Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.11.1994, Blaðsíða 31
krónur en enginn gaf sig fram. Héldu sumir því fram að boðið hefði komið neðan úr jörðinni en aðrir úr loftinu. Boðið var ekki tekið til greina en menn hentu gaman að þessu og sögðu að víst mundi sá grái góður vera ef englamir væru famir að gera boð í hann. En þegar stóð sem hæst að bjóða í þann gráa, heyrðist kallað með drynjandi rödd: „Sláið þið mér hann, bölvaðir, annars skal ég sprengja allt utan af mér.“ Allir hættu að masa og stans kom á uppboðið. Menn litu spyrjandi hver til annars, en enginn vissi fremur en fyrri, hvaðan hljóðið kom. „Röddin kom neðan úr bæjarhóln- um,“ sögðu margir og fleiri voru með því að röddin kæmi neðan frá en ofan að. Teitur gamli stóð á hólnum rétt hjá kistunni. Heyrðist honum sem öðrum hljóðið koma undan fótum sér, eða þó öllu heldur úr kistunni, en hann vildi ekki hafa orð á því við nokkum mann, því hann var farið að gruna margt. Hann vissi nefnilega að draugur einn, ærið magnaður, hafði fylgt Halaættinni frá ómunatíð. Ekki vissi karl hverjum draugur þessi hafði fyrst fylgt í ættinni, en Þorláki gamla, sem fyrir löngu hafði búið á Hala, hafði draugsi gert marga skráveifu og syni hans Jónasi, sem þar bjó eftir hann, sömuleiðis. Eftir hann tók Grímur sonur hans við bú- inu, og hafði hann einnig fengið að kenna á hrekkjabrögðum draugsins, þótt mikið væri hann farinn þá að dofna við það, sem áður var. Karl þóttist nú vita að Halamóri (svo var draugurinn almennt kallað- ur) myndi fylgja Astríði, dóttur Gríms. Hafði hún nú búið mörg ár á Hala með Ásmundi manni sínum, „og ef grunur minn er réttur,“ hugs- aði karl, „sem ég þarf ekki að efa, hafa þau komið draugnum ofan í kistuna með einhverjum brögðum, til að losast við hann, eða ef til vill látið kveða hann ofan í hana. Víða má fá ákvæðaskáldin. Mikið flón var ég að bjóða í bölvaðan kistilskrattann. Eg mátti þó vita það að eitthvað gott myndi ekki vera í henni, fyrst lykil- inn var látið vanta, því það hefur að- eins verið gert viljandi.“ Meðan karl var að hugsa um allt þetta var uppboðinu lokið og menn fóru að tygja sig til brottfarar. Karl vildi nú fyrir hver mun koma kistunni heim með sér, til þess að vita þó hvað henni liði. Ottaðist hann mest af öllu að draugnum yrði hleypt upp úr henni ef hann skildi hana eft- ir. En hann sá engin ráð til þess því ✓ Lá Arna þá við að reka upp hljóð, því hann vissi að kistan var nú læst, en þó gerði hann það ekki, því honum þótti hálfóviðkunnanlegt að láta draga sig upp úr læstri kistu inn í búrhorni. hún var langt frá því að bera bagga- tæk. Kom honum loks til hugar að fá sex menn til að bera hana í böndum. Voru tvær bæjarleiðir til heimilis karls, en á leiðinni var kot eitt, sem ekkja ein bjó í, er fróðir menn sögðu að hefði verið skírð Kristjana en yngra fólkið vissi ekki betur en hún héti aðeins Jana, því hún var aldrei kölluð annað. Lögðu þeir nú af stað með kistuna um kvöldið en þegar þeir voru komnir í kotið til ekkjunnar voru þeir steinuppgefnir og afsögðu að bera hana lengra. Sögðu þeir að það væri gott búsílag fyrir karlinn að fá allt sem í kistunni væri ef það væri tómur matur, því ekki væri hún svo létt. En karl var ekki vel ánægður með að skilja hana þar eftir þótt hon- um þætti það skárra en ef hún hefði orðið eftir á Hala. Á meðan þeir sátu nú þama við að hvíla sig og giska á hvað í kistunni væri, kom maður ríðandi á harða- stökki frá Hala með kistulykilinn. Kvað hann hann hafa fundist rétt eft- ir að þeir vom famir. Lét karl þá brýmar síga og sagði að hann hefði átt að finnast fyrri. Tók hann við lyklinum og rak alla frá kistunni, og opnaði hann hana með allra mestu aðgæslu. En þegar hann gægðist undir lokið, sá hann stórt ferlíki vera á kviki í kistunni. Varð honum þá svo mikið um að hann skellti henni í lás sem skjótast. Þóttist hann þá fullviss um að Halamóri væri í henni. Var þá Jana komin til hans og heilsaði hann henni. Síðan kallaði hann á menn þá, sem borið höfðu kistuna, og beiddi þá að bera hana fyrir sig ofan fyrir túnið. „Hvað ætlarðu að gera með hana þangað?“ spurðu þeir forviða, „eða hvað var í henni?“ „Ykkur varðar ekkert um það en ég ætla með hana héma ofan fyrir túnið og láta hana þar ofan í ein- hvem pyttinn því þar er hún best geymd. Mikill mæðumaður er ég að fara að bjóða í þennan kistufjanda, sem verður líklega bani minn á end- anum,“ sagði karl við sjálfan sig og var allhnugginn. „Hvað er þetta, maður?“ spurði Jana hissa. „Ætlarðu að stinga kist- unni þeirri ama ofan í pytt?“ „Já, dýpsta pyttinn sem til er héma í flóanum,“ sagði karl. „Hættu við þessa vitleysu,“ sagði hún og fór að skoða kistuna. „Þetta er ágætiskista, fyrirtaksílát, æ, bless- aður, láttu mig heldur fá hana. Ég er viss um að það er synd að kasta svona góðu íláti,“ bætti hún við. „Ég held að þú kærðir þig lítið um hana ef þú vissir hvað í henni er,“ sagði karl og brosti og var þó auðséð að honum var ekki hlátur í hug. „Þú heldur kannski að ég telji á Heima er best 387

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.