Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Side 21

Heima er bezt - 01.10.1993, Side 21
Fyrsta blómjurtin semfesti rcetur í Surtsey. sem sauð stöðugt í og slettist úr í um 100 metra hæð öðru hverju. Þó var hægt að vera nálægt gígnum án þess að eiga á hættu að hraunið slettist á mann. Þar sem veður var gott töldum við óþarfa að hafa með okkur tjald og vildum við ekki heldur bera með okkur mikið af matvælum né vatni enda ætl- unin að vera þarna eingöngu eina nótt og von var á bátnum að sækja okkur um hádegi daginn eftir. Um kvöldið og fram eftir nóttu tókum við mikið af myndum og varð því ekki mikið um hvíld þá nótt. / norðanbáli Um morguninn brá okkur illa við er allt í einu brast á norðanbál og var brimið slíkt að enginn möguleiki var á að lenda við eyjuna. Við vorum hálfilla staddir, bæði matar- og vatnslausir. Næstu nótt frysti og mér er minnisstætt að hafa heyrt síðar að öll kartöflugrös féllu í Þykkvabænum og að kartöfluuppskeran eyðilagðist það árið. Þá nótt brugðum við á það ráð að búa um okkur innan í gígnum sem myndaðist í neðansjávargosinu. Við það höfðum við gott útsýni yfir gosið án þess þó að okkur stafaði hætta af því. Þegar leið á nóttina varð okkur svo kalt að við sáum að við svo búið mátti ekki standa. Við skreiddumst á fætur og fórum niður að nýja hraun- inu sem við vonuðum að væri nógu heitt. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur virðir fyrir sér hrauntotu sem rennur í sjófram í ágúst 1966. Eins og sjá má eru hamrar teknir að myndast. Svo reyndist ekki vera svo við fórum út á hraunið neðan við gíginn og fundum þar gat með rennandi hrauná neðst. Upp úr gatinu lagði mikla hlýju og bjuggum við um okkur þar sem best við gátum. Aðalhraungígurinn í ágúst 1966. Heima er bezt 341

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.