Heima er bezt - 01.10.1993, Page 35
°a______________________________
eftir Málfríði Einarsdóttur
TÖTRA í GLETTINGI
1 þessari sögu segir frá stórbrotnum búskap
hjónanna Auðna og Tötru á höfuðbólinu Gleiðru
í Glettingi. Sá búskapur er bæði fornlegur og
hánýtískur, enda starfa að honum fjórar
kynslóðir. Tötra gerist brátt skörungur og
afkastamikil um framkvæmdir, en lengi er
nokkuð tvísýnt um afrek Auðna, uns hann tekur
að leggja fyrir sig „heimsbjargardundur."
Gerist þar ýmislegt með ólíkindum en sonur þeirra hjóna, Týr Ylfingur Gólari, og vinur
hans Jón Alvar, veita Auðna fulltingi. Síðan er allt með fögru yfirbragði í Glettingi, þó afrek
Auðna gleymist. Lesendur Málfríðar vita að fáir íslenskir höfundar á þessari öld hafa ritað
slungnari og fjörugri stíl en hún og er ekkert lát á þeirri leikandi list í þessari bók, nema
síður væri.
BRÉF TIL STEINUNNAR
Hinn sorgfulli heimsymur og skrípitól þeirra
Brisnefs og Pentagóns og glettni í ýmsum
blæbrigðum, sumum gullnum, öðrum
fráleitum. I bókinni er meðal annars hið langa
réf sem bókin er samnefnd, en einnig eru í
henni t.d. sagan um ferðina að Gráglettingi og
nokkur bréf til danskra vinkvenna
skáldkonunnar.
Tvær í einum pakka
Fullt verð kr. 1710.- pakkinn.
Sértilboð til áskrifenda HEB
kr. 1300.-
Sérstakur pöntunarseðill fylgir blaðinu
Málfríður Einarsdóttir
Bréf til
Steinunnar
|Skjaldborg
ÁRMÚLA23 ©67 24 00