Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Síða 26

Heima er bezt - 01.03.1988, Síða 26
breytingar sem til hans heyrðust er menn struku við hann og gældu við. Það var allt að því hlægilega skemmtilegt hrafnamál. Þegar leið fram á sumarið fór krummi að venja komur sínar mjög oft inn að Berunesi. Þjófsnáttúra hans virtist og færast í auka með aldrinum. Ekki varð krummi svo gamall að hægt væri að segja hvað með honum kynni að búa eða hvað hægt hefði verið að kenna honum, en námfús virtist hann vera og hinn greindasti. Lífi hans lauk með því að sjómenn frá Eskifirði, er lágu við sjó á Berunesi, skutu hann í einni af skemmti- ferðum hans. Þeir vissu að þetta var taminn fugl, og hlutu af þessu tiltæki hina mestu skömm. Krumma var mjög saknað af öllum sem þekktu hann. Allir höfðu gaman að honum. FRIÐRIK EINARSSON, læknir: Fótbrotna dúfan Það var skömmu eftir að ég kom heim um áramótin 1945-46 frá framhaldsnámi í Danmörku, að saga þessi gerðist. Ég fékk þá stundum að leggja inn sjúklinga til upp- skurðar á Hvítabandið og stunda þá þar. Morgunn nokkurn kom hjúkrunarkona til mín með dúfu, sem hún hafði náð á svölunum. Hún var fótbrotin. Okkur kom saman um að reyna að hjálpa henni. Lagði ég tréspelku við lærið og vafði um með grisjubindi. Festi endann fremur lauslega með því að bregða honum undir vaf. Flaug svo dúfan í burt. Tveim ti! þrem vikum síðar kom hún aftur og settist á svalirnar. Hún losaði endann á vafinu og tókst að festa hann við nagla eða annað á svalagólfinu. Síðan hoppaði hún í kring þar til hún hafði losað sig við umbúðirnar. Hjúkrunarkonur og starfsstúlkur horfðu á þetta. Að svo búnu flaug hún í burt. Sólveig Magnea Jónsdóttir, hjúkrunarkona, en það var hún sem færði mér dúfuna forðum, minnti mig á þetta atvik er hún kom til mín til dvalar á göngudeild Hafnar- búða, konin á efri ár. Og svo tölum við um skvnlausar skepnur. Við ættum líklega í flestum tilfellum að tala um mállausar skepnur. Skrifað 5. ágúst 1986. ---------\ Búsæld á Berunesi I frásögn Einars frá Hafranesi af krumma segir, að fuglinn hafi farið að venja komur sínar að Berunesi. Þar virðist löngum hafa verið búsæld og kemur það fram í ljóðabréfi sem Páll skáld Ólafsson sendi Þorsteini Jónssyni áBerunesi þann 1. september 1865: - Ekki seint og illa þá, ef ég biðja mætti, láttu mig nú frá þér fá fallegustu drætti. Helst af öllu hákarlinn hvítan, gamlan ætan, ráskerðing og riklinginn rauðleitan og sætan. Drósir vildi’ eg feginn fá, fyrrum sem ég elti, og í bagga sama sjá sjálfæt rafabelti. Þegar leggur þetta’ á vog, þig munar að öngu um hlýra, steinbít, ýsu og eina skötu’ og löngu. - ____________J 98 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.