít með svarta
bletti á fótum og kringum augun. Hún var mesta eftirlæti
allra, sem kynni höfðu af henni, því að hún var afbragðs
mjólkurkýr, góðlynd, þokkaleg á bás og því ávallt eins og
sparibúin. Hún var svo kálfelsk, að hún tók að sér alla
kálfa, sem gengu með kúnum í haga, sleikti þá og beið eftir
þeim ef þeir drógust aftur úr í rekstri, eða hikuðu við, ef
þeir komu að einhverju, sem þeim þótti ekki árennilegt
yfirferðar. Var sama hvort hún átti sjálf kálfana eða aðrar
kýr.
Bílda var mjög mannelsk og gátu kunnugir tekið hana í
haga hvar sem var, enda mætti hún aldrei nema góðu af
mönnum. Eitt sinn ól ég sem oftar kvígu undan henni. Var
hún silfurgrá að lit og að öllu hin ásjálegasta. En sá var
galli á henni, að er hún eltist og tími var til kominn gat hún
aldrei hafnast. Vildi ég samt ekki lóga henni vegna þess að
hún var alveg sérstaklega álitlegt kýrefni að allra dómi.
Hugði ég að hennar tími hlyti að koma. Þegar hún var
næstum þriggja ára gömul ákvað ég þó að farga henni.
Þetta var seinni hluta sumars. Samdi ég við Jón Davíðsson
verslunarstjóra á Fáskrúðsfirði að kaupa kjötið af henni, og
skyldi hann sækja það einhvern tíma er hann sendi bát að
Vattarnesi eftir fiski. Átti hann að láta mig vita þegar bát-
urinn færi, svo að ég gæti haft allt tilbúið er hann kæmi.
Svo var það dag nokkurn fyrir hádegi að Jón hringdi og
tilkynnti, að báturinn væri á leiðinni. Brá ég strax við og
sendi mann eftir kvígunni, sem var í haga með hinum
kúnum. Voru þær skammt fyrir utan bæinn, en þó í hvarfi
við hann. Gekk vel að ná kvígunni, sem var orðin því vön
að láta taka sig þannig, því að oft hafði hún verið tekin þar
og leidd undir tarfa á öðrum bæjum, þótt aldrei kæmi að
gagni. Kýrnar voru líka vanar því að hún væri leidd burtu
frá þeim og fengust eigi um. Eins fór að þessu sinni, að þær
skeyttu því engu.
Þegar komið var með kvíguna stóðum við tilbúnir að
slátra henni. Skaut ég hana strax á bala utan við hlaðvarp-
ann. En um leið og skothvetturinn bergmálaði í klettunum.
kvað við hátt og skerandi baul. Varð okkur þá litið út með
hjallanum ofan við bæinn og sáum hvar Bílda kom hlaup-
andi á harða spretti. Var hún óðar komin á hæð ofan við
bæinn, þar sem sá heim. Þarna stansaði hún og mændi
heim til bæjar. Hefir hún án efa séð, hvað þar var starfað,
þó dálítil vegalengd sé á milli. Átti nú að reka hana það-
an, en hún vildi hvergi fara. Stóð hún allan daginn til
kvölds þarna á hæðinni og leit ekki í jörð. Var að sjá að hún
væri í djúpum hugleiðingum.
Nú kann einhver að segja, að hún hafi orðið hrædd er
hún heyrði skotið, og ætlað að flýta sér heim í fjós. En hvers
vegna fór hún þá ekki lengra? Og ekki voru kýr á beit við
Reyðarfjörð á sumrin óvanar skothljóði. Nei, henni hefir
áreiðanlega orðið hugsað til barnsins síns, sem nýbúið var
að sækja í hagann til hennar, og örlaga þess, þegar skot-
hvellurinn kvað við.
VI
Á unglingsárum mínum á Þernunesi átti faðir minn jafnan
um 40 sauði eldri en veturgamla. Hafði hann þá í beitarhúsi
niður við sjó milli Beruness og Þernuness. Var um 15 mín.
gangur þangað að heiman frá okkur.
Ég hafði það á hendi nokkra vetur að gæta þessarar litlu
hjarðar, og á margar skemmtilegar minningar í sambandi
við það. Þótti mér sérstaklega gaman að standa yfir þeim á
krafstursjörð og einkum þegar moka þurfti fyrir. Þá eltu
þeir mig, sem hafði reku í hendi, og brutu af miklum
dugnaði út frá holum þeim er ég bjó til, ofan í hreina og
mjúka rótina í lyngi og kjarri vöxnum haganum.
Meðal þessara sauða var um mörg ár einn grár, sem bar
nafnið Forustugráni. Ekki var Gráni neinn sérstaklega
mikill garpur í rekstri þegar ófærð var. Hafði þó oftast
forustu ef hann var hvattur til þess og sæmilega stóð í bæli
hans. En svo mikið vald hafði hann yfir þessum sauðahóp.
96 Heima er bezt