Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.06.1995, Blaðsíða 2
Jón Björnsson: Af örlögum mannanna | Skjaldborg ARMULA 23 AFGREIÐSLA A AKUREYRI: SÍMI 588-2400 • FAX 588-8994 FURUVELLIR 13 * SIMI 462-4024 Jón Björnsson er sálfræðingur að mennt en hefur lengst af starfað við félagslega þjónustu, undanfarin hálfan annan áratug sem félagsmálastjóri Akureyrarbæjar. I bók þessari eru birtir fimmtán þættir sem hann flutti í útvarp fyrri hluta árs 1991 um örlagahugtakið og ýmsan skilning sem lagður hefur verið í það, hvað ráði því sem maðurinn ekki ræður sjálfur um tilveru sína. Hann er á forvitnilegum slóðum á landamærum heimsspeki, sálarfræði og lífsvisku og tekur til umræðu spurningar sem alla varða og sérhver maður, fyrr eða síðar, glímir persónulega við. Lífsfletir / ævisaga Arna Björnssonar tónskálds, skráð af Birni Haraldssyni. Árni Björnsson tónskáld er fæddur í Lóni í Kelduhverfi 23. desember 1905. Strax í æsku kom í ljós að Árni var gæddur óvenjulegum tónlistarhæfileikum og frá því hann man fyrst eftir sér hefur tónlistin átt hug hans allan. Hann hefur samið mikinn tjölda tónverka, allt frá dægurlögum til klassískra verka. Árið 1952 varð Árni fyrir fólskulegri líkamsárás sem olli því að hann gat ekki helgað sig tónlistarstarfinu eins og hann hafði ætlað sér, en þrátt fyrir mikla sjúkdómserfiðleika samdi hann tónverk. Hér er saga glæsileika og gáfna, mótlætis og hryggðar, baráttu og sigra. Þessi bók færir okkur enn einu sinni heim sanninn um það, að hvergi verður manneskjan stærri og sannari en einmitt í veikleika og mótlæti. Sérstakur pöntunarseöill fylgir blaöinu ti,áskri(end°"°b kr. 7°°-‘ a^ar bækurnar^ ^

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.