Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 6
un þegar minnst var á síldarævintýrið, þannig að ég vildi vinna mikið til að reyna þessa dásemd. En ég vildi ekki sleppa vinnunni á hótelinu, þannig að þegar ég var búin þar á kvöldin, fór ég bara beint í síldina. Það var gaman að fá að kynnast þessum vinnubrögðum. en þetta var stutt ævintýri.14 Þjónustulundin í erfðir Þær Bára og Jóhanna eru dætur Hauks Magnússonar og Erlu Finnsdóttur á Siglufirði. Haukur var lengi kennari þar í bæ, en Erla hefur lengi satt maga þeirra sem komið hafa svangir á hótelið á Siglufirði. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Jóhanna er elst, en næstur kom Finnur, sem var sjómaður. Hann drukknaði í hörmulegu slysi við störf sín á sjónum fyrir nokkrum árum. Næst í röðinni er Bára, en Bylgja er yngst. Hún var lengi verkstjóri hjá Þormóði ramma á Siglu- firði, en hún starfar nú sem sölu- og markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Já, Erla móðir þeirra systra, hefur gert mörgum svöngum gott á Siglufirði og eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Jó- hanna fór frá Siglufirði 16 ára gömul og settist í Húsmæðraskólann á Laugar- vatni. ,,Það var ofsalega gaman þar,“ segir Jóhanna glettin á svip. ,,Fyrir það fyrsta lærði ég þar margt gagnlegt, sem hefur komið mér vel, en auk þess kynntist ég þarna fjöldanum öllum af lífsglöðu fólki. Þetta var að vísu húsmæðraskóli og þar af leiðandi eingöngu stelpur í nemendahópnum. En það var stutt yfir í Iþróttakennaraskólann og Héraðsskólann, þannig að ævintýrin voru á næsta leiti. Að vísu settu skólareglur stundum strik í reikninginn en það voru nú til gluggar á skólahúsinu og kærkominn trjá- gróður rétt við húsvegginn, til að skýla þeim sem vildu leynast,“ segir Jóhanna og hlær dátt við þess- ar endurminningar. ✓ „Eg tek á móti gestum í Tœlandi á nœsta ári, þegar ég verðfertugsegir Jóhanna Hauksdóttir og hlær dátt. afmælisdaginn,“ segir Jóhanna sposk, en þær syst- ur hafa ferðast víða á undanförnum árum. Bára er hins vegar rétt liðlega þrítug, þannig að síldarævin- týrið er henni lítið annað en ,,ævintýri“ í barns- minni, og þó. Nokkrum árum eftir að hinu raun- verulega síldarævintýri lauk var saltað um tíma á Siglufirði. „Þá var ég byrjuð að vinna á hótelinu á Siglu- firði,“ segir Jóhanna, „en mig langaði mikið til að komast í síld. Þeir eldri fengu alltaf stjörnur í aug- 326 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.