Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 13
Dýralœknisbústaðurinn á Hellu. Hestageldingar 1979. Carmen hjá hestum þeirra hjóna 1969. Carmen áttum tvo syni, þegar þama var komið sögu. Ekki bætti úr skák, að ófriðvænlega horfði í heiminum um þetta leyti. Sovétmenn settu Vestur-Berlín í herkví og stöðvuðu alla flutninga til borgarinnar, og Kóreustríðið skall á árið 1950. Eg gekk til liðs við þýska Rauða krossinn í febrúar 1948 og varð for- maður félagsdeildarinnar á staðnum. Mér var falið að skipuleggja hjálparstarf fyrir flóttamenn að austan. Ég sendi út leitarflokka, einkum þegar veður var slæmt, til að hafa uppi á fólki sem hafði ofkælt eða særst. Sumir höfðu dmkknað í á eða vatni á landamærunum. Flótta- fólkinu var komið fyrir í skólanum í Hollenbek þar sem það fékk hlý föt og hjúkmn. Meðal þeirra sem aðstoðuðu okkur í þessu starfi var Ámi Siemsen, ræðismaður ís- lands í Lubeck. Hann ráðlagði mér að setjast að á íslandi, því að þar var skortur á dýralæknum. Sunnudagsbamið hafði enn einu sinni fengið bendingu frá Guði! Ég fór að ráðum Áma og var ráðinn héraðsdýralæknir í Rangárvallaumdæmi. Ég kom með „Dettifossi” til Reykjavíkur 22. maí 1950. Carmen og syni okkar tvo, Hans og Harald, hafði ég skilið eftir í Þýskalandi meðan ég var að koma mér fyrir. Þau komu svo til landsins í september sama ár. Hér á landi eignuðumst við soninn Helga og dótturina Krist- jönu. Ég stóð einn við borðstokkinn og beið í eftirvæntingu. Skipverjar vom allir famir í land í helgarleyfi, að undan- skildum vaktmönnunum. Átti ég að spyrja til vegar að húsi Sigurðar Hlíðar yfirdýralæknis? Ég kunni ekki stakt orð í íslensku fyrir utan „já” og „nei.” Mér fannst ég ósköp umkomulaus, en þá var allt í einu kallað á þýsku: „Herra Briickner!” Þar var kominn Ásgeir Einarsson, héraðsdýralæknir í Reykjavík. Hann faðm- aði mig að sér og sagði: „Velkominn til íslands, kæri starfsbróðir.” Ég var djúpt snortinn og mér vöknaði um augu, því að í þá daga vom Þjóðverjar hvarvetna fyrirlitnir vegna glæpa- verka nasista. Þegar ég var síðar sæmdur gull- merki Dýralæknaháskólans í Hannover gat ég um þessar hlýju móttökur í þakkarræðu minni! Sagt er að gestsaugað sé glöggt. Eg geri ráð fyrir, að þér hafi komið ýmislegt spánskt fyrir sjónir hér á landi. - Ég reyndi að skyggnast inn í sálarlíf heimamanna til að gera mér betur grein fyrir háttemi þeirra. I fyrstu átti ég mjög erfitt með að átta mig á ýmsum venjum þeirra og siðum og sumt var mér hrein ráðgáta. Þegar skepna veiktist og ég spurði um nánari tildrög að sjúkleika henn- ar, viku menn sér undan að svara og störðu niður fyrir fætur sér. Pantaðir tímar gleymdust. Margir íslendingar láta örlög ráða. Þeir játa hvorki né neita, heldur segja „kannski,” svo að þeir þurfi ekki að skuldbinda sig. Er hugsanlegt að þessi varkámi eigi rætur sínar að rekja til þeirra tíma þegar erlend öfl kúguðu þjóðina? Reynt er með öllum ráðum að fara í kringum lögin. Sumir álíta að íslendingar hafi erft þá eiginleika íra sem kallast „íra- fár,” þ.e. drolla lengi vel, en taka síðan snöggan kipp. I sjónvarpsþætti í mars 1988 var frá skýrt að hérlendis væri venja að fresta framkvæmdum þar til allt er komið í óefni. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á efnahagslífið. Menn eyða og spæna og em svo furðu lostnir yfir að eiga ekki neitt. Margir telja stærsta kostinn að skulda sem mest. Mér kom á óvart, og það vakti raunar heimsathygli, Heima er best 369

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.