Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.10.1993, Qupperneq 10
elum hafi um tuttugu þúsund krónur íslensk- ar í mánaðarlaun. Það dugir skammt, því ferðamennirnir hafa sprengt upp verðlagið á svæðinu á meðan laun- in hafa staðið í stað. Það er til dæmis mun ódýrara að lifa í Norð- ur-Portúgal og þar eru launin þau sömu. „Já, gamla fólkið hér grætur liðna tíð, það sér eftir grænu svæðunum sem hafa farið undir hótel og nú eru fiski- mennirnir hér nánast eins og sýningargripir fyrir ferðamenn. Þeir róa á litlum bátum og lengi vel seldu þeir aflann á markaði hér við ströndina en hann er nú horfinn og óneitanlega hefur gamli bærinn glatað ákveðnum sjarma,“ segir Bára. Ferðamannastraumurinn til Algarve tekur að þyngjast um páska og nær hámarki í júní, júlí og ágúst, en fjarar síðan hægt út í september og októ- ber. Það þornar þó aldrei alveg, því yfir veturinn er alltaf slangur af ferðamönnum í Algarve, fyrst og fremst eldra fólk sem kann því betur að ferðast í hæfilegum hita, en vetrarveður í Algarve þætti gott sumar á íslandi. Heimamenn nota veturinn til að dytta að og end- urbæta til að vera betur búnir undir næsta flóð ferðamanna. Já, það er vissulega hlýtt og notalegt í Algarve, en það er líka mikill hitamunur á nóttu og degi, sér í lagi yfir veturinn. Þetta skapar mikinn raka í hí- býlum manna ef ekki er passað vel upp á að lofta út daglega. Þessu fengu þær systur heldur betur að kynnast. Það er Bára sem segir frá: „Við fórum í frí heim til íslands í mánuð fyrsta veturinn okkar hér. Við lokuðum íbúðinni vandlega, eins og venjan er heima, en aðkoman þegar við komum til baka, guð minn góður. Rúmfötin voru umvafin hvítgrárri myglu og rennandi blaut. Sömu sögu var að segja um annan Fiskimennirnir í Albufeira eru orðnir eins og sýningargripir fyrir ferðamenn. fatnað og húsgögnin voru iðandi af einhverjum hvftum, ógeðslegum pöddum. Okkur varð svo mik- ið um, að við flúðum íbúðina og hættum okkur þar ekki inn í marga daga. Annað eins höfðum við ekki séð nema í einhverjum ævintýrum í bernsku, þegar söguhetjan fann einhverjar vistarverur sem höfðu verið glataðar umheiminum í aldir. Þegar við höfð- um loksins kjark tók það okkur marga daga að koma íbúðinni í stand.“ A meðan við spjöllum saman er Bára að gefa fimm mánaða syni sínum brjóst. Hann heitir Rósant Máni. Faðir hans er Sig- urður Jóhannesson, unnusti Báru, en drengurinn er fæddur í Portúgal. „Nei, öryggisins vegna kaus ég að fara heim til að eiga barnið, auk þess sem kærastinn minn var heima og hann vildi að sjálfsögðu vera viðstaddur fæðinguna. En það verður að segjast eins og er að heilbrigðisþjónustan hér er hvergi nærri eins góð og við eigum að venjast heima,“ segir Bára. En hvað segir Jóhanna, fær hún enga löngun í barn- eignir þegar hún hossar litlum, broshýrum frænda? „Nei, elskan mín góða, það er af og frá. Fyrir það fyrsta hef ég aldrei haft neinn tíma til að eignast börn og núna er það að verða allt of seint,“ segir 330 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.