Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1988, Page 33

Heima er bezt - 01.03.1988, Page 33
gengið svona í þrjár vikur tók samviskan að angra Lilju, í fyrsta skiptið á ævinni. Hún reyndi að þagga niður í henni, en varð ekki neitt ágengt. Eftir því sem fleiri dagar liðu og Rut varð daprari og daprari, óx að sama skapi sektarkennd Liliu. Stundum lá við að hún játaði allt fyrir Rut, en gat það ekki þegar á átti að reyna. Hún reyndi að friða sjálfa sig með því að einn góðan veðurdag hittust þau og þá yrði allt gott. Hún vildi sjálf vera sem lengst í burtu, þegar það gerðist. Hún gæti ekki horft framan í Rut þegar sannleik- urinn kæmi í ljós. Nú þegar átti hún erfitt með að horfast í augu við hana. Rut hafði ekki heimsótt foreldra sína síðan hún sleit sambandi sínu við Hlyn, og vissu þau þvi ekkert hvernig henni leið. Móðir hennar hafði að vísu nokkrum sinnum hringt, en hún tók ekki eftir neinu óvenjulegu í rödd hennar. Þröstur og Fjóla höfðu hins vegar komið nokkrum sinnum í heimsókn, og það fór ekki framhjá þeim að eitt- hvað amaði að henni. Þröstur spurði systur sína stundum hvað væri að, en hún færðist undan og vildi ekkert segja. Þegar hann svo spurði Lilju, varð hún vandræðaleg og sagði að hún hefði engan rétt til að segja frá því. Rut yrði að gera það sjálf. Hann reyndi að finna það út hvað væri að, en gat ekki ímyndað sér það. Og aldrei hvarflaði að honum hin raunverulega ástæða. Það var Fjóla sem gat upp á réttu ástandi, án þess að vita það. Þau voru að ræða um Rut einn daginn heima hjá Þresti. Hann sagðist alltaf vera að hugsa um hvað amaði að henni. „Mér finnst líklegast að hún sé í ástarsorg,“ sagði Fjóla blátt áfram. „Hún er næstum því eins og ég þegar ég fór frá Sævari.“ Þröstur leit vantrúaður á hana. „Heldurðu að það geti verið?“ spurði hann síðan. „Ég veit ekki til þess að hún hafi verið með neinum manni.“ „Hún gæti nú hafa verið með einhverjum fyrir því.“ „Mér finnst skrýtið að hún skyldi ekki segja mér það.“ „Ég er ekki að fullyrða neitt, Þröstur, en mér finnst það afar líklegt.“ „Þú hefur sennilega rétt fyrir þér. Ég vildi sannarlega ná í þann mann, sem hefur leikið hana svona grátt. Sá skyldi fá fyrir ferðina.“ „Engan æsing, vinur minn,“ sagði Fjóla rólega og lagði höndina á öxl hans. „Þetta mál verður hún að leysa sjálf. Svona brugðust Hlynur og Smári, bræður mínir við. þegar ég sagði þeim frá ótryggð Sævars. Það var vegna þess að þeim þykir vænt um, mig eins og þér um Rut. Mér er líka farið að þykja vænt um hana og vil henni allt það besta, en þetta er nokkuð sem við megum ekki skipta okkur af.“ Þröstur kinkaði kolli hugsandi. Fjóla hafði rétt fyrir sér. Þau máttu ekki skipta sér af þessu. Rut varð að leysa þetta vandamál sjálf. Ef hún væri í ástarsorg, yrði hún að yfir- stíga hana, án þess að aðrir færu að ráðleggja henni. Það vissi hann af eigin reynslu. Hún var yndisleg góð og alúð- leg, og foreldrum hans féll vel við hana. Þau sögðu að hann mætti hrósa happi, og það sama sögðu Lísa og Valur. For- eldrar Fjólu höfðu líka tekið Þresti vel. Þeim fannst hún aldrei hafa verið jafn hamingjusöm áður. Þau fögnuðu barnabarni sínu sem var á leiðinni. Smára hafði strax fallið vel við Þröst og þeir voru orðnir bestu vinir. Þresti hefði líka fallið vel við fjölskyldu Fjólu. Hann hafði ekki enn hitt elsta bróðir hennar og aðeins talað einu sinni við verðandi tengdaföður sinn, en fundið að það var góður maður. Fjóla hafði sagt honum mikið frá Hlyni og hann var viss um að þeir myndu verða góðir vinir. Hann hlakkaði jafnvel til að hitta hann. Fjóla spurði stundum hvort hann vildi slíta sambúðinni, en hann vildi ekki heyra það nefnt og bannaði henni að hafa áhyggjur út af henni. Þeim kom vel saman og hann sýndi henni umhyggju. Hann stríddi henni stundum á því að brátt yrði hann að kaupa þríbreitt rúm svo það yrði pláss fyrir þau bæði. Fjóla tók stríðni hans vel og sagði að hann yrði ekki svona upplitsdjarfur þegar hann gæti ekki lengur tekið utan um hana með góðu móti. Þröstur hló bara og hélt áfram að stríða henni. Hann fann að hann var að verða ástfanginn af Fjólu og gladdist yfir því. Hún átti það svo sannarlega skilið að hann elskaði hana af öllu hjarta. Henni hafði ekki liðið vel þann tíma sem þau höfðu verið aðskilin, en hún hafði dulið líðan sína svo vel að fjölskyldu hennar hafði ekkert grunað. Hún vildi ekki láta þau vorkenna sér. Núna leið henni vel, en fannst hún stundum vera Þresti fjötur um fót. Hún gæti ekki afborið það, ef hann yrði óhamingjusamur hennar vegna. Hann virtist vera glaður og var henni ósköp góður, og hún vonaði að hann gæti elskað hana og orðið hamingjusamur með henni. Þröstur hughreysti hana, þegar hún nefndi þetta við hann. Hann sagði henni að hann væri hamingjusamur og ánægður. Þau höfðu ákveðið að giftast ekki fyrr en eftir fæðingu barnsins. Þau yrðu því að bíða til febrúarloka. Það yrði þeim góður reynslutími. Feðgarnir Víðir og Hlynur stigu út úr bifreiðinni og gengu inn í húsið. Hlynur hafði ekið föður sínum heim og ætlaði aðeins að heilsa upp á móður sína, áður en hann færi heim til sín. Sóley fagnaði þeim vel og bauð þeim hressingu, sem þeir þáðu. Hlynur var rétt að ljúka við kaffið, þegar gesti bar að garði. Það var Fjóla og unnusti hennar. Hlynur kyssti systur sína og heilsaði Þresti vingjarnlega. Hann kunni strax vel við hann. Sömu sögu var að segja um Þröst. Þeir gátu spjallað óþvingað saman og fundu báðir að þeim átti eftir að verða vel til vina. Fjóla gladdist yfir því hve vel þeir tóku hvor öðrum. Hún virti bróður sinn fyrir sér og fannst ein- hver hörkusvipur kominn á andlit hans, sem ekki hafði verið þar áður. Eitthvað hafði komið fyrir Hlyn. Og það hlaut að vera eitthvað mjög mikið. Hún hætti þessum hugsunum þegar Sóley móðir hennar spurði hvernig henni liði. „Mér líður dásamlega vel,“ sagði hún og leit brosandi á móður sína. „Þröstur dekrar við mig eins og ég sé ung- barn.“ Heima er bezt 105

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.