Heima er bezt - 01.10.1993, Page 32
ORÐASPIL
Hér á eftir gefum við upp við hvern tölulið eitt orð og þrjár
hugsanlegar skýringar á því. Aftan við hverja skýringu eru
tölur sem gefa til kynna á milli hvaða punkta á punktatöfluni
hér fyrir neðan þið eigið að draga línu eftir að þið hafið
ákveðið hvaða skýring er rétt og þá um leið hvaða tölur þið
notið. Þegar þið hafið svo leyst alla þrautina rétt kemur í Ijós
5 stafa orð í punktatöflunni og er það hin endanlega lausn
orðaspilsins.
Við veitum þrenn bókaverðlaun fyrir réttar innsendar
lausnir, en þau eru eftirfarandi bækur:
1. verðlaun: Eyrnatog og steinbítstak, ævisaga dýralæknis
2. verðlaun: Sigla himinfley, saga frá Vestmannaeyjum
3. verðlaun: Blái engillinn, saga Marlene Dietrich
Skilafrestur er til 20. nóvember n. k.
1. KRAKKALDI:
a) kyrkingur (9-18-29)
b) krappur sjór (13-33-53)
c) smávaxið barn (11-31-51)
2. SKROKKSKJÓÐA:
a) malur (2-23-42)
b) kýli (47-48-49)
c) bylta (44-24-4-5-6)
3. FÚLDRUMBUR:
a) fúin spýta (33-34-35)
b) durtur (7-8-9)
c) for (44-45-46)
4. PÍPÓLA:
a) dekstra (10-30-50)
b) byssa (7-27-47)
c) spænsk kona (14-34-54)
5. TYTLA:
a) snyfsi (1-21-41)
b) mjólka (6-25-44)
c) fugl (21-22-23)
6. KRUNKARALEGUR:
a) sníkjulegur (26-37-46)
b) forvitinn (27-28-29)
c) hjólbeinóttur (25-46)
7. PÍLÁRAR:
a) rimlar (10-11-12)
b) púkablístrur (1-2-3)
c) örvamælar (50-51-52)
8. VEMBILFLÁKA:
a) magakveisa (10-31-50)
b) kylliflatur (13-14-15)
c) feit kona (8-18-27)
9. BLAMMA:
a) detta (3-16-23)
b) skjóta (28-38-49)
c) svívirða (12-19-32-39-52)
10. LÁMUKYNGJA:
a) hundslappadrífa (15-20-34)
b) gleypa (53-54-55)
c) gefa eftir (5-25-45)
11. SKREPPINGUR:
a) stutt ferð (23-36-43)
b) hugleysi (24-25-26)
c) efni sem hleypur við þvott
(35-40-55)
12. STOBBARALEGUR:
a) snöggur (2-22-42)
b) montinn (8-29-42)
c) feitur (34-55)
13. GRUNNFALL:
a) brotsjór (30-31-32)
b) undanrenna (14-35-54)
c) grugg í vökva (12-31-52)
14. FULHNÚA:
a) handfjatla (8-28-48)
b) berja (4-25-37)
c) með lokaðan hnefa (1-22-43)
15. SVIRGULL:
a) rýja (41-42-43)
b) heigull (14-33-54)
c) málmur (7-28-49)
16. KYPPA:
a) hrúga (5-T7-25)
b) ker (6-17-26)
c) færa til (2-16-22)
?9?ft
• • • • •
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15
• • • • • • • • • • • • • • •
16 17 18 19 20
• • • • •
21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35
• • • • • • • • • • • • • • •
36 37 38 39 40
• • • • •
41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55
• • • • • • • • • • • • • • •
352 Heima er bezt