Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 17
Tíðarfar er hér gott. Fyrst í september féll snjór 4 þumlunga djúpur, síðan hafa verið blíður. Nú er Runólfur orðinn Sjera. Skyldi hann ekki vera vit- lausastur, líkt og hann hrapi í Höfðanum eða bólur á sjónum verði honum til ama. Það er sagt að Bjarni Bjamason frá Kirkjulandi sé að selja og ætli að flytja burt frá Sion. Hann er góður Mormóni og efnaður maður. Björn Magnús- son fór til að skoða sig um. Hann fór til Was- hington í Bandaríkjunum, í bænum Seattle stað- næmist hann helst og víðar mun hann hafa farið þar um slóðir. Og er mælt að hann fari og hinn fyrrnefndi B. Bjarnason, meir veit ég ekki um það. Stóri-Björn er hættur að vinna en hvenær hann fer geymir tíminn. Það er sagt að vel hafi fiskast síðastliðið sumar. Það hefði verið gott fyrir mig að vera kominn til að róa ... Samt verður það líklega ekki að ég fari til Is- lands næsta sumar því það er ekki billegra nema kaupa farseðil báðar leiðir og fara á sýninguna í Chicago um leið. Þar verða margar flugur á ferð og líka telja menn að ekki standi gott af henni, rán eða drepsótt. Nú er að minnka bréfsefnið. Ég er líka svo slæm- ur af helvítis tannpínu að ég get varla verið á fót- um, hún er að vitja um síðasta jaxlinn. Svo er mað- ur nauðbeygður til að láta draga úr sér og setja í mig tönnur. Ég veit ekki hvenær ég hef hentugleika til að borga þér fiðrið sem þú sendir mér. Ég gjöri það við fyrsta tækifæri þegar ég kem til Spanish Fork, sem líklega verður bráðlega ef mér verður ekki gott til með vinnu og skaltu ekki skrifa mér að sinni, því það er ekki víst hvað ég tek fyrir þegar ég sé að í þessum bannsettum rassi er öngva vinnu að hafa. Fremur hefi ég gaman að fá bréf við hentugt tækifæri. Hér í Scofield er jólagleði úti hjá flestum og hefur lítið verið sögulegt meðal Islendinga hér, en fjöldi hefur verðskuldað húsaskjól og nokkrir fengið. Tveir réðust á fatasölumann á alfaravegi hér í bænum. Skemmdu það sem hann hafði með- ferðis, giskað er á að þeir fái 6. mán. fangelsi eða verði að borga sig út en þyngra straff ef lengra látið ganga. Oklárað er málið enn. Um nýja árið á að skjóta mann (í næsta bæ fyrir sunnan Spanish Fork) fyrir það að hann drap konuna sína. Hann framdi þetta svívirðilega morð með því að kæfa hana, fyrst í vatnsbala, svo gróf hann hana niður. En nokkru seinna fundu börnin þeirra hana af til- viljun. Þau höfðu átt 8 böm. (Seig þú mér hvernig dómur féll í Fjallamálinu. Gaman er að frétta um sjómennsku og málaferli). Svona tilfelli gat átt sér stað meðal hinna síðustu daga heilögu á þessari öld, sem hefði varla borið við á liðnum tíma meðal hinna starblindu gentala (heiðingja). Kannski þetta hafi verið einhver hel- vítis heiðingi, ég vil finna það út og gef þeim trú- uðu. Þessi maður mátti segja til hvort hann vildi skjótast eða hengjast. Heldur kaus hann það fyrr- nefnda. Ég held ég hefði farið að sjá hefði hann verið hengdur. Ekki held ég John sem var í Sjólyst hafi það gott. Ég hef talað við mann sem hefur verið hjá Jóni. Þessar nýlendur eru mikið misgóðar. Ég hef nokk- uð fræðst af fólki sem komið er að norðan. Gott væri fyrir alla sem til Ameríku fara, að skoða sig um áður en þeir taka upp land, en byggja ekki skoðanir sínar á annara sögusögnum. Sagnir eru flestar eftir því hvernig hverjum líkar í því og því plássinu sem þeir eru í. Ekki held ég að sumir sem skrifa finnist þeir hafa hæfilegleika til að lýsa plássi þó þeir hafi ekki verið nema eina viku. Verði þeim að góðu, miklir hæfileikar eru það. Meira eru þeir verðir en ég og þó allir komi til Ameríku læt ég mig einu skipta. Samt vildi ég að þú fréttir það aldrei að ég eyddi því sem ég hef aflað til að kaupa eigindóm í Spanish Fork. Ég fer að hætta, fyrirgefðu ómerka bullið. Kveð þig ásamt minni kæru ntóður. Þinn Guðmundur Magnússon, Scofield, Emergy County, Utah. Rs. Ég bið að heilsa Arna Diðrikssyni og því fólki er var á hans heimili þegar ég fór. Sömuleiðis Vigfúsi Scheving og Óla gamla í Koti. Sami G. Magnússon. Tvö síðari bréf Guðmundar verða birt í næsta blaði. Heimaerbezt 337

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.