Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 19
SURTSEY JOÁRA Guðný Þ. Magnúsdóttir ræðir við Ævar Jóhannesson um eftirminnilega ferð hans og fleira út í Surtsey 1964 Fáir íslendingar þekkja Surtsey jafnvel og Ævar Jóhannesson úr Kópavogi. Ekki veit hann fyrir víst hversu oft hann hefur komið út í eyjuna en telur líklegt að það nálgist fimmta tuginn. Hann hefur dvalið þar í lengri eða skemmri tíma, stundum allt upp í rúma viku í senn og lent í ýmsum ævintýrum. Ein ferðin er honum þó minnisstæðari en aðr- ar meðal annars sökum þess hversu nærri lá að illa færi. Heima er bezt leitaði til Ævars í tilefni 30 ára afmælis Surtseyjar og bað hann að deila með okkur reynslu sinni sem og frábærum myndum hans frá Surtsey en ekki er ólíklegt að Ævar eigi flestar myndir af eyjunni sem til eru í einkaeign. Áhugi á eldgosum Ég hef frá unga aldri haft áhuga á jarðfræði og þá sérstaklega eldgosum. Mér er enn minnisstætt hversu mjög mig langaði til að sjá Heklugosið árið 1947 með eigin augum og hversu leitt mér þótti að hafa ekki aðstöðu til þess. Ég var þá 16 ára gamall og áhugi minn á eldgos- um þegar orðinn mikill. Syrtlingur séðurfrá Surtsey í september 1965. Sem betur fór komst ég þangað ári síðar og fannst mikið til um. Sú ferð var farin undir handleiðslu Páls Arasonar fjallabílstjóra sem var þekktur maður á sínum tíma. Þarna sá ég Sigurð Þórarinsson jarðfræðing í fyrsta sinn en hann átti síðar eftir að verða einn af góðum vinum mínum og samstarfsmönnuum. Næsta gos hér á landi var í Öskju árið 1961. I miklum snjó og ófærð braust ég norður ásamt fleirum og ekki er ofsögum sagt að við höfum vað- ið snjó upp að höku. Við komumst þó á áfangastað og þar náði ég nokkrum myndum. Surtseyjargosið í nóvember 1963 hófst gos í Surtsey. Ég flaug yfir svæðið strax sama dag en náði engum áhugaverðum myndum að eigin mati. Mig langaði því mjög til að koniast út í eyjuna og fór nokkrar ferðir til Vestmannaeyja í þeim tilgangi, en tókst það ekki fyrr en nokkru síðar. Ég var þá svo heppinn að gosið var allmikið á nieð- Heimaerbezt 339

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.