Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Page 20

Heima er bezt - 01.10.1993, Page 20
an ég var þar, en það hafði þá legið niðri um tíma. Það var stórkostleg sjón að sjá hraunið steypast niður í holskefl- um og mynda glóandi hraunteppi yfir hraunkragann í kringum gíg- inn. Ekki man ég nákvæmlega hvenær ég fór næst út í eyjuna en tel þó lík- legt að það hafi verið í mars. í þá ferð fór ég með Osvaldi Knudsen sem var mikill áhuga- maður um eldgos og greip hvert tækifæri sem gafst til að komast í návígi við þau. Hann náði stórkostlegum myndum af gosum fyrir einstaka elju því hann eyddi ekki tímanum í að hugsa um tæknileg atriði heldur myndaði þegar eitthvað var að sjá. Osvaldur var einstakur ljósmyndari og mikill listamaður í þeirri grein. Hraunelfur úr gígum Surtseyjar í ágúst 1966. í baksýn sést Jólnir og efmyndin prentast vel má sjá þýskt skólaskip sem lónar við eyjuna. Gígurinn til hægri er sá sem lengst gaus í eyjunni. Ævar Jóhannesson og Karl T. Sœmundsson staddir í Surtsey í október 1993. Svaðilfarír í Surtsey Það var síðan þann 19. ágúst 1964 að ég lagði í þá ferð til Surtseyjar sem mér er minnisstæðust fyrir margra hluta sakir. Ferðafélagi minn var góður vinur minn, Jón Þórðarson framleiðslustjóri á Reykjalundi. Jón er þekktur fyrir uppfinningar sínar en líklega vita færri að hann er mikill áhugamaður um Ijós- myndun og hefur tekið margar ágætar myndir og meira að segja málað einnig. Við Jón ákváðum að gera út leiðangur í Surtsey og vera þar yfir nótt. Ætluðum við að fara á þeim árstíma að ekki væri mjög kalt um nætur því við höfðum heyrt af mönn- um sem voru tæpt komnir eftir næturlanga veru þar. Þegar við Jón lögðum af stað var veður einmuna gott og veðurspá eins og best verður á kosið, hæg- ur norðaustanandvari og heiðskýrt. Samkvæmt spánni átti að vera auðvelt að komast frá eyjunni daginn eftir. Við leigðum okkur bát sem flutti okkur út í Surts- ey og gekk sjóferðin vel. Þegar við komum í land fórum við strax að skoða okkur um og mynda gosið. Þá gaus úr einunt gíg en í honum var hrauntjörn á annað hundrað metra breið, eins og pottur í laginu 340 Heima er hezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.