Heima er bezt - 01.03.1988, Side 32
Rut reyndi að jafna sig, en átti erfitt með að tala fyrir
ekka.
,.Þú ... þú . .. getur ... sa .. . sagt... honum hvað
sem .. . sem þú vilt.“
Lilja þóttist hugsa sig um andartak.
„Á ég að segja honum að kærastinn þinn hafi verið að
koma til landsins, eða eitthvað í þá áttina.“
„Mér er sama. Losnaðu bara við hann eins fljótt og þú
getur.“
„En viltu ekki skrifa honum nokkrar línur. Það er ekki
víst að hann trúi mér.“
Rut kinkaði kolli og Lilja sótti blað og penna.
„Hvað á ég að skrifa?“ spurði hún skjálfrödduð.
„Ég veit það ekki,“ sagði Lilja hægt „Þú getur skrifað
eitthvað á þá leið að öllu sé lokið á milli ykkar, og þú viljir
aldrei sjá hann framar. Nú, svo geturðu sagt að það sé
annar maður í lífi þínu, sem þú elskar.“
Rut skrifaði þetta á blað og rétti Lilju það ásamt mynd-
inni.
„Það er best að henda henni,“ sagði Lilja. „Þú verður að
láta hann halda að þú vitir ekkert um hjónaband hans.“
„Mér er sama,“ sagði Rut bitur og grúfði sig niður í
koddann.
Lilja gekk fram og lokaði hurðinni. Andlit hennar ljóm-
aði af sigurbrosi. Hún var ánægð með verk sitt. Henni hafði
tekist að spilla sambandi Rutar og Hlyns. Nú var aðeins að
bíða eftir komu Hlyns.
Lilja þurfti ekki að bíða lengi eftir honum. Þegar hann
spurði eftir Rut, rétti Lilja honum bréfið með döprum svip
sem hún gerði sér upp, og sagði að hún væri ekki heima.
„Ekki heima?“ endurtók Hlynur undrandi. „Veistu hvar
hún er?“
„Nei,“ sagði Lilja döpur. „Hún fór með manni sem hún
nefndi kærastann sinn.“
Hlynur starði forviða á hana.
„Kærastann sinn“, át hann upp eftir henni. „Ég hélt að
ég væri hann.“
„Mér þykir það leitt. Ég vissi þetta ekki fyrr en hann kom
núna áðan. Hann hefur verið utanlands að læra eitthvað.“
Hlynur þakkaði fyrir og fór. Spor hans út í bílinn voru
þung. Rut trúlofuð öðrum manni, hugsaði hann bitur. Hún
hefur þá verið að leika sér að mér allan tímann. Hann las
bréfið í bílnum og svipur hans lýsti miklum sársauka, þegar
því lauk. Rut hafði þá svikið hann. Öll hennar ást hafði
aðeins verið uppgerð. Hún hafði bara verið að stytta sér
stundir, þar til hennar útvaldi kæmi heim. Hlynur kreppti
hnefana í vanmáttugri reiði. Hún hafði svikið hann og hún
gat ekki einu sinni verið svo heiðarleg að segja honum það
sjálf, heldur lét hún vinkonu sína vinna skítverkin fyrir sig.
Auðvitað þorði hún ekki að horfa framan í hann. Guð
minn góður, hugsaði Hlynur, fullur vonbrigða. Af hverju
léstu þetta ske. Ég sem hélt að hún væri svo heiðarleg og
góð, en í rauninni er hún ekkert betri en Lilja. Ég vildi að ég
gæti hatað hana, en hún er eina stúlkan sem ég hef elskað,
og mun nokkurn tíma elska.“
Hlynur ók heim til sín. Þegar inn kom settist hann niður,
gjörsamlega yfirbugaður og huldi andlitið í höndum sér.
Hann leyfði tárunum að renna óhindrað niður kinnarnar.
Hann var niðurbrotinn. Aldrei á ævinni hafði hann orðið
fyrir eins miklum vonbrigðum og núna. Þetta var þungt
áfall fyrir hann. Drottinn minn, hvað hann hafði verið
heimskur. Hún hafði sennilega hlegið að honum í hvert
sinn, sem hann sneri baki í hana. Hún hafði áreiðanlega
skemmt sér vel yfir ástarjátningum hans og bónorði. Hún
hlýtur að vera afbragðsleikkona, fyrst henni tókst að gabba
mig svona. Hlynur rifjaði upp samverustundir þeirra og
reyndi að koma auga á atriði, sem gátu varpað skugga á
Rut, en fann ekkert. Hún hafði alltaf verið svo yndisleg,
blíð og góð. Hún hafði ekki einu sinni verið með karlmanni
áður, það vissi hann sjálfur. Því meir sem hann hugsaði, því
betur sá hann hve snilldarlega hún hafði leikið á hann, og
því varð gremja hans meiri. Ef hann ætti einhvern tíma eftir
að hitta hana aftur, skyldi hann sýna henni að honum stæði
á sama um hana. Hún skyldi aldrei fá að vita að hann
elskaði hana og honum sárnaði óskaplega svik hennar. Nei,
hann skyldi sýna henni kulda og fyrirlitningu. Hún átti ekki
betra skilið af honum. Nú væri hún sennilega í örmum þess
sem hún elskaði. Og í huganum myndi hún gera grin að
heimsku hans.
En Rut var ekkert grin í huga. Hún var hætt að gráta.
Táralindir hennar voru þrotnar þessa stundina. Henni
fannst hún vera galtóm. Það var eitthvað hyldýpi sem hafði
opnast hið innra með henni. Lilja var óskaplega hugulsöm
og góð við hana, en það gæti enginn mannlegur máttur
lokað hjartasári hennar. Hún gat ekki skilið hvers vegna
Hlynur hafði farið svona bak við hana. Hún sem hafði
gefið honum sig sjálfa og alla þá ást sem hún átti til. Ó,
góður guð, hugsaði hún bitur. Af hverju léstu þetta koma
fyrir mig? Af hverju léstu Hlyn vera svona? Ég hélt að hann
elskaði mig. Hann notaði mig bara sem dægrastyttingu, af
því að konan hans var langt í burtu. Hann laug að mér og
þóttist elska mig. Þetta bónorð hans var bara blekking, til
að mig grunaði ekkert. Nú skil ég af hverju hann vildi bíða
með að kynna mig fyrir fólkinu sínu. Auðvitað ætlaði hann
ekkert að gera það. Þessi marg umtalaði ágúst-mánuður
var auðvitað til þess ætlaður að hætta á sjónum og fara til
eiginkonu og sonar. Hann hafði áreiðanleg skemmt sér vel
á hennar kostnað þegar hún sá ekki til. Hún væri heldur
ekki fyrsta viðhaldið hans, það var hún viss um. Hann var
svo myndarlegur að hann gæti fengið hvaða stúlku sem
hann vildi. Og ekki skorti hann fagurgalann. Hvernig gat
ég verið svona blind, hugsaði Rut niðurbrotin. Ég hefði átt
að hlusta á Lilju. Hún hafði rétt fyrir sér allan tímann, en ég
vildi ekki trúa því.
7. kafli
Dagarnir, sem nú fóru í hönd voru erfiðir fyrir Rut. Hún
var hætt að gleðjast og grét sig í svefn á hverju kvöldi. Lilja
reyndi að hressa hana, en ekkert dugði. Þegar þetta hafði
104 Heima er bezt