Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 4

Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 4
Agœtu lesendur. Menning er hugtak, sem gjarnan er haft uppi á hátíðlegum stundum. í því mun einna helst felast sú merking, að þar sé átt við þá eiginleika manns- ins, sem greina hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf og sameiginlegan arf, eins og það er skilgreint í orðabókum. Stundum greinir fólk á um, hvað skuli teljast til menningar, og virðist manni oft, að í slíkum deil- um eða rökræðum ráði helst smekkur fólks og áhugamál, og það er kannski eins eðlilegt og það frekast getur verið og kjam- inn í merkingu hugtaksins. Menning hvers þjóðflokks, lands og jafnvel héraðs hlýt- ur einmitt að fara eftir smekk og áhuga fólksins á hverjum tíma og stað. Það er þetta sameiginlega í hugverkum og andlegu lífi, sem skapar menningu. Nú er það svo að stundum verða til einhvers konar sjálfskipaðir „menning- arvitar,“ ef svo má segja, sem vilja ráða því, hvað teljist til menningar, jafnvel án tillits til þess, hvort það, sem þeir skilgreina sem menningu, er almennt vinsælt eða ekki. Virðist manni þá stund- um skilgreiningin á menningunni fara eftir því, hvort viðkomandi fínnst það, sem um er fjallað, vera „fínt“ eða ekki, og þá að sjálfsögðu „fínt“ eftir eigin skilgreiningu líka. Þetta fyrirbæri hefur mér jafnan þótt nokkuð merkilegt. Nefna mætti sem dæmi um þetta verkefnaval leikhúsanna. Stundum hefur maður það á tilfinn- ingunni, að það sem teljist frekar til menningar- legra og fínna verka sé eitthvað þunglamalegt og grafalvarlegs eðlis og jafnvel helst eftir löngu liðna höfunda. í samræmi við það er jafnan talað heldur óvirðulega um léttari verk, sem skemmti- leg eru og þá auðvitað um leið vinsælli meðal al- mennings. Er gjarnan talað um þau sem „kassa- stykki“ og þykir ekki par fínt. Er þar átt við að þau laði að peninga vegna mikillar aðsóknar, en séu lítt merkileg að öðru leyti. Þetta finnst manni hálföfugsnúið viðhorf, því að menning hlýtur auðvitað að vera það, sem sam- einar áhuga fólksins og tengir það saman á hverj- um tíma. Hvers vegna skyldu skemmtileikir og léttari verk ekki einmitt vera vel til þess fallin? Yfirleitt er það nú svo, þegar fólk efnir til sam- komu, sama hvar í heimi það býr, að það gerir það sér til upplyftingar og skemmtunar. Það mætti telja að nóg væri af þessu þyngra og erfiða almennt í lífinu, þó að fólk væri ekki að fara á sérstakar samkomur til þess að upplifa það. Auðvitað verður ekki framhjá því horft, að alvar- an og þunginn er að sjálf- sögðu líka hluti af arfí okk- ar og lífi, og hlýtur því einnig að teljast hluti af menningunni. En það, sem manni fínnst að geti tæpast verið réttlæt- anlegt, er það að gera slík- um þáttum hærra undir höfði og telja þá eitthvað merkilegri. Auk þess sem það er hrein og klár staðreynd, að öllum almenningi hugnast, held ég, öllu frekar það, sem léttara er og er til þess fallið að leiða hugann frá brauðstritinu um stundarsakir. En menning er svo líka auðvitað ýmislegt fleira en leikrit og skemmtiatriði. Mætti þar til telja alla ritun, listir, siði og nánast flest það, sem maður- inn aðhefst. Allt hlýtur það að vera álíka merkilegt í menn- ingarlegu tilliti og ekki rétt að vera að skipa því í æðri eða óæðri flokka, því að eins og stundum er sagt, „maðurinn er það sem hann hugsar,“ og hér mætti bæta við: „það sem hann gerir líka,“ svo að menning hlýtur að fara eftir tíðarandanum hverju sinni og sameiginlegri vitund mannsins. Það getur því tæpast nokkum tíma verið mögu- legt fyrir einhverja tiltölulega fáa útvalda að segja til um, hvað teljist til menningar eða ekki. Það er tilurð fólksins, áhugamál og samkennd sem skapar menningu hvers tíma. Með bestu kveðjum, Guðjón Baldvinsson. 184 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.