Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 19
ákveðinn í að giftast ekki, vegna þess að hann treysti sér ekki til að taka á sig þá ábyrgð er því fylgdi að verða að sjá farborða konu og bömum. Hann var jafnan frábitinn því að taka að sér nokkuð það er hann ekki sá sjálfur út fyrir í upphafi. Það þurfti því alltaf nokkurt átak til að fá hann til að taka að sér störf, er lágu utan við þann verka- hring, er hann hafði sjálfur markað sér. Það átak varð að koma frá öðrum en honum sjálf- um, og stundum komst hann ekki undan því. Þannig varð hann að sitja í stjóm sveitar sinnar næstum allan sinn búskap. Hann varð að sitja í sýslunefnd fyrir sveit sína um nokkurt skeið. Hann var kosinn af sýslunni sem amtsráðsmaður hennar í stjóm Vesturamtsins um mörg ár, þar til sú stofnun var niður lögð, og síðar sem fulltrúi hennar á Búnaðarþing, á meðan sýslumar kusu búnaðarþingsfulltrúa. Það sem meira var, að einu sinni lét hann ýta sér út í það að bjóða sig fram til þings í Mýrasýslu, en náði ekki kosningu, sem hann undi vel, enda kom honum aldrei til hugar að bera það við síðar, þótt hann væri allra manna áhuga- samastur um stjómmál. Hann kynnti sér þau ítarlega og skapaði sér um þau grundvallaðar skoðanir, sem hann fylgdi fast eftir við hvem sem í hlut átti, þó að hann bryti þar af sér fyrrverandi skoðanabræður og sam- herja. Kosningabaráttuna í sýslunni lét hann ætíð mjög til sín taka á sína vísu og lögðu þingmannsefni jafnan þá það mikla áherslu að vinna hann til fylgis við sig. Ég man einu sinni eftir því að hann réð algjörlega úrslitum þingkosninga í Mýrasýslu, svo að ekki var um deilt, og gmnar mig þó að það hafi oftar verið. Hitt kom honum aldrei til hugar, utan hið eina skipti, sem áður er get- ið, að gefa kost á sjálfum sér til framboðs, þótt eftir því væri oftar Knarrarnes á Mýrum 1895. Myndina tók Daníel Daníelsson. (Þjóðminjasafn) leitað, hvað þá að vinna að því sjálf- ur að verða í kjöri. Enda létti honum jafnan er hann losnaði við þau opin- bem störf, er hann hafði verið settur í og vann hann þó að þeim með alúð á meðan hann hafði þau með höndum og fórst það vel úr hendi, eins og annað. Ég hefi nú hér að framan reynt að rissa nokkra höfuðdrætti í mynd föð- ur míns, eins og hún kemur mér fyrir sjónir úr fjarlægð tímans. Ég finn að hún er ófullkomin og hefði gjaman viljað hafa hana fyllri og skýrari. En nú verður að sitja við þetta að sinni. Þetta er ekki ætlað til birtingar al- menningi, heldur vildi ég festa þessa lauslegu lýsingu á blað á meðan að ég átti þess kost, svo að afkomendur hans, er minna þekktu hann, og þó einkum þeir er aldrei kynntust hon- um, geti nú og síðar gert sér hug- myndir um hann, af því sem hér er sagt og einnig því, sem liggur á milli línanna. Ég er nú raunar við því búinn að ein- hverjir, sem lín- ur þessar lesa, álykti sem svo, að þessi frásögn mín kunni að vera lituð hon- um í vil, af til- finningum son- ar gagnvart minningu ást- kærs föður, og því verði lýs- ingin ekki eins hlutlaus og raunsæ og ella. Ég efast um að þetta sé rétt á- lyktað. Ég er ekkert bam lengur. Svo held ég að sú rósemi hugans, er tíminn breiðir smám sam- an yfir minningu liðinna atburða og látinna manna, gjöri dómgreind okk- ar hægara um vik að sjá þá í réttara ljósi heldur en á meðan við vomm í námunda við þá, hvort sem þeir áður höfðu verið okkur ljúfir eða leiðir. Ég ætla ekki að reyna að telja nein- um trú um, að faðir minn hafi ekki haft sínar takmarkanir og sína van- kanta, þó að ekki telji ég hafa farið mikið fyrir þessu. Og þetta er ekki almenn persónulýsing frá minni hendi, heldur meira hæfileikalýsing. Svo vil ég enda þessar línur með sömu líkingu og ég byrjaði þær með. Það eru hinar stóm línur í fellum og hnjúkum, eins og við sjáum þær úr nægilegri fjarlægð, til þess að lág- kúm mishæðir umhverfisins skyggi Heima er best 375

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.