Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 20
ekki lengur á þau, sem móta mynd þeirra í minningu okkar. Á sama hátt mótast með tímanum í hugum okkar myndir þeirra manna, er við mætum á lífsleiðinni og veitum nokkra at- hygli. Eða eins og skáldið segir: „Hið mikla geymir minningu en mylsnan og hismið þverr.“ Á sama hátt sé ég mynd föður míns æ skýrar og skýrar með hverju árinu sem líður. Blessuð sé minning hans. Osló í maí 1953 Bjami Ásgeirsson. Ég kynntist afa mínum, Ásgeiri frá Knarramesi, ekki mikið, heimsótti hann þó nokkmm sinnum heima á Reykjum í Mosfellssveit síðustu þrjú árin, sem hann lifði. Mér fannst hann ljúfur maður og hógvær í fasi og framgöngu. Þegar ég kom heim frá háskóla- námi í Kaupmannahöfn fyrir jólin 1939, sérfræðingur í hrossarækt, kynbótum og erfðafræði, þá man ég hversu hann spurði mig í löngum samræðum okkar um ýmsa þætti erfðafræðinnar, og hann reyndi að skyggnast inn í genin í kjamasýmn- um og litningunum og hvemig kyn- fmmumar sameinuðust í móðurlífi spendýranna. I störfum mínum í hálfa öld við kynbætur hrossa og kennslu þessara fræða í bændaskólum hefur mér orð- ið það hrein árátta að kanna forfeður og erfðaeiginleika, ekki síður mann- fólksins en húsdýranna. Bandítar gefa ekki af sér göfugmenni og öf- ugt. Gæðingakyn í 3-4 ættliði gefa ekki af sér skapillar og hrekkjóttar bikkjur. Ég vil nú leyfa lesendum þessarar ritsmíðar að sjá með eigin augum, hvemig ég reyndi að athuga eðli afa míns með könnun úr bókum á öfum og ömmum hans. Það er auð- velt að leita í „Islenskum æviskrám“ dr. Páls Eggerts Olasonar. Fram yfir síðustu aldamót styðst Páll mest við upplýsingar úr heimildum skólanna á Skálholti, Hólum, Bessastöðum og í Reykjavík. Það er fyrst um og eftir 1920 sem valdir em menn í þessar æviskrár að nokkm ráði úr almúga- stéttum og óskólagengið fólk, sem aðeins er getið um í kirkjubókum, þar sem þær vom þá til í sveitum. En svo vill til að upplýsingar er að finna í bókum Páls Eggerts bæði um Ás- geir í Knarramesi og um báða afa hans, Jón bónda Sigurðsson í Álfta- nesi á Mýmm, og eðlilega em til nægar upplýsingar um föðurafann, Bjarni, sonur Ásgeirs í Knarrarnesi. séra Benedikt Bjömsson, sem fædd- ist í Hítardal og var víða búsettur og síðast prestur í Hvammi í Norðurár- dal. Hér á eftir em birtar æviskrár þess- ara þriggja manna: Ásgeir Bjarnason (13. maí 1853 - 3. febr. 1943). Bóndi. Foreldrar: Bjami (d. 17. maí 1866, 42 ára) Benediktsson í Knarramesi á Mýmm (prests í Hvammi í Norðurárdal, Bjömssonar) og kona hans Þórdís (d. 21. apr. 1881, 64 ára) Jónsdóttir, hreppstjóra á Álftanesi, Sigurðssonar. Bóndi í Knarramesi. Var einnig formaður á opnum bátum á Suðumesjum og fyr- ir Mýmm. Lengi í hreppsnefnd og sýslunefnd; amtsráðsmaður 1892- 1907; búnaðarþingsfulltrúi 1907-19. Dvaldi síðari árin á Reykjum í Mos- fellssveit. Kona (11. mars 1887): Ragnheiður (d. 20. maí 1946, 91 árs) Helgadóttir í Vogi á Mýmm, Helga- sonar. Böm þeirra: Bjami sendiherra í Osló, Helgi skrifstofumaður í Reykjavík, Þórdís, átti Bjama Bene- diktsson á Húsavík, Soffía, ógift. Jón Sigurðsson (15. ág. 1787 - 26. sept. 1853). Hreppstjóri. Foreldrar: Sigurður (d. 2. mars 1810, 53 ára) Bjamason á Álftanesi á Mýrum og kona hans Sesselja (d. 24. ág. 1833, 86 ára) Aradóttir í Stafholtsey, Bjamasonar. Bóndi á Álftanesi frá 1810 til ævi- loka. Atorkumaður og gerðist auð- ugur. Var skipaður hreppstjóri og sáttanefndarmaður sama árið og hann byrjaði búskap. Dannebrogs- maður 1843. Kona (24. júní 1811): Ólöf (d. 31. des. 1861, 71 árs) Jóns- dóttir útvegsbónda á Háteigi á Akra- nesi, Einarssonar. Böm þeirra: Sig- urður á Álftanesi, Sesselja, dó ógift, Margrét átti Kristján Sigurðsson í Vallnakoti, Þórdís átti fyrr Jón Jóns- son í Knarramesi, síðar Bjama Benediktsson sama stað, Guðrún átti Jón Sigurðsson í Hjörsey, Jóhanna Ólöf átti Guðmund Sigurðsson í Hjörsey, Ingibjörg 3. kona síra Bene- dikts Bjömssonar í Hvammi, Halla átti Odd Sigurðsson á Álftanesi. Laundóttir hans hét Sesselja. Benedikt Björnsson (15. ág. 1796 - 4. júní 1873). Prestur. Foreldrar: Síra Bjöm Benediktsson í Hítardal og kona hans Sólveig Ásgeirsdóttir prests á Stað í Steingrímsfirði, Jóns- sonar. Fæddur í Hítardal. Lærði und- ir skóla hjá síra Bimi Pálssyni að Setbergi í Eyrarsveit, tekinn í Bessa- staðaskóla 1814, stúdent 1821, með tæplega meðalvitnisburði. Næsta ár var hann hjá föður sínum, fluttist síð- an (1822) að Sviðholti á Álftanesi. Árið 1823-4 bjó hann á hálfum Hvít- árvöllum, en settist vorið 1824 að í Knarramesi á Mýmm og bjó þar í 5 ár. Eftir lát föður síns var honum boðið að setjast að í Hítardal (1829), 376 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.