Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.10.1993, Blaðsíða 24
Jarðvísindamenn að störfum í Surtsey 1966. Við Sigurður Þórarinsson sálugi fór- um niður í gíginn í Jólni skömmu áður en eyjan brotnaði niður í óveðri. Áður myndaðist eyjan Syrtlingur en þangað fór ég aldrei í land enda afar hættulegt að reyna slíkt þar sem gosið var svo kröftugt að grjót og aska spýtt- ust í allar áttir. Ég hef farið svo oft út í Surtsey að ég hef líklega dvalið þar allt í allt mánuð- um saman. Varla hefur liðið svo ár að ég færi ekki þangað og alltaf hef ég jafngaman af. Margar ferðirnar hafa verið ævintýra- legar en engin þó eins og sú sem hér er lýst að framan. Þó má ef til vill segja að önnur ferð hafi einnig verið hálfglæfraleg. Aðkom- an að Surtsey er erfið og því lenda menn í ýmsu þegar þeir freista land- göngu. Það er ekki nema í bestu veðrum sem lendandi er í eyjunni því brimið er svo ntikið. Eitt sinn lenti ég í sjónum um miðjan vetur en þá var ég í leiðangri sem sendur var út Háskólanum til að freista þess að reisa hús í eyjunni. Meðal þeirra sem voru í hópnum má nefna Þor- björn Sigurgeirsson og ýmsa stúdenta við skólann. Við fórum út með varðskipi og gekk ferðin vel nema þegar átti að koma okkur í land. Það tókst ekki betur en svo að við lentum allir í sjónum og einnig allt okkar dót, að meðtöldum mat sem duga átti til vikudvalar. Ekki var um annað að ræða en að þurrka fötin á sér í frostinu því ekki var um neitt afdrep að ræða. Við fórum því bara að vinna og reyndum að halda á okkur hita með því. Svefnstaður okkar var gerður með þeim hætti að einn veggur stóð uppi af húsinu og lögðum við okkur þar með einangrunarplast sem hvílu. Okkur tókst að reisa húsið þannig að stafn vant- aði en verkinu lukum við síðan í apríl sama ár. Margir mætir menn lögðu þarna hönd á plóginn en að öðrum ólöstuðum vann Björn Johnsen læknir mikið þrekvirki við húsagerðina í Surtsey enda mikill verkmaður. Við lentum í ýmsum ævintýrum við húsagerðina. Þegar komið var að því að setja glerið í gluggana kom í ljós að vitlaust hafði verið mælt svo allar rúður voru 1 cm. of langar. Fyrir einskæra heppni hafði ég stungið glerskera í vasann áður en ég fór að heiman og tókst mér því að skera rúðurnar til. Aðstæðurnar voru nú ekki betri en svo að við slétt- uðum sand undir og lögðum rúðurnar á og skárum þannig við venjulegt óheflað borð. Við jarðhitamœlingar í Surtsey Það var mikill munur að fara út í Surtsey eftir að húsið kom upp. Árni Johnsen sem var í eyjunni í mörg sumur lagaði húsið mikið til svo hægt var að Iáta fara mjög vel um sig. Þá þurfti ég að fara enn oftar út í eyjuna þar sem ég tók að mér að fylgjast með hitanum í lausum gosefnum þar fyrir Raunvísindastofnun. Með þess- um hitamælingum var hægt að sjá hvernig hitinn þróaðist og móbergið myndaðist. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor bað mig um að framkvæma þessar mælingar og þótti mér vænt um það enda hafði ég bæði gagn og gaman af. 344 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.