Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 16
Gunnar Bjamason: Af Ásgeiri Bjarnasyni í Knarrarnesi hinum mikla „eyjabónda“ við Faxaflóa Annar hluti s Eg minnist nokkurra róðra frá síðari árum hans í Knarramesi, er ég fékk að taka þátt í. Þá höfðu fiskiróðrar fyrir Mýrum legið niðri um áratugi, sök- um þess að fiski- göngur lögðust þar frá fljótlega eftir að togarafiskirí kom í algleyming. ú hafði þess orðið vart eitt vor- ið, að fiskihlaup kom á hinar gömlu fiskislóðir undan Mýr- unum. Reri nú faðir minn nokkra róðra með okkur sonum sínum og fleiri unglingum. Fiskuðum við vel nokkra daga, en svo kom að því að fiskur fór að tregðast þar sem hann hafði verið. Faðir okkar sagði jafnan fyrir hvar og hvemig línan skyldi lögð og veittum við því litla athygli í fyrstu. En nú skyldi leita á nýjar slóðir, og þeirri fiskileit gleymi ég ekki. Fyrst miðaði hann nákvæmlega hvar byrjað skyldi að leggja línuna. Sat hann í skutnum og gaf hana út en sagði okkur, er rerum bátnum, jafn- framt hvert stefna skyldi og fylgdist vel með kennileitum á landi. Var nú farið í krókum, eins og verið væri að feta sig áfram eftir hlykkjóttu einstigi innan um vegleysur á landi og gekk svo uns lóðin var öll komin í sjó. En reynslan varð sú er hún var dregin inn í bátinn, að þama hafði fiskurinn falið sig, því að nú var hann nærri á hverjum öngli. Fékk ég nú sönnur fyrir því er hinn gamli háseti föður míns tjáði mér um það, hversu ná- kunnugur hann hafði verið öllum leynum fisksins á þessum slóðum. Þessarar þekkingar hafði hann aflað með eigin athugun og það sem meira var, geymt hana í minni sínu, svo að hún var honum tiltæk aftur, þó að hann hefði ekki þurft á henni að halda í a.m.k. tvo áratugi. Vinnubrögðum álíka og þessum beitti hann á flestum öðrum starfs- sviðum. Snemma á búskaparámm sínum tók hann að stunda kartöflu- rækt og jók hana með árunum. Átti hann lengi allmikla og frjósama kart- öflugarða. Hann lét sér mjög annt um þessa ræktun og stundaði hana ekki ólíkt tilraunastöð, enda aflaði hann sér allra upplýsinga um kartöflurækt- ina, sem fáanlegar voru. Hann aflaði sér margvíslegra afbrigða af kartöfl- um og bar þau saman við önnur, en 372 Heima er best

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.