Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Page 16

Heima er bezt - 01.06.1995, Page 16
Reyndar var ekkert útlit á öðru en þessi samhenta fjölskylda mundi lifa góðu lífi. Konan brosti með sjálfri sér. Draumar hennar voru að rætast. Hún átti mann, sem hún unni svo mjög, og bamahópurinn stækkaði. Hana hafði alltaf langað til að eiga hóp af bömum. Vissulega var skap- arinn henni góður. Hún ýtti við bónda sínum og bað hann að sækja ljósuna. Ljósmóðirin bjó í Hnífsdal og hafði tekið á móti hinum börnunum. Hún vissi líka ósköp vel, að brátt yrði hún kölluð inn í Fremri-Hnífsdal. Bóndinn brá skjótt við. Hann klæddist í flýti og arkaði af stað út í blíða sumamóttina. Hann bar engan ugg í brjósti fremur en konan hans. Hún var hraust, og barnsfæðing- ar höfðu verið henni léttar hingað til. Konan lá róleg eftir að maður hennar var farinn. Hún fann að hríðarnar ágerð- ust. Hún vildi ekki vekja börnin, ekki strax. Þau sváfu svefni hinna réttlátu, svo sak- laus, lítil kríli. Konan staulað- ist fram og setti vatn á hlóðir. Allt var tilbúið undir komu ljósmóð- urinnar og fæðingu litla barnsins. Það leið dágóð stund, uns ljósan kom móð og másandi í fylgd bóndans. Hún var hress í bragði, hló og gerði að gamni sínu. Líklega bjóst hún við að þessi vika hjá sængurkonunni yrði gleðileg. Hún vissi ekki af neinni annarri fæðingu, svo að hún mundi hafa nægan tíma að sinna móður og bami. Allt gekk vel fyrst af stað og á- hyggjur voru fjarri á bænum. Bömin vöknuðu og læddust hljóðlega um. Þau hlökkuðu til að eignast lítið systkini, en skyndilega skipuðust veður í lofti. Hríðamar féllu niður, og áhyggjusvipur færðist yfir frítt andlit ljósunnar. Hér var eitthvað á ferðinni, sem enginn hafði búist við. Klukkan tifaði, hver stundin leið á fætur annarri. Loks gafst ljósmóðirin upp og bað bóndann að sækja lækni. Stundirnar sem fóru í hönd voru skelfilegar. Börnin litlu, sem biðu, skynjuðu ótta fullorðna fólksins og fóru að vola. Konan, sem svo spennt hafði beðið eftir að litla afkvæmið kæmi í heiminn, varð máttfarnari, óttaslegnari. Líf barnsins var í hættu. Þegar læknirinn kom, leist honum ekki á blikuna. Hann óttaðist ekki eingöngu um barnið. Konan var einnig í hættu. Óttasleginn faðirinn reyndi að hugga börnin, á meðan læknirinn og ljósmóðirin börðust við að ná barninu í litlu vistlegu baðstof- unni. Eftir langa mæðu kom læknirinn fram. Barátt- unni var lokið. Hann náði barninu en það var andvana. LFnga konan var lengi að ná sér. Hún var máttfarin, hafði misst mikið blóð og um tíma barðist hún fyrir lífi sínu. Líkamlegu sárin greru en sálin var særð. Sorgin og söknuðurinn var mikill. Hún vissi, að aldrei mundi hún gleyma litla barninu, sem fékk ekki að dvelja með henni á jörðinni nema stutta stund. Trúin hélt henni uppi. Hún var viss um að barnið hennar var hjá guði, og einhvern tíma seinna mundi hún hitta það. Hún var þakklát fyrir börnin sín sjö, en þessi litli drengur átti einnig stað í hjarta hennar, ekki síður en þau hin. Eftir tuttugu ár fékk hún staðfestu á trú sinni, og móðurhjartað grét af gleði. Hún hafði alltaf haft mikinn áhuga á andlegum málefnum. Trúin á guð og líf eftir dauðann hafði alltaf verið sannfæring hennar. Eitt af því, sem hana langaði til að gera, var að fara á miðilsfund. Þá starfaði mjög merkur íslenskur mið- ill, Hafsteinn Bjömsson. Loks rættist draumur hennar, og hún hitti þennan fræga miðil. Það var mikil gleði- stund. Hún mundi orðin eins og þau hefðu verið sögð í gær: „Það er hérna ungur maður, hann segist vera sonur þinn. Hann fæddist andvana og fékk því ekki nafn. Hann hefur alist upp í hinum heiminum. Þetta er myndar- legur piltur og það eru tuttugu ár síðan hann fæddist í þennan heim. Honum líður vel og hann er mjög hamingju- j samur að hitta þig.“ Þetta var ólýsanleg stund. Móðirin fann kærleik og frið streyma um sál sína og blind augun fylltust af tárum. Miðillinn hélt áfram: „Hann leggur stóran vönd af rauðum rósum í fang þitt og tekur utan um þig. Hann segist þekkja þig vel og vill segja þér, hve vænt hon- um þykir um þig. Þú ert hin eina sanna móðir hans, þó að hann hafi alist upp hinum megin hjá kærleiks- ríkum verum.“ En hve þessi orð glöddu hana. Hamingjutár runnu niður vangana. Þessi stund hjá miðlinum var ólýsan- leg, ógleymanleg. Gamla konan tók upp prjónana. Hún brosti. Trúin var hið mikilvæga í lífinu. Hún óttaðist ekki dauðann. Hún treysti. Kærleikur og friður bjuggu í hjarta hennar. Hún var sátt. Prjónamir tifuðu. Þessi yndislega, gamla kona var amma mín. I bernsku minni kenndi hún mér að trúa, og það er ómetan- legt. Hve mikið getum við ekki kennt öðmm með okkar eigin kær- leik og trausti. 196 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.