Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 5
„VftMKum test hér rætur“ Síldarœvintýri siglfirskra fyrir rúmlega átta árum, eða vorið 1985. Jóhanna er einnig komin í sólbaðið í heimilisgarði Báru og við gefum henni orðið. ,,Ég náði í skottið á síldarævintýrinu á Siglu- firði og það var sko ævin- týri, skal ég segja þér. Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að salta, þannig að það þurfti að hlaða und- ir mig kössum til að ég næði niður í botninn. Stundum hafði ég það á til- finningunni að ég væri að steypast ofan í tunnuna. Það hefði verið geðslegt að enda lífið sem síld í tunnu, eða hitt þó heldur,“ segir Jóhanna og hlær dátt að minningum síldaráranna. Jóhanna verður fertug á næsta ári. „Ég tek á móti gestum í Tælandi, ef vinir mínir á íslandi vilja gleðja mig á stúlkna í Portúgal „Nei, biddu fyrir þér, inaður minn, við sjáuin ekki eftir því að hafa yfir- gefið ættjörðina fyrir átta árum til að setjast að í heitara landi. Þetta var afdrifaríkt skref og það þurfti ákveðna áræðni til að stíga það. En við vær- um tilbúnar til að gera það sama aftur í dag ef við stæðum á sama stað, þó við séum reynslunni ríkari. Það er á hreinu.“ Við erum komin í heim- sókn til Portúgal, nánar til- tekið til Algarve, í lítinn fiskimannabæ, sem heitir Albufeira. Við sitjum úti í garði í um þrjátíu og fimm gráðu hita, í sandölum og ermalausum bol, og það fer vel um okkur. Við erum komin í heimsókn til Báru Hauksdóttur frá Siglufirði. Hún flutti til Albufeira ásamt Jóhönnu systur sinni Gísli Sigurgeirsson í heimsókn hjá Jóhönnu og Báru Hauksdœtrum í Albufeira Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.