Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 15

Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 15
Birgitta H. Halldórsdóttir: Það var bjart, og blind augun skynjuðu sólarljós- ið, sem flæddi inn um gluggann. Þótt sjónin væri orðin slæm, greindi hún ennþá mun á degi og nóttu. Gamla konan gladdist vegna þess, það gat verið verra. Hún óskaði þess eins, að hún fengi að halda þessari sjón. Það var svo yndislegt að skynja ljósið. Nú var hún hætt að geta lagt kap- al, en lengi vel hafði hún greint doppurnar á spil- unum. Kóngarnir og gosarnir voru erfiðastir, því að þeir voru svo líkir, en það plagaði hana ekki lengur, hún var búin að leggja spilunum. Gamla konan lokaði augunum. Það var erfitt að missa sjónina, þessa guðsgjöf, en hún var samt sem áður sátt. Ung að aldri giftist hún manninum, sem hún elskaði og var enn lífsföru- nautur hennar. Skaparinn hafði verið þeim góður. Sjö börn höfðu komist upp og veitt þeim ást og gleði, en einn dreng hafði drottinn tekið til sín. Hve sárt það var, en hún var samt rík. Barnabörnunum fjölgaði stöðugt, og sá hópur var orðinn stór. Hún heyrði, að maðurinn var að koma inn. Heyrnin hafði skerpst um leið og sjónin versnaði. Maðurinn var stoð hennar og stytta. Hann hafði líka orðið að vera augun hennar svo lengi. Hún var að prjóna sokka. Prjónarn- ir tifuðu. Sem betur fer gat hún enn- þá prjónað og gert þannig gagn. Meðan svo var, fannst henni hún ekki eins gagnslaus. Börnin og barnabörnin kunnu að meta sokkana hennar og vettlingana. Henni leið vel. Hún hafði trú sína og það var henni nóg. Einu sinni hafði henni fundist skaparinn ósanngjam, en hún hafði samt falið allt í hendur hans. Það var þegar drengurinn hennar dó. Þó að þær stundir væru erfiðar, hafði hún seinna fengið sönnun þess, að sann- færing hennar var rétt. Þá hafði hún glaðst. Prjónamir féllu máttlausir í kjöltu hennar og hugurinn reikaði til baka. Myndir frá liðnum dögum svifu fyrir hugskotssjónum hennar. Það var mið nótt þegar hún tók léttasóttina. Kona á besta aldri, vel líkamlega á sig komin og móðir fjögurra barna. Hún sá því ekki ástæðu til að óttast. Þetta blessað barn yrði áreiðanlega sama guðsgjöf- in og öll hin. Hún var orðin sver, og litla ófædda barnið hafði sparkað hraustlega í kvið hennar, svo að hún sá ekki ástæðu til ótta. Þau bjuggu í Fremri-Hnífsdal, góðu kúabúi, og efnahagurinn var ekki verri en gerðist almennt. Heima er bezt 195

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.