Heima er bezt - 02.10.1992, Síða 29
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR J
lagaannáll hrossaræktarfélaga
upphafí til 1960.
Bók 3019 HEB-verð kr. 2200
frá
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á
20. öld (II).
Þetta er annað bindi Ættbókar og
sögu íslenska hestsins á 20. öld.
Fyrir 19 árum kom fyrsta bindið
út og Qallaði það um stóðhesta, en
nú er ijallað um kynbótahryssur.
Ilér eru birtar lýsingar á flestum
skráðum og völdum undaneldis-
hryssum landsins frá aldarbyrjun
til 1970, eða þær sem komið hafa
við sögu í kynbótastarfinu, alls
um 3500. í bókinni eru einnig
glefsur úr starfssögu Gunnars og
er óhætt að fullyrða að þar er
hressilega skrifað.
Bók 3020 HEB-verð kr. 2200
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
islenzka hestsins á
20. öld (III).
Þetta er þriðja bindi hins mikla
ritverks Gunnars Bjarnasonar
hrossaræktarráðunauts. Þessi bók
er sérlega glæsileg í alla staði og
nauðsynleg öllum áhugamönnum
um íslenska hrossarækt. í þessu
bindi er haldið áfram þar sem frá
var horfið í öðru bindi, við að
fjalla um kynbótahryssur. Hér eru
birtar lýsingar á flestum skráðum
og völdum undaneldishryssum
landsins frá aldarbyrjun fram til
ársins 1970. í þessu bindi er fjall-
að um ættbókarfærðar hryssur frá
Eyjafirði, austur um og allt til
Borgarfjarðar. í þessu bindi, eins
og hinum fyrri er starfssaga
Gunnars og er hér fjaliað mikið
um útflutning hrossa og baráttu
Gunnars við að vinna íslenska
hestinum markað eriendis.
Bók 3021 HEB-verð kr. 2200
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
islenzka hestsins á
20. öld (IV).
Þetta er fjórða bindi stórvirkis
Gunnars Bjarnasonar. Hann hefur
hiotið mikið lof fyrir þetta einstæða
ritverk sitt, bæði hérlendis og er-
lendis, enda er Ættbókin komin út í
þýzkri þýðingu. í IV. bindinu eru
m.a. ættarskrár 380 stóðhesta,
leiðbeiningar um hrossakynbætur,
auðskilin erfðafræði og skýringar á
myndum gæðingaættsofna innan
íslenska hestakynsins. Hundruð
mynda og tugir litmynda, þar á
meðal litmyndaraðir með nöfnum á
litum íslenskra hesta. Ættbókin
nær fram á Vindheimamelamótið
sumarið 1982. í þessu bindi birtist
líka eina ættskráin yfir útflutta
stóðhesta sem til er. Loks er í bind-
inu risavaxin nafnaskrá yfir öll 4
bindin, með þúsundum nafna
manna og hesta.
Bók 3022 HEB-verð kr. 2200
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á
20. öld (V).
I
I þessu bindi er lýsing stóðhesta frá
nr. 964 til 1140 og lýsing á hryss-
um frá nr. 3500 til nr. 4716. í bók-
inni er starfssaga Gunnars sem
ráðunauts tii ársins 1973. Segir þar
m.a. frá kynningu á íslenska hest-
inum í Evrópu og Ameríku, stofnun
hestaklúbba erlendis og alþjóða-
sambands um íslenska hestinn.
) Bókina prýða myndir af flestöllum
stóðhestum sem lýsing er af.
Bók 3023 HEB-verð kr. 4000
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á
20. öld (VI).
í þessu bindi er lýsing stóðhesta
frá nr. 1141 tii 1174 og lýsing á
hryssum frá nr. 4717 til 8072. Þar
með hefur Gunnar unnið það af-
rek að koma í eina aðgengilega
ritröð öllum hryssum sem hafa
fengið dóma og ættbókarnúmer
fyrir maíbyrjun 1990 og öllum
stóðhestum sem hafa fengið dóma
og ættbókarnúmer fyrir júlílok
1990. Hvergi annars staðar geta
hestamenn og áhugamenn um
hrossarækt gengið að öllum þess-
um upplýsingum.
Gunnar reið á vaðið - og komst
fyrstur yfir.
Bók 3024 HEB-verð kr. 4000
GUNNAR BJARNASON:
ÆTTBÓK OG SAGA
íslenzka hestsins á
20. öld (VII).
Þetta er lokabindið í hinu mikla
ritverki um íslenska hestinn á 20.
öld og einnig síðasti hluti starfs-
sögu Gunnars. Sagt er frá útflutn-
ingi hrossa hin síðari ár og birt
frásögn af hinni miklu þolkeppni
á hestum yfir þver Bandaríkin,
sem íslenskir hestar tóku þátt í
árið 1976. Vakti sú keppni mikla
athygli á íslandi og íslendingum,
að ekki sé talað um hestana
sjálfa. Þá er í þessu bindi lýsing á
stóðhestum og hryssum, sem hafa
fengið dóma á árunum 1990 og
1991. Lýsing á stóðhestum frá nr.
1177 til 1233 og fýsing á hryssum
frá nr. 8072 til 8836. Á annað
hundrað myndir prýða bókina.
Jónas Kristjánsson, ritstjóri, hefur
búið ættartölur undir prentun.
Bók 3025 HEB-verð kr. 4900
Bókaskrá
29