Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1992, Síða 43

Heima er bezt - 02.10.1992, Síða 43
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR ERIK OLAF-HANSEN: DREKKTU VÍN Erik Olaf-Hansen er blaðamaður sem ritað hefur um læknisfræðileg málefni í íjörutíu ár, og þar fyrir utan um vín í Politiken um árabil. Hann hefur kynnt sér fagurbók- menntir um vín og heilsu. Vel stutt rökum hljómar ráð hans því: „Njóttu vínsins. Pað gerir þér gagn. Hófsöm neysla víns er heilsusamleg, lengir lífið og er vörn gegn ýmsum sjúkdómum.” Bók 3132 HEB-verð kr. 450 ÞRJÁR SÍGILDAR SÖGUR 1. BÓK í þessari fyrstu teiknimyndasögu- bók eru sögurnar um Mærina frá Orleans, Ilionkviðu og Rauða ræn- ingjann. Bók 3133 HEB-verð kr. 390 ÞRJÁR SÍGILDAR SÖGUR 2. BÓK í þessari annarri teiknimynda- sögubók eru sögurnar Námur Salómons konungs, Ferðin til tunglsins og Hamlet. Bók 3134 HEB-verð kr. 390 KA THLEEN MCCORMACK: TAROTSPILIN í fimm aldir hafa Tarotspilin 78 verið notuð til að skyggnast inn í framtíðina. En þeir sem lesa úr Tarotspilum trúa að þeir geti sagt okkur fleira, svo sem kosti okkar og galla, leynda hæfileika og duld- ar óskir. Kathleen McCormack, frægur sjáandi, útskýrir hvernig nota á Tarotspilin og túlka leynd- ar merkingar þeirra. Bók 3135 HEB-verð kr.880 (kilja). GUNNAR S. SIGURJÓNSSON: KVELDSKIN, OULRÆNAR FRÁSAGNIR, HUG- DETTUR OG UÓÐ Höfundur segir m.a. frá kynnum sínum af þjóðskáldinu Davíð Stef- ánssyni frá Fagraskógi. Þá eru frásagnir af miðilsfundum með Hafsteini Björnssyni og Björgu Ó- lafsdóttur. Þetta er tilvalin bók fyrir þá sem áhuga hafa á dul- rænum málefnum. Bók 3136 HEB-verð kr. 250 D.C. JARVIS M.D.: LÆKNISDÓMAR ALÞÝÐUNNAR Höfundur segir um bókina í for- mála: „Ég tók þessa bók saman í fyrstu til að láta dóttur minni og afkom- endum hennar eftir vitneskju um meginþætti og nytsemi þessara læknisdóma alþýðunnar eins og ég hef kynnst þeim og reynt þá í læknisstarfi mínu. Ósk mín er sú að hún megi auka þekkingu og skilning á náttúrunni og ágæti al- þýðulækninga meðal allra þeirra sem áhuga hafa á sívaxandi lífs- þrótti allt frá bernsku, til heil- brigðrar elli.” Bók 3137 HEB-verð kr. 1680 D.C. JARVIS M.D.: GIGTARSJÚKDÓMAR & HEILSUFRÆÐI AL- ÞÝÐUNNAR Bókin er rituð á lifandi og auð- skildu máli og opinberar fróðleik sem er í fárra eigu og ber fram skynsamlegar ráðleggingar um einn hinna þrálátustu sjúkdóma sem læknavísindin þekkja. Mjög eru athyglisverðar athuganir og til- raunir höfundarins á búfé bænd- anna í Vermont, fóðrun þess og á- hrif fóðursins á heilsufar þess og á- hrifaríkum en einföldum aðferðum til viðhalds heilbrigðis bústofnsins og afurðagæða. Ástæða er til að benda íslenskum búfjárræktendum á niðurstöður læknisins eins og þeim er lýst í þessari bók. Bók 3138 HEB-verð kr. 1145 BJÖRN JÓNSSON, LÆKNIR: STJARNVÍSI í EDDUM Hér gefst íslenskum lesendum kostur á að fá hnitmiðaða og skemmtilega útlistun Björns Jóns- sonar á hinum stjarnfræðilega vettvangi norrænna goða. Bók 3139 HEB-verð kr. 900 Bókaskrá 43

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.